Færslur: Soleimani

Lýsti árásinni á Soleimani á lokuðum fjáröflunarfundi
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti árásinni á íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani í smáatriðum á lokuðum fjáröflunarfundi fyrir Repúblikanaflokkinn. „Það var niðurtalning og svo búmm,“ heyrist forsetinn segja á hljóðupptöku sem lekið var til CNN.
18.01.2020 - 21:04
Eldflaugum skotið á herstöð í Írak
Eldflaugaskeytum var skotið á íraska herstöð skammt frá Bagdad höfuðborg Íraks, nú rétt í þessu. Íransher skaut á annan tug eldflauga á herstöð Bandaríkjanna í Írak fyrir viku til að hefna fyrir morðið á íranska hershöfðingjanum Kaseim Soleimani.
14.01.2020 - 19:15
Myndskeið
„Sýnir hvað fólkið er reitt“
Hundruð þúsunda Írana fylgdu hershöfðingjanum Qasem Soleimani til grafar í dag og stjórnvöld í Íran halda áfram að heita hefndum. Framkvæmdastjóri NATO biður stjórnvöld í Íran að hætta ögrunum og ofbeldi til að auka ekki á spennu í Miðausturlöndum.
06.01.2020 - 19:46
Spegillinn
Trump ekki herskár forseti
Stríðsrekstur í Miðausturlöndum þjónar ekki hagsmunum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta ef hann vill tryggja sér sigur í kosningum í haust segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum en við árás á sendiráð verði ekki unað. 
05.01.2020 - 17:23