Færslur: snjóflóðahætta

Sjónvarpsfrétt
Norðaustan hríðarveður og ófærð víða um land
Norðaustan hríðarveður gengur nú yfir stóran hluta landsins og fjallvegir eru víða lokaðir. Sums staðar hefur vindur farið vel yfir 40 metra á sekúndu í öflugustu hviðunum.
10.03.2021 - 20:58
Hættustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla
Hættustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla tekur gildi nú klukkan 16:00 og verður veginum lokað. Á Siglufjarðarvegi er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Veginum um Kjalarnes hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna slæms skyggnis.
10.03.2021 - 15:46
Tvö krapaflóð og tvö snjóflóð fallið á Austurlandi
Tvö vot snjóflóð og tvö krapaflóð hafa fallið á Austfjörðum síðasta sólarhring. Sjö íbúar í þremur húsum á Seyðisfirði þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Tveir reitir í bænum voru rýmdir. Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt veðurstofunnar segir að rýmingar verði í gildi að minnsta kosti eitthvað fram eftir morgninum.„Það stytti upp í nótt þannig aðstæður fara batnandi. Það verður metið núna með morgninum,“ segir Magni Hreinn.
15.02.2021 - 08:09
Rýma svæði á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma reiti 4 og 6 á Seyðisfirði undir Strandartindi yst í sunnanverðum Seyðisfirði, vegna hættu á votum snjóflóðum. Svæðin má sjá á snjóflóðarýmingarkortinu sem fylgir fréttinni. Rýming tekur gildi klukkan 21:00 í kvöld. Veðurstofan hefur lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði en óvissustig vegna ofanflóðahættu hefur verið í gildi á Austurlandi öllu frá því klukkan átta í gærkvöldi og gildir enn.
14.02.2021 - 20:32
Óvissustigi aflétt vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum
Veðurstofan hefur aflétt óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Fólki er áfram bent á að fara með gát þar sem snjóalög séu veik og ferðalög í bröttum hlíðum séu varasöm. Þar með er búið að aflétta óvissustigi á öllum þeim svæðum sem varað var við undanfarna daga.
28.01.2021 - 08:43
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu aflétt á Norðurlandi
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á Austfjörðum og Norðurlandi. Fólk á engu að síður að fara varlega ef það fer um brattlendi. Enn er óvissustig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum.
27.01.2021 - 17:59
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu aflétt á Austfjörðum
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum hefur verið aflétt. Enn er óvissustig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi. Hátt í 140 snjóflóð hafa fallið á síðustu tíu dögum samkvæmt skráningu Veðurstofu, þau eru þó eflaust fleiri.
27.01.2021 - 16:22
Enn óvissustig – Flateyrarvegur verður opnaður í dag
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi í þremur landshlutum. Færð á Vestfjörðum hefur skánað og margar leiðir verið opnaðar. Mokað verður um Flateyrarveg í dag. Fimm ný snjóflóð sáust þar í dag sem höfðu fallið á veginn.
Kolófært og lokað um helstu leiðir á Vestfjörðum
Helstu fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir eða ófærir vegna veðurs. Óvissustig er í Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegur um Hvilftarströnd er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Veðurspá er óskapleg og ekki líklegt að hægt verði að opna í bráð.
26.01.2021 - 15:22
Varðskipið Þór fer vestur á Flateyri í nótt
Áhöfn á varðskipinu Þór hefur verið kölluð út. Varðskipið leggur úr höfn í Reykjavík síðar í kvöld vestur á Flateyri til að vera til taks vegna snjóflóðahættu. Varðskipið Týr liggur við bryggju á Akureyri vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga.
23.01.2021 - 19:12
Rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu
Ákveðið hefur verið að rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Þar eru atvinnuhúsnæði og áður hafði verið tryggt að húsin væru mannlaus. Nokkur flóð hafa fallið í Skutulsfirði í gær og í nótt, þar af þrjú ofan atvinnuhúsanna sem nú á að rýma. Ekkert flóðanna hefur verið mjög stórt.
23.01.2021 - 10:03
Áfram rýming og hættustig á Siglufirði
Íbúar í þeim níu húsum sem rýmd voru á Siglufirði í gær fá ekki að snúa heim aftur að svo stöddu. Hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði gildir áfram.
Segir ekki ganga að fólk sé innikróað dögum saman
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir það ekki ganga í nútímasamfélagi að íbúar í 2.000 manna sveitarfélagi séu innikróaðir dögum saman. Siglfirðingur, sem þurfti að rýma hús sitt, segir það hafa komið á óvart því öflugur varnargarður sé rétt ofan við götuna. 
Vegir víða lokaðir og óvissustig á Súðavíkurhlíð
Óvissustig er á Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Ekki er hætta á flóðum í byggð en í langvarandi hríðarveðri eins og því sem nú er getur hún myndast. Í þessu veðri er það líklegast á Norðurlandi en hætta gæti einnig skapast á Vestfjörðum. Færð hefur spillst á vestan- og norðanverðu landinu og vegir víða ófærir.
Rúmlega 28 milljóna fjárstyrkur vegna snjóflóða
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Ísafjarðarbæ og stofnunum fjárstyrk úr almennum varasjóði til að mæta útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar.
Ferðafólk á hálendinu varað við snjóflóðahættu
Allstórt, blautt flekaflóð féll suður af Tröllinu við Veiðivötn í gær, segir í færslu ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Einnig hafa borist fréttir af blautum lausasnjóflóðum á Landmannaafrétt. 
26.04.2020 - 08:43
Hættustigi aflýst vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu sem var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því í gærkvöldi hefur verið aflétt. Rýmingu atvinnuhúsnæðis á Ísafirði og sveitabæjar við Bolungarvík hefur einnig verið aflétt.
06.04.2020 - 19:51
Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á suðurfjörðunum. Rýmingu var aflétt á Patreksfirði í gær.
Bætir í snjó á fjöllum og rýming í stöðugri endurskoðun
Minnst fjögur snjóflóð hafa fallið utan byggðar síðasta sólarhringinn og viðbúið að fleiri falli. Sveinn Brynjólfsson hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar segir veður virðast ætla að ganga niður á suðurfjörðunum í kvöld en áfram sé útlitið slæmt á norðanverðum Vestfjörðum. Því má búast við að óvissustig verði áfram í gildi þar til á morgun.
17.03.2020 - 17:23
Hús rýmd á Ísafirði og viðbúið að fleiri snjóflóð falli
Enn er óvissuástand á Vestfjörðum öllum vegna snjóflóðahættu og hættustig á Flateyri og Patreksfirði. Búið er að rýma iðnaðarhúsnæði á Ísafirði og varðskipið Týr er komið til Flateyrar.
17.03.2020 - 11:30
Ófært og hús rýmd vegna snjóflóðahættu fyrir vestan
Veðurspá er mjög slæm á Vestfjörðum en þar er appelsínugul viðvörun og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Búið er að rýma tvö hús á Patreksfirði. Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal fyrir austan. Hún var að flytja starfsfólk Alcoa til vinnu á Reyðarfirði.
16.03.2020 - 12:23
Mokstri hætt þar til veðrið lagast
Vetur konungur minnir á sig enn á ný. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum um land allt frá því í gærkvöldi. Öxnadalsheiði er lokuð og mokstri á Norður- og norðaustanverðu landinu hefur verið hætt þar til veðrið lagast.
11.03.2020 - 12:22
Óvissustig vegna snjóflóðahættu og vegum lokað nyrðra
Búið er að lýsa yfir óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum á ný vegna snjóflóðahættu. Óvissustigi var aflýst á mánudag, en nú hefur snjóað og skafið mikið frá því á miðvikudagskvöld og talsverður snjór hefur safnast bæði í fjöll og á láglendi.
21.02.2020 - 13:43
Snjóflóðahætta í Ljósavatnsskarði - veginum lokað
Veginum um Ljósavatnsskarð hefur verið lokað vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Þá féll snjóflóð á Grenivíkurveg skömmu fyrir hádegi og er ófært til Grenvíkur.
14.02.2020 - 13:24
Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum á árinu
Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum það sem af er ári. Í fyrra var hins vegar einungis lokað þrisvar, þar af tvisvar í óveðrinu sem gekk yfir í desember.