Færslur: Snjóflóð

Viðtal
Bíður enn eftir að sér finnist hún örugg
Kona á Flateyri segir þreytandi að bíða eftir að sér finnist hún örugg. Eitt ár er liðið frá því að snjóflóð féllu í Súgandafirði og Önundarfirði.
14.01.2021 - 23:42
Gagnrýna breytingar á lögum um ofanflóðavarnir
Bæjarráð Fjallabyggðar telur að fyrirhugaðar breytingar á lögum um ofanflóðavarnir geti fært tug- eða hundruð milljóna skuldbindingar yfir á sveitarfélögin frá ríkinu. Ekki komi til greina að samþykkja frumvarp að lögum eins og það liggur fyrir á Alþingi.
Snjóflóðin í janúar fóru yfir garða á tveimur stöðum
Tvö snjóflóð féllu á Flateyri í janúar á nánast sama tíma og fóru þau yfir varnargarða fyrir ofan bæinn á tveimur stöðum. Þetta kom fram á íbúafundi á Flateyri þar sem fulltrúar viðbragðsaðila fóru yfir aðgerðir sem gripið var til eftir að snjóflóðin féllu á bæinn 14. janúar og viðbrögð við uppfærðu hættumati og rýmingaráætlun, ef snjóflóð skyldi falla aftur.
24.11.2020 - 08:03
Ætti ekki að hika við að verja höfnina á Flateyri
Heildartjón vegna skemmda sem urðu á höfninni á Flateyri við snjóflóð sem féllu þar í janúar er á annað hundrað milljónir. Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar segir brýna þörf á að verja höfnina fyrir snjóflóðum.
Lítur ekki öðruvísi á lífið eftir heilaáföllin
Mannskætt snjófljóð féll á Flateyri árið 1995 en þá var Katrín Björk Guðjónsdóttir aðeins tveggja og hálfs árs. Katrín heldur úti vinsælu bloggi þar sem hún rifjaði í gær upp flóðið, húsið hennar sem eyðilagðist og æðruleysið sem hefur fylgt henni síðan þessi skelfilegi atburður átti sér stað. Það hefur hjálpaði henni mikið í bataferli eftir heilaáföll sem hún fékk á fullorðinsárum.
Myndskeið
„Það kemur vonandi dagur eftir þennan dimma dag“
25 ár eru frá einhverjum mannskæðustu náttúruhamförum landsins í seinni tíð; snjóflóðinu á Flateyri. Minningarathöfn verður í bænum í kvöld þar sem kveikt verður á blysum til minningar um þá tuttugu sem fórust.
Myndskeið
Verður gripið til rýminga ef hætta er á snjóflóðum
Aðgerðir til þess að efla byggð og atvinnu á Flateyri í Önundarfirði eru margar komnar af stað. Öryggismál í vetur eiga enn eftir að skýrast. Níu mánuðir eru síðan snjóflóð féllu í Súgandafirði og Önundarfirði.
Rúmlega 28 milljóna fjárstyrkur vegna snjóflóða
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Ísafjarðarbæ og stofnunum fjárstyrk úr almennum varasjóði til að mæta útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar.
Óvissustig vegna snjóflóðahættu
Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og einnig er töluverð hætta á snjóflóðum á Norðurlandi og Austfjörðum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á snjóflóðum í byggð.
05.04.2020 - 22:41
Myndskeið
Hátt í 40 bílar í biðröð fyrir vestan
Á fjórða tug bíla eru í röð í Skötufirði og hafa verið þar stopp síðan á þriðja tímanum í dag. Hátt í 30 fólksbílar og átta flutningabílar.
18.03.2020 - 17:28
Bætir í snjó á fjöllum og rýming í stöðugri endurskoðun
Minnst fjögur snjóflóð hafa fallið utan byggðar síðasta sólarhringinn og viðbúið að fleiri falli. Sveinn Brynjólfsson hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar segir veður virðast ætla að ganga niður á suðurfjörðunum í kvöld en áfram sé útlitið slæmt á norðanverðum Vestfjörðum. Því má búast við að óvissustig verði áfram í gildi þar til á morgun.
17.03.2020 - 17:23
Hús rýmd á Ísafirði og viðbúið að fleiri snjóflóð falli
Enn er óvissuástand á Vestfjörðum öllum vegna snjóflóðahættu og hættustig á Flateyri og Patreksfirði. Búið er að rýma iðnaðarhúsnæði á Ísafirði og varðskipið Týr er komið til Flateyrar.
17.03.2020 - 11:30
Hættustig á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða
Hættustig er á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum öllum. Ákveðið hefur verið að rýma tíu íbúðarhús efst á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum. Tvö hús hafa verið rýmd á Patreksfirði.
16.03.2020 - 16:53
Ófært og hús rýmd vegna snjóflóðahættu fyrir vestan
Veðurspá er mjög slæm á Vestfjörðum en þar er appelsínugul viðvörun og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Búið er að rýma tvö hús á Patreksfirði. Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal fyrir austan. Hún var að flytja starfsfólk Alcoa til vinnu á Reyðarfirði.
16.03.2020 - 12:23
Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal
Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal fyrir austan á áttunda tímanum í morgun. Í henni var starfsfólk Alcoa á leið frá Egilsstöðum til vinnu í álverinu á Reyðarfirði. Vegurinn var opinn í morgun en er nú lokaður vegna snjóflóðsins.
16.03.2020 - 10:16
Sex fórust í snjóflóðum í Austurríki
Minnst sex manns fórust í tveimur snjóflóðum í austurrísku ölpunum í gær. Lögregla í Austurríki greinir frá þessu. Fimm fórust í hlíðum Dachstein-jökuls í samnefndu fjalllendi um miðbik Austurríkis. Að sögn lögreglu voru þau á göngu á snjóþrúgum í um 2.800 metra hæð þegar snjóflóðið skall á þeim. Sjö þyrlur fluttu um 100 manna björgunar- og leitarlið á vettvang snjóflóðsins, en fólkið sem í því lenti var allt látið er það fannst. Talið er að hin látnu hafi öll verið tékkneskir ríkisborgarar.
09.03.2020 - 02:54
Þrjú snjóflóð féllu við Flateyri
Þrjú snjóflóð féllu utan við Flateyri í veðrinu, sem gekk yfir norðanverða Vestfirði.
22.02.2020 - 11:06
Stórt snjóflóð í Skútudal í Siglufirði
Stórt snjóflóð féll í Skútudal í innanverðum Siglufirði. Flóðið fór yfir borholuhús hitaveitunnar sem þar eru. Ekki er talið að skemmdir hafi orðið á búnaði veitunnar, enda húsin byggð til að standast svona álag.
19.02.2020 - 16:31
Óvissustig enn í gildi en ekki talin hætta í byggð
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Nokkur flekahlaup féllu á Vestfjörðum og Norðurlandi í óveðrinu á föstudag og spáð er áframhaldandi hvassviðri og snjókomu með köflum fram á morgundaginn á svæðinu.
16.02.2020 - 09:44
Sleðamenn komu snjóflóði af stað við Ólafsfjörð
Talsvert bætti á snjó í norðlægum áttum í síðustu viku á Norðurlandi, einkum frá Ólafsfirði og þar suður af en minna við Siglufjörð. Allmörg flekaflóð hafa fallið í þessum nýja snjó sem gefa til kynna að það sé léleg binding í snjóþekjunni.
04.02.2020 - 16:31
Viðtal
Segir aðstæður við leit hafa verið krefjandi
Lárus Steindór Björnsson, vettvangsstjóri Landsbjargar, segir að hæfasta fólk björgunarsveitanna hafi verið kallað út til leitar að manni sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnúkum fyrr í dag. Hann fannst eftir um klukkustundar leit og nærri tveimur klukkutímum eftir að flóðið féll. Lárus segir að krefjandi aðstæður hafi verið við leitina. Á leitarsvæðinu sé á og kalt í veðri.
29.01.2020 - 17:07
Myndskeið
Náðu fjórða bátnum á land á Flateyri
Báturinn Sjávarperlan náðist úr höfninni á Flateyri í dag og var flutt á land. Kjartan Jakob Hauksson, framkvæmdastjóri Sjótækni, segir að það hafi gengið vel í dag. Sex bátar slitnuðu frá bryggju og sukku í snjóflóði í síðustu viku.
24.01.2020 - 17:44
Vilja upphitaðan þyrlupall og betra viðbragð á Ísafirði
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill að upphitaður og upplýstur þyrlupallur verði gerður á Ísafjarðarflugvelli. Til þess að stytta viðbragðstíma leggur bæjarráðið það til við bæjarstjórn Ísafjarðar að aðstaða verði fyrir þyrlu á flugvellinum.
Telja íbúa ekki nægilega vel upplýsta um hættuástandið
Íbúar á Suðureyri telja að upplýsingum um hættuástand hafi ekki verið komið nægilega vel til skila í aðdraganda snjóflóðanna í síðustu viku. Þetta kom fram á íbúafundi í kvöld. 
20.01.2020 - 22:13
Fjórir vegir vaktaðir vegna snjóflóðahættu
Fjórir vegir eru vaktaðir vegna snjóflóðahættu. Verkefnastjóri segir nokkuð ljóst að snjóflóðahætta sé víðar þar sem engar ráðstafanir hafi verið gerðar. Vegfarendur geta fengið sms frá Vegagerðinni þegar snjóflóðahætta myndast. Vegurinn um Ljósavatnsskarð fer í vöktun næsta vetur.