Færslur: Snjóflóðavarnir

Átta íbúðarhús á Patreksfirði rýmd og Freyja á leiðinni
Átta íbúðarhús á Patreksfirði og iðnarðhúsnæði og sveitabæir á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Hættustig er á svæðinu eftir mikið fannfergi síðustu daga.
08.02.2022 - 20:30
Myndskeið
„Það kemur vonandi dagur eftir þennan dimma dag“
25 ár eru frá einhverjum mannskæðustu náttúruhamförum landsins í seinni tíð; snjóflóðinu á Flateyri. Minningarathöfn verður í bænum í kvöld þar sem kveikt verður á blysum til minningar um þá tuttugu sem fórust.
Vilja geta sektað fólk á hættusvæðum
Lögregla fær heimild til að sekta fólk sem dvelur í húsum á snjóflóðahættusvæðum sem hafa verið keypt eða tekin eignarnámi, ef drög að frumvarpi um snjóflóðavarnir ná fram að ganga. Þetta á að hjálpa til við rýmingu svæða þegar hætta er á snjóflóðum og sporna gegn því að fólk dvelji í húsum á hættusvæði.
19.09.2020 - 07:10
Rúmlega 28 milljóna fjárstyrkur vegna snjóflóða
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Ísafjarðarbæ og stofnunum fjárstyrk úr almennum varasjóði til að mæta útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar.
Spegillinn
Hægt að ljúka ofanflóðavörnum verði staðið við loforð
Það er óhætt að segja að veðurfarið í vetur hafi ýtt hressilega við landsmönnum og stjórnvöldum. Í ljós hefur komið að ýmsir innviðir, eins og raforkukerfið, stóðu ekki eins traustum fótum og talið var. Snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar urðu einnig til þess að endurskoða þurfti hraðann á framkvæmdum við ofanflóðavarnir.
Myndskeið
Kraftur flóðsins sem fór yfir garða mikið áhyggjuefni
Snjóflóðaverkfræðingur segir að kraftur flóðsins sem fór yfir varnargarðana á Flateyri sé mikið áhyggjuefni. Brýnt sé að leggja strax mat á það hvort bæta þurfi snjóflóðavarnir ofan við þorpið.
Fjórir vegir vaktaðir vegna snjóflóðahættu
Fjórir vegir eru vaktaðir vegna snjóflóðahættu. Verkefnastjóri segir nokkuð ljóst að snjóflóðahætta sé víðar þar sem engar ráðstafanir hafi verið gerðar. Vegfarendur geta fengið sms frá Vegagerðinni þegar snjóflóðahætta myndast. Vegurinn um Ljósavatnsskarð fer í vöktun næsta vetur.
Viðtal
Verkefni dagsins: Huga að verðmætum og mengun
Neyðarstig almannavarna á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið lækkað niður í óvissustig. Þessi ákvörðun var tekin eftir fund með aðgerðarstjórn á Ísafirði nú fyrir hádegið. Í dag verður unnið að því að bjarga verðmætum og að meta umfang á mengun vegna báta og olíutanka sem fóru í höfnina á Flateyri. Rögnvaldur Ólafsson stýrir aðgerðum í Samhæfingastöð almannavarna.
16.01.2020 - 12:42
Segir 23 milljarða uppsafnaða í snjóflóðavarnir
Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í Ofanflóðasjóði, segir að Alþingi skammti of naumt til uppbyggingu snjóflóðavarnagarða um byggðir landsins.
Fólk á bannsvæði í Súðavík í nótt
Í nótt var fólk í húsum í gamla þorpinu í Súðavík þar sem enginn á að vera á veturna. Eftir mannskæðu snjóflóðin sem urðu í Súðavík fyrir tuttugu og fimm árum var byggðin flutt. Þorpið var byggt upp að nýju á öruggum stað sem ekki er á skilgreindu snjóflóðasvæði.
15.01.2020 - 16:48
Myndskeið
Snjóflóð og ófærð fyrir vestan: „Fólk hjálpast bara að"
Á Vestfjörðum hefur verið viðvarandi óveður og ófærð í viku. Snjóflóð hafa fallið og úrval ferskvöru er hverfandi. Íbúi segir þó ekki væsa um fólk, að undanskildum majónesskorti.
14.01.2020 - 20:56
Enn hættustig á Ísafirði og bætir í úrkomu í kvöld
Hættustig vegna snjóflóða er enn á Ísafirði og óvissustig hefur verið á norðanverðum Vestfjörðum síðan á sunnudag. Iðnaðarhúsnæði á Ísafirði voru rýmd í gær og rýmingaráætlun er enn í gildi. Ekki hefur reynt á ofanflóðavarnir við byggðarlög.
14.01.2020 - 12:15
Yfir 40 snjóflóð um helgina og hætta eykst aftur í dag
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Norðanverðum Vestfjörðum. Snjóflóðahætta er að aukast á öðrum svæðum en ekki hefur verið lýst yfir óvissustigi þar. Yfir 40 snjóflóð féllu á laugardag og búist er við fleiri flóðum í hríðarveðri næstu daga.
13.01.2020 - 12:23
Fylgst með snjóflóðahættu í byggð
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Norðurlandi og á utanverðum Tröllaskaga er sögð mikil hætta á snjóflóðum. Fylgst er með snjóflóðahættu í byggð en þar sem hættan er mest ofan byggðar hafa verið reistir snjóflóðavarnargarðar, eins og til dæmis á Siglufirði.
10.12.2019 - 14:19
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Búast má við að snjóflóðahætta geti skapast í fjalllendi í Skagafirði, Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð vegna veðurs.
09.12.2019 - 21:27
Myndskeið
Reisa þarf þrjá snjóflóðavarnagarða á Seyðisfirði
Byggð á Seyðisfirði hefur verið óvarin fyrir snjóflóðum allt of lengi að mati forseta bæjarstjórnar sem segir það hamla uppbyggingu og nýtingu á húsnæði. Bæjaryfirvöld vilja að framkvæmdir við snjóflóðavarnir hefjist sem fyrst.
25.11.2019 - 09:53