Færslur: Snjómokstur

Vegurinn í Árneshrepp mokaður tvisvar í viku í vetur
Ákveðið hefur verið að auka snjómokstursþjónustu við Strandaveg í Árneshreppi í vetur. Mokað verður tvisvar í viku frá 5. janúar til 20. mars. Oddviti Árneshrepps segir tíðindin stórkostleg.
13.11.2021 - 16:09
Vegurinn til Mjóafjarðar opnaður
Vegurinn til Mjóafjarðar hefur nú verið opnaður. Íbúar Brekkuþorps komast því leiðar sinnar landleiðina, en þangað hefur ekki verið fært síðan í desember.
29.04.2021 - 17:26
Snjóleysi gott fyrir vegfarendur, síðra fyrir skíðafólk
Mjög lítið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Búast má við að þau sem þurfa að komast leiðar sinnar um götur og gangstíga fagni því en að brúnin sé þyngri á skíðafólki.
Myndband
Gripu tækifærið þegar Akureyrarbær boðaði niðurskurð
Nokkrir 15 ára strákar á Akureyri gripu tækifærið þegar bærinn tilkynnti að skera ætti niður í snjómokstri í vetur og komu upp litlu fyrirtæki sem býður upp á snjómokstur við innkeyrslur, bílaplön og tröppur. Þeir segja að viðskiptavinirnir séu ánægðir enda verðið sanngjarnt.
29.12.2020 - 13:45
Allir helstu fjallvegir orðnir færir
Tekist hefur að opna alla helstu fjallvegi landsins. Það tekur að lægja fyrir norðan síðdegis en verður hvasst fyrir austan fram á kvöld. Á morgun herðir frostið og spáir allt að 20 stiga frosti inn til landsins á Norðurlandi.
04.12.2020 - 14:55
Ekki hægt að fara Demantshringinn allt árið
Ekki verður full vetrarþjónusta á nýjum Dettifossvegi í vetur og því ekki hægt að aka Demantshringinn allt árið. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að vetrarumferð ferðamanna sé sífellt að aukast og beinlínis hættulegt ef ekki eigi að moka veginn í vetur.
Myndskeið
Snjómoksturspeningar ársins 2020 víða að klárast
Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi frá því um miðjan desember. Tugir snjómoksturstækja eru á ferðinni á degi hverjum og kostnaður sveitarfélaga er víða kominn yfir áætlun fyrir árið 2020. Verktaki sem sér um snjómokstur í Fnjóskadal man vart viðlíka ástand.
10.03.2020 - 21:41