Færslur: Snjómokstur

Snjómokstur meira en tvöfalt dýrari en síðasta vetur
Kostnaður við snjómokstur og hálkuvarnir í Reykjavík frá því í október fór yfir einn milljarð króna. Í fyrravetur var kostnaðurinn 638 milljónir.
23.04.2022 - 08:15
Opna fyrir umferð um Axarveg á morgun
Unnið er að því að opna veginn yfir Öxi en mikill og þykkur ís liggur yfir veginum. Stefnt er að því að opna fyrir umferð á morgun, föstudaginn 25. mars.
24.03.2022 - 20:29
Myndband
Um 170 tilkynnt tjón á bílum til Vegagerðarinnar
Um 170 ökumenn hafa tilkynnt tjón á bílum til Vegagerðarinnar vegna skemmda í malbiki það sem af er ári. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir langflestar tilkynningarnar vera vegna vega á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir vetrarþjónustu á þeirra vegum í fullum gangi, en hún hafi verið meira krefjandi nú en síðustu ár.
10.03.2022 - 15:18
Sjónvarpsfrétt
Margt fatlað fólk innlyksa dögum saman vegna snjóa
Í þrjár vikur hið minnsta hefur snjór og klaki hulið gangséttir á höfuðborgarsvæðinu. Fatlað fólk hefur margt hætt við læknisheimsóknir og fleira þar sem þau komast vart út úr húsi fyrir fannfergi. Víða er ógjörningur að komast í hjólastól eftir gangstéttum.
Mikið verk óunnið við að ryðja göngustíga
Allar hendur eru á lofti við að ryðja húsagötur borgarinnar. Helstu stofnbrautir hafa verið ruddar. Mokstur göngustíga er einnig hafinn en mikið verk er þar óunnið. Varað er við hálku sem leynist víða undir snjónum.
23.02.2022 - 09:17
 · Snjómokstur · stígar
Fjórða umferð af snjóruðningi í húsagötum
Búið er að ryðja helstu stofnbrautir í höfuðborginni í morgun. Mokstursfólk er á fjórðu umferð í húsagötum frá því byrjaði að snjóa fyrir um tveimur vikum. 
23.02.2022 - 08:25
Útvarpsumfjöllun
„Alveg haugur af fólksbílum þarna niður eftir öllu“
„Fyrsti bíllinn er fastur undir göngunum þar sem mislægu gatnamótin eru. Þar er trailer fastur. Þar fyrir ofan göngin er mjólkurbíll fastur og olíubíll rétt hjá. Svo er alveg haugur af fólksbílum þarna niður eftir öllu,“ segir Árni Pálsson, hjá Snilldarverki, sem er einn þeirra sem kemur að snjómokstri í Þrengslum og á Hellisheiði. Tugir bíla sitja fastir í sköflum í Þrengslum. Árni var ásamt fleirum að leggja af stað í Þrengslin nú rétt fyrir hádegi.
22.02.2022 - 12:37
Sjónvarpsfrétt
Moksturinn gæti byrjað frá byrjunarreit í fyrramálið
Snjómokstur á götum höfuðborgarinnar gæti byrjað aftur frá byrjun í fyrramálið, en gangi veðurspár eftir mun snjóa í nótt og í fyrramálið. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir verkefnið gríðarlega umfangsmikið og biður borgarbúa að sýna því skilning.
„Ágætis líkamsrækt að moka kirkjutröppur“
Lengstu tröppur landsins, kirkjutröppurnar á Akureyri, hafa verið mokaðar með handafli síðustu tvo vetur vegna bilunar í snjóbræðslukerfi undir tröppunum. Það er ærið verk fyrir starfsmenn bæjarins að halda tröppunum opnum yfir veturinn.
08.02.2022 - 15:05
Vetrarfærð í dag og nóg að gera hjá snjómokstursmönnum
Gular veðurviðvaranir fyrir allt vestanvert landið og Suðurland gilda frá klukkan tíu og til sex síðdegis. Búist er við vestan hvassviðri og dimmum éljum þannig að skyggni verður lélegt og akstursskilyrði versna. Töluvert hefur snjóað á vestantil á landinu í nótt og í morgun og víða þungfært vegna snjóþekju eða hálku.
30.01.2022 - 09:30
Freistast á snjóþungar heiðar fram hjá lokunarhliðum
Nokkur dæmi voru um að vegfarendur hefðu lokanir á Öxnadalsheiði að engu en hún var lokuð í næstum einn og hálfan sólarhring í vikunni vegna veðurs og fannfergis. Snjómokstursmenn urðu að byrja á að draga fjóra bíla í burtu áður en þeir gátu hafist handa við mokstur.
15.01.2022 - 02:14
Vegurinn í Árneshrepp mokaður tvisvar í viku í vetur
Ákveðið hefur verið að auka snjómokstursþjónustu við Strandaveg í Árneshreppi í vetur. Mokað verður tvisvar í viku frá 5. janúar til 20. mars. Oddviti Árneshrepps segir tíðindin stórkostleg.
13.11.2021 - 16:09
Vegurinn til Mjóafjarðar opnaður
Vegurinn til Mjóafjarðar hefur nú verið opnaður. Íbúar Brekkuþorps komast því leiðar sinnar landleiðina, en þangað hefur ekki verið fært síðan í desember.
29.04.2021 - 17:26
Snjóleysi gott fyrir vegfarendur, síðra fyrir skíðafólk
Mjög lítið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Búast má við að þau sem þurfa að komast leiðar sinnar um götur og gangstíga fagni því en að brúnin sé þyngri á skíðafólki.
Myndband
Gripu tækifærið þegar Akureyrarbær boðaði niðurskurð
Nokkrir 15 ára strákar á Akureyri gripu tækifærið þegar bærinn tilkynnti að skera ætti niður í snjómokstri í vetur og komu upp litlu fyrirtæki sem býður upp á snjómokstur við innkeyrslur, bílaplön og tröppur. Þeir segja að viðskiptavinirnir séu ánægðir enda verðið sanngjarnt.
29.12.2020 - 13:45
Allir helstu fjallvegir orðnir færir
Tekist hefur að opna alla helstu fjallvegi landsins. Það tekur að lægja fyrir norðan síðdegis en verður hvasst fyrir austan fram á kvöld. Á morgun herðir frostið og spáir allt að 20 stiga frosti inn til landsins á Norðurlandi.
04.12.2020 - 14:55
Ekki hægt að fara Demantshringinn allt árið
Ekki verður full vetrarþjónusta á nýjum Dettifossvegi í vetur og því ekki hægt að aka Demantshringinn allt árið. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að vetrarumferð ferðamanna sé sífellt að aukast og beinlínis hættulegt ef ekki eigi að moka veginn í vetur.
Myndskeið
Snjómoksturspeningar ársins 2020 víða að klárast
Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi frá því um miðjan desember. Tugir snjómoksturstækja eru á ferðinni á degi hverjum og kostnaður sveitarfélaga er víða kominn yfir áætlun fyrir árið 2020. Verktaki sem sér um snjómokstur í Fnjóskadal man vart viðlíka ástand.
10.03.2020 - 21:41