Færslur: Sögur verðlaunahátíð

„Við erum öll gangandi sögur“
Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut heiðursverðlaun Sagna, verðlaunahátíðar barnanna, fyrr í mánuðinum. Hátíðin var haldin í fimmta sinn þann 4. júní síðastliðinn en meðal fyrrum heiðursverðlaunahafa má nefna Guðrúnu Helgadóttur og Þórarinn og Sigrúnu Eldjárn.
Myndskeið
GDRN flytur lagið Norðurljósin á Sögum
Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, flutti lagið Norðurljósin á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, sem fram fór í Hörpu í kvöld. Lagið er eftir hinar 11 ára gömlu Anítu Lind Arnþórsdóttur og Urði Eir Baldursdóttur.
05.06.2021 - 22:40
Slímugri Söguhátíð lokið – fjölbreyttir sigurvegarar
Sögur, verðlaunahátíð barnanna, var haldin með pompi og prakt í Hörpu í kvöld. Á hátíðinni er það efni verðlaunað sem þótt hefur skara fram úr í íslenskri barnamenningu á síðasta ári. Sigurvegararnir voru valdir af börnum í gegnum netkosningu.
05.06.2021 - 21:15
Myndskeið
Laddi heiðraður á Sögum, verðlaunahátíð barnanna
Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, hlaut heiðursverðlaun á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, sem fram fór í Hörpu í kvöld.
05.06.2021 - 20:50
Viðtal
Miklu betra lag en hann hefði getað ímyndað sér
Birnir Eiðar Eiríksson var einn af þeim sem sendi inn lag og texta í Sögu verkefni KrakkaRÚV. Lagið hans, Vonin er sterk, var valið áfram og Birnir fékk að fullvinna það ásamt Ingvari Alfreðssyni, upptökustjóra og Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara.
05.06.2021 - 09:00
Sögur, verðlaunahátíð barnanna haldin í fjórða sinn
Sögur, verðlaunahátíð barnanna er haldin í fjórða skipti laugardagskvöldið 5. júní í Hörpu. Á hátíðinni er það menningarefni verðlaunað sem talið er hafa skarað fram úr í íslenskri barnamenningu.
04.06.2021 - 10:02
Hvaða barnabók sló í gegn hjá krökkunum?
Nú stendur yfir kosning á netinu fyrir Bókaverðlaun barnanna 2021. Á hverju vori geta krakkar á aldrinum 6-12 ára kosið uppáhalds barnabókina sína. Kosningin stendur til 25. mars.
Húllumhæ
Verðlaunasýningar eftir krakka í Borgarleikhúsinu
Tvö glæný leikrit eftir krakka, um krakka og leikin af krökkum voru frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær. Leikritin nefnast Skrímslalíf og Tímaflakkið mikla. Emelía Antonsdóttir Crivello sá um leikstjórn.
29.01.2021 - 12:42