Færslur: Snorri Engilbertsson

Sunnudagssögur
„Vildi fara af þessari eyju eins langt og ég gæti“
„Ég held ég hafi örugglega fengið taugaáfall. Allavega það áfall sem það er að missa móður sína,“ segir Snorri Engilbertsson leikari sem missti móður sína úr krabbameini fyrir fimmtán árum. Hann vann ekki úr áfallinu fyrr en fyrir fjórum árum þegar hann fékk nóg, keypti sér mótorhjól og flúði land einsamall á hjóli sem hann kunni varla á.
13.02.2020 - 09:25
Guðmundi Steinssyni aldrei gerð betri skil
„Í engri sýningu hef ég áður séð leikskáldinu Guðmundi Steinssyni gerð betri og fjölþættari skil,“ segir María Kristjánsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, um leikverkið Húsið sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. „Þarna er hann ákafi predikarinn, dansandi á mörkum hvunndags og fantasíu þegar hann nánast barnslega írónískur afhjúpar hræsnisfullt firrt samfélag okkar.“
Hús tíðarandans
Leikritið Húsið eftir Guðmund Steinsson vekur heimspekilegar spurningar, framúrskarandi leikmynd og búningar standa fyrir sínu en predikunartónninn í verkinu eldist illa, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.