Færslur: Sögur

Myndskeið
GDRN flytur lagið Norðurljósin á Sögum
Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, flutti lagið Norðurljósin á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, sem fram fór í Hörpu í kvöld. Lagið er eftir hinar 11 ára gömlu Anítu Lind Arnþórsdóttur og Urði Eir Baldursdóttur.
05.06.2021 - 22:40
Slímugri Söguhátíð lokið – fjölbreyttir sigurvegarar
Sögur, verðlaunahátíð barnanna, var haldin með pompi og prakt í Hörpu í kvöld. Á hátíðinni er það efni verðlaunað sem þótt hefur skara fram úr í íslenskri barnamenningu á síðasta ári. Sigurvegararnir voru valdir af börnum í gegnum netkosningu.
05.06.2021 - 21:15
Myndskeið
Laddi heiðraður á Sögum, verðlaunahátíð barnanna
Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, hlaut heiðursverðlaun á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, sem fram fór í Hörpu í kvöld.
05.06.2021 - 20:50
Mynd með færslu
Í BEINNI
Sögur – verðlaunahátíð barnanna
Bein útsending frá skemmtilegustu verðlaunahátíð landsins í Norðurljósarsal Hörpu, þar sem við verðlaunum það sem vel var gert í barnamenningu á Íslandi síðan á seinustu Söguhátíð.
05.06.2021 - 19:15
Viðtal
Miklu betra lag en hann hefði getað ímyndað sér
Birnir Eiðar Eiríksson var einn af þeim sem sendi inn lag og texta í Sögu verkefni KrakkaRÚV. Lagið hans, Vonin er sterk, var valið áfram og Birnir fékk að fullvinna það ásamt Ingvari Alfreðssyni, upptökustjóra og Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara.
05.06.2021 - 09:00
Sögur, verðlaunahátíð barnanna haldin í fjórða sinn
Sögur, verðlaunahátíð barnanna er haldin í fjórða skipti laugardagskvöldið 5. júní í Hörpu. Á hátíðinni er það menningarefni verðlaunað sem talið er hafa skarað fram úr í íslenskri barnamenningu.
04.06.2021 - 10:02
Var bæði skemmtilegt og erfitt að vera í tökunum
Þriðja og síðasta stuttmyndin sem framleidd var í tengslum við Sögu verkefni KrakkaRÚV var frumsýnd í gær. Höfundar myndarinnar léku líka aðalhlutverkin og sögðu það hafa verið bæði skemmtilegt og erfitt að vera í tökum.
29.05.2021 - 14:00
Skrifaði sögu um ævintýralega heimsókn til ömmu
Önnur stuttmyndin af þremur sem framleiddar voru í tengslum við Sögu verkefni KrakkaRÚV var frumsýnd í gær. Höfund myndarinnar langaði að skrifa ævintýri og lét verða af því eftir að hún fór á námskeið í handritagerð.
22.05.2021 - 10:40
Fengu enga árshátíð og gerðu stuttmynd í staðinn
Fyrsta stuttmyndin af þremur sem framleiddar voru í tengslum við Sögu verkefni KrakkaRÚV var frumsýnd í gær. Höfundar myndarinnar gerðu handritið í stuttmyndagerð sem skólinn bauð upp á í staðinn fyrir árshátíð.
15.05.2021 - 10:25
Ef lífið er vegur er vegur þá líka líf?
Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson frumflutti lagið Þjóðvegur 1 í Sumarmálum á Rás 1. „Lagið skýrir sig algjörlega sjálft,“ segir hann. Hjónin Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson starfrækja menningarsetrið Bakkastofu á Eyrarbakka og þau buðu hlustendum Sumarmála upp á sýnishorn af dagskránni.
23.07.2020 - 08:47
Verðlaunaafhendingin SÖGUR í Hörpu
Bein útsending frá Hörpu þar sem verðlaunahátíðin SÖGUR fer fram hefst 19:45.
Barnamenning í sinni flottustu mynd verðlaunuð
Sögur – verðlaunahátíð barnanna – fer fram sunnudaginn 22. apríl klukkan 19.30 í Hörpu. Á hátíðinni verða skapandi krakkar verðlaunaðir sem og það besta í menningarlífinu að mati þeirra sjálfra.
17.04.2018 - 15:35