Færslur: Snjóflóðið á Flateyri 1995

Myndskeið
„Það kemur vonandi dagur eftir þennan dimma dag“
25 ár eru frá einhverjum mannskæðustu náttúruhamförum landsins í seinni tíð; snjóflóðinu á Flateyri. Minningarathöfn verður í bænum í kvöld þar sem kveikt verður á blysum til minningar um þá tuttugu sem fórust.
Þótti mikilvægt að skrifa um snjóflóðið
Í dag er 21 ár frá því að snjóflóð féll á Flateyri með þeim afleiðingum að 20 manns létust. Sóley Eiríksdóttir var ein fjögurra sem bjargað var, þá ellefu ára. Hún er sagnfræðingur og hefur skrifað bók um náttúruhamfarirnar, Nóttin sem öllu breytti.
26.10.2016 - 11:45
„Þetta er stund fyrir lífið“
Kirkjubekkirnir voru þétt setnir í Flateyrarkirkju í kvöld þar sem viðstaddir minntust atburða 26. október 1995 þegar stórt snjóflóð féll á Flateyri.
26.10.2015 - 22:48
Tárin fylla hálft Þingvallavatn
Eiríkur Finnur Greipsson, kona hans og tveir synir björguðust úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri fyrri tuttugu árum. Hann segir tárin sem fallið hafa á þeim tveim áratugum sjálfsagt nægja til að fylla hálft Þingvallavatn.
26.10.2015 - 21:02
Veðurminnið er stutt
Viðhorfið til snjóflóðavarna hefur breyst mikið en því lengra sem líður frá snjóflóðum eykst hættan á því að fólk fari að gleyma. Því er mikilvægt að skipulagsyfirvöld og sveitarfélög fylgi eftir lögum og reglum um snjóflóðavarnir. Þetta segir fagstjóri ofanflóðavár hjá snjóflóðasetrinu.
26.10.2015 - 20:49
Íbúar í fastasvefni þegar snjóflóðið féll
Í dag eru liðin tuttugu ár frá því að mikið snjóflóð féll á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð. Tuttugu manns fórust, tíu karlar, sex konur og fjögur börn. Fjölmargir misstu ástvini sína og heimili.
26.10.2015 - 12:54
Í spor björgunarmanna á Flateyri
Í október árið 1995 féll mannskætt snjóflóð á Flateyri þar sem 20 manns létu lífið og margir misstu ástvini sína og heimili. Það voru líka margir sem björguðust, ýmist af sjálfsdáðum eða þeim bjargað af björgunarsveitarmönnum. Allir lögðust á eitt.
Grafin í snjóflóðinu í níu klukkutíma
Fjörutíu og fimm manns voru í húsunum sem urðu fyrir snjóflóðinu sem skall á byggðina á Flateyri, 26. október árið 1995. Tuttugu manns létust. Tuttugu og einn komst úr flóðinu af eigin rammleik og fjórum var bjargað á lífi. Ein þeirra sem bjargaðist var Sóley Eiríksdóttir.
26.10.2015 - 10:30
„Það kemur dagur eftir þennan dimma dag“
Tuttugu manns létust þegar stórt snjóflóð féll á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð aðfaranótt 26. október árið 1995. Flóðið féll um klukkan fjögur um nóttina og skall á nítján íbúðarhúsum. Í dag eru tuttugu ár frá þessum atburði, sem gerðist nokkrum mánuðum eftir mannskætt snjóflóð í Súðavík.
26.10.2015 - 07:00
Snjóflóðið eins og skuggi
Þann 26. október 1995 féll stórt snjóflóð á byggðina á Flateyri. Flóðið féll klukkan sjö mínútur yfir fjögur og voru því flestir íbúar í fastasvefni. Tuttugu manns létu lífið, tíu karlar, sex konur og fjögur börn. Enn fleiri misstu ástvini sína og heimili.
25.10.2015 - 20:58