Færslur: snjóflóðahætta

Vegir víða lokaðir og óvissustig á Súðavíkurhlíð
Óvissustig er á Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Ekki er hætta á flóðum í byggð en í langvarandi hríðarveðri eins og því sem nú er getur hún myndast. Í þessu veðri er það líklegast á Norðurlandi en hætta gæti einnig skapast á Vestfjörðum. Færð hefur spillst á vestan- og norðanverðu landinu og vegir víða ófærir.
Rúmlega 28 milljóna fjárstyrkur vegna snjóflóða
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Ísafjarðarbæ og stofnunum fjárstyrk úr almennum varasjóði til að mæta útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar.
Ferðafólk á hálendinu varað við snjóflóðahættu
Allstórt, blautt flekaflóð féll suður af Tröllinu við Veiðivötn í gær, segir í færslu ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Einnig hafa borist fréttir af blautum lausasnjóflóðum á Landmannaafrétt. 
26.04.2020 - 08:43
Hættustigi aflýst vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu sem var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því í gærkvöldi hefur verið aflétt. Rýmingu atvinnuhúsnæðis á Ísafirði og sveitabæjar við Bolungarvík hefur einnig verið aflétt.
06.04.2020 - 19:51
Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á suðurfjörðunum. Rýmingu var aflétt á Patreksfirði í gær.
Bætir í snjó á fjöllum og rýming í stöðugri endurskoðun
Minnst fjögur snjóflóð hafa fallið utan byggðar síðasta sólarhringinn og viðbúið að fleiri falli. Sveinn Brynjólfsson hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar segir veður virðast ætla að ganga niður á suðurfjörðunum í kvöld en áfram sé útlitið slæmt á norðanverðum Vestfjörðum. Því má búast við að óvissustig verði áfram í gildi þar til á morgun.
17.03.2020 - 17:23
Hús rýmd á Ísafirði og viðbúið að fleiri snjóflóð falli
Enn er óvissuástand á Vestfjörðum öllum vegna snjóflóðahættu og hættustig á Flateyri og Patreksfirði. Búið er að rýma iðnaðarhúsnæði á Ísafirði og varðskipið Týr er komið til Flateyrar.
17.03.2020 - 11:30
Ófært og hús rýmd vegna snjóflóðahættu fyrir vestan
Veðurspá er mjög slæm á Vestfjörðum en þar er appelsínugul viðvörun og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Búið er að rýma tvö hús á Patreksfirði. Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal fyrir austan. Hún var að flytja starfsfólk Alcoa til vinnu á Reyðarfirði.
16.03.2020 - 12:23
Mokstri hætt þar til veðrið lagast
Vetur konungur minnir á sig enn á ný. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum um land allt frá því í gærkvöldi. Öxnadalsheiði er lokuð og mokstri á Norður- og norðaustanverðu landinu hefur verið hætt þar til veðrið lagast.
11.03.2020 - 12:22
Óvissustig vegna snjóflóðahættu og vegum lokað nyrðra
Búið er að lýsa yfir óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum á ný vegna snjóflóðahættu. Óvissustigi var aflýst á mánudag, en nú hefur snjóað og skafið mikið frá því á miðvikudagskvöld og talsverður snjór hefur safnast bæði í fjöll og á láglendi.
21.02.2020 - 13:43
Snjóflóðahætta í Ljósavatnsskarði - veginum lokað
Veginum um Ljósavatnsskarð hefur verið lokað vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Þá féll snjóflóð á Grenivíkurveg skömmu fyrir hádegi og er ófært til Grenvíkur.
14.02.2020 - 13:24
Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum á árinu
Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum það sem af er ári. Í fyrra var hins vegar einungis lokað þrisvar, þar af tvisvar í óveðrinu sem gekk yfir í desember.
Varasöm snjóhengja í hlíðum Mosfells
Snjóflóðavakt Veðurstofunnar varar við hengju í vesturhlíðum Mosfells í Mosfellsdal. Varasamt getur verið að fara fram á fjallsbrúnina.
31.01.2020 - 08:58
Myndskeið
Kraftur flóðsins sem fór yfir garða mikið áhyggjuefni
Snjóflóðaverkfræðingur segir að kraftur flóðsins sem fór yfir varnargarðana á Flateyri sé mikið áhyggjuefni. Brýnt sé að leggja strax mat á það hvort bæta þurfi snjóflóðavarnir ofan við þorpið.
Fjórir vegir vaktaðir vegna snjóflóðahættu
Fjórir vegir eru vaktaðir vegna snjóflóðahættu. Verkefnastjóri segir nokkuð ljóst að snjóflóðahætta sé víðar þar sem engar ráðstafanir hafi verið gerðar. Vegfarendur geta fengið sms frá Vegagerðinni þegar snjóflóðahætta myndast. Vegurinn um Ljósavatnsskarð fer í vöktun næsta vetur.
Flotbryggjan á Flateyri er ótryggð
Einn bátur sem var í höfninni á Flateyri er líklega ótryggður. Þá fæst flotbryggjan ekki bætt. Þetta segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands sem er fyrir vestan að meta umfang tjóns eftir snjóflóðin.
17.01.2020 - 10:05
Viðtal
„Við þurfum að fá nýtt hættumat“
Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að fá nýtt ofanflóða hættumat á Vestfjörðum. Unnið sé að því að meta umfang flóðsins og af hverju það féll. „Við þurfum að fá þessar upplýsingar og koma þeim skýrt á framfæri á íbúafundum með fólkinu og svo þarf að endurmeta hættuna. Við þurfum að fá nýtt hættumat. Í framhaldinu getum við farið að tala um hvað við gerum í framhaldinu tl að tryggja öryggið og byggja áfram traust.“
Segir 23 milljarða uppsafnaða í snjóflóðavarnir
Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í Ofanflóðasjóði, segir að Alþingi skammti of naumt til uppbyggingu snjóflóðavarnagarða um byggðir landsins.
Fólk á bannsvæði í Súðavík í nótt
Í nótt var fólk í húsum í gamla þorpinu í Súðavík þar sem enginn á að vera á veturna. Eftir mannskæðu snjóflóðin sem urðu í Súðavík fyrir tuttugu og fimm árum var byggðin flutt. Þorpið var byggt upp að nýju á öruggum stað sem ekki er á skilgreindu snjóflóðasvæði.
15.01.2020 - 16:48
Myndskeið
Snjóflóð og ófærð fyrir vestan: „Fólk hjálpast bara að"
Á Vestfjörðum hefur verið viðvarandi óveður og ófærð í viku. Snjóflóð hafa fallið og úrval ferskvöru er hverfandi. Íbúi segir þó ekki væsa um fólk, að undanskildum majónesskorti.
14.01.2020 - 20:56
Yfir 40 snjóflóð um helgina og hætta eykst aftur í dag
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Norðanverðum Vestfjörðum. Snjóflóðahætta er að aukast á öðrum svæðum en ekki hefur verið lýst yfir óvissustigi þar. Yfir 40 snjóflóð féllu á laugardag og búist er við fleiri flóðum í hríðarveðri næstu daga.
13.01.2020 - 12:23
Hætta á snjóflóðum til fjalla
Hætta er á snjóflóðum til fjalla um allt land. Hvergi er talin hætta í byggð. Mikil hætta er á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga og vegir þar því lokaðir. Töluverð hætta er á norðanverðum Vestfjörðum.
08.01.2020 - 14:48
Stórt snjóflóð féll yfir skíðabraut í Sviss
Stórt snjóflóð féll í morgun yfir skíðabraut í Andermatt í Sviss. Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Óttast er að fleiri séu grafnir undir flóðinu. Ekki er vitað hversu margir það eru en fjölmargir skíðamenn voru á staðnum þegar flóðið féll. Björgunarsveitir eru að störfum við leit að fleira fólki í flóðinu. 
26.12.2019 - 14:20
Myndskeið
Snjóflóðahætta við Ljósavatnsskarð og Siglufjarðarveg
Það er enn snjóflóðahætta við Ljósavatnsskarð þar sem snjóflóð féll á veginn í gærkvöld. Björgunarsveitir hafa stýrt umferð í gegnum flóðið frá því um miðjan dag en reiknað er með að veginum verði lokað aftur í kvöld.
20.12.2019 - 19:40
Vegurinn um Ljósavatnsskarð opnaður
Búið er að opna veginn í gegnum Ljósavatnsskarð. Enn er þó snjóflóðahætta á svæðinu. Ökumenn eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar enda mokstri ekki lokið að fullu.
20.12.2019 - 13:44