Færslur: Snjókoma

Heldur áfram að snjóa í nótt og á morgun
Það verður snjókoma á norðanverðu landinu í nótt og lengst af á morgun. Óvenju kalt er á landinu miðað við árstíma.
11.05.2022 - 23:08
Veðurfræðingur: Erfiður veðurdagur fram undan
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að dagurinn í dag verði harla erfiður, sérstaklega á vestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun er í gildi á öllu landinu með suðvestan hvassviðri og éljagangi. Veðrið hefur skánað í bili vestanlands, hitinn er kominn yfir frostmark og ekki er lengur hríð.
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Hríðarbylur veldur usla í Bandaríkjunum
Hríðarbylur gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna með tilheyrandi röskunum á samgöngum. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst um helgina og veðurviðvaranir verðið gefnar út vegna mikillar snjókomu og hvassviðris.
29.01.2022 - 16:20
Erlent · Veður · Bandaríkin · veður · Hríðarbylur · Snjókoma · Kuldi · Boston · New York
Illviðri geisar um austurhluta Bandaríkjanna
Afar slæmt vetrarveður geisar nú um austanverð Bandaríkin með snjókomu og mikilli ísingu. Ríflega 235 þúsund manns eru nú án rafmagns og óttast að enn eigi eftir að fjölga í þeim hópi.
17.01.2022 - 03:19
Gul veðurviðvörun
Norðvestan stormur eða rok sunnan lands og austan
Gul veðurviðvörun gildir á Suðausturlandi, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum þar til síðdegis á morgun. Það gengur í norðvestan storm eða rok 20-28 metra á sekúndu austan til á landinu.
03.01.2022 - 00:14
Gul veðurviðvörun við Faxaflóa og Breiðafjörð
Spáð er hvassri suðaustanátt, víða allt að 13 til 25 metrum á sekúndu í nótt, hvassast verður Vestanlands með snörpum vindhviðum við fjöll. Gul veðurviðvörun er því í gildi við Faxaflóa og umhverfis Breiðafjörð.
Um 300 flugfarþegar fastir í Álaborg vegna veðurs
Um það bil þrjú hundruð farþegar eru strandaglópar í flugstöð við flugvöllinn Álaborg í Danmörku og þurfa að hafast þar við í nótt. Vegna mikillar snjókomu var hvorki hægt að fljúga til eða frá borginni sem olli mörgum flugfarþegum miklum vonbrigðum.
02.12.2021 - 00:43
Vetrarveður á Akureyri — Strætó hættur að ganga
Strætisvagnar Akureyrar hafa gert hlé á akstri í dag á meðan verið er að hreinsa götur bæjarins. Töluvert hefur snjóað í bænum í morgun.
28.09.2021 - 10:01
Högl á stærð við golfkúlur féllu til jarðar í Noregi
Íbúum í Agðafylki í Noregi brá heldur í brún í gærkvöldi þegar haglél skall á þar sem hvert og eitt hagl var á stærð við golfkúlu. Veðurfræðingur segir slíkt afar óvanalegt.
01.08.2021 - 05:31
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Veður · Haglél · hagl · Snjókoma · Noregur · þrumuveður · Veðurfræði
Myndir
Grenivík á kafi í snjó — „Gengur þokkalega vel að moka“
Töluvert hefur snjóað á Grenivík í Grýtubakkahreppi síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Á Grenivík eru tvö moksturstæki sem sem hafa síðustu daga mokað bæinn frá fimm á morgana og fram á kvöld.
27.01.2021 - 14:30
Einn snjóléttasti vetur í manna minnum
Veturinn hingað til hefur verið mjög snjóléttur hér á landi, og snjókoma í desember var langt undir meðaltali bæði í Reykjavík og á Akureyri. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir að fyrri hluti vetrar sé sennilega með þeim allra snjóléttustu í manna minnum.
18.01.2021 - 11:43
Vetrarveður norðvestantil en þurrt sunnan heiða
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að loks sé tekið að sjá fyrir endann á úrhellisrigningunni á austanverðu landinu, þótt áfram verði hætta á skriðuföllum eitthvað áfram.
19.12.2020 - 07:26
Bjart framan af en snýst síðar í slyddu eða snjókomu
Veðurstofan spáir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt og bjartviðri með köflum á landinu í dag. Seinnipartinn snýst þó í suðaustan kalda með dálítilli snjókomu suðvestantil. Nokkuð kalt verður kalt í veðri, en búist er við að frost verði yfirleitt á bilinu 3 til 16 stig, kaldast verður í innsveitum norðanlands.
05.12.2020 - 07:16
Snjómugga, snjókoma og él í kortunum
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægum vindi á landinu í dag og víða þurrviðri. Þó má búast við snjómuggu sums staðar suðaustanlands.
22.11.2020 - 07:28
Snjókoma, slydda og él í veðurkortunum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri átt með dálitlum skúrum eða slydduéljum í dag. Bjart verður með köflum norðanlands og hiti verður á bilinu eitt til sjö stig.
10.11.2020 - 07:34
Hvít jörð á Siglufirði - „Ósköp notalegt“
Siglfirðingum brá eflaust mörgum í brún í morgun þegar við blasti hvít jörð. Þar er hiti nú í kringum frostmark en búst má við því að snjó taki upp í bænum þegar líða tekur á daginn.
21.09.2020 - 09:35
Slydda og jafnvel snjókoma í veðurkortunum
Í dag segir Veðurstofa Íslands vera útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt verði í veðri á austanverðu landinu.
19.09.2020 - 07:10
Nokkuð snjóaði á norðaustanverðu landinu í nótt
Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu hefur snjóað nokkuð í nótt á norðaustanverðu landinu, til að mynda á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði.
04.09.2020 - 05:38