Færslur: Snjóflóð

Fjórir kostir til að efla ofanflóðavarnir á Flateyri
Verkfræðistofan Verkís leggur til fjórar tillögur til þess að efla varnir gegn ofanflóðum á Flateyri í Önundarfirði. Meðal þeirra er að styrkja húsin efst í bænum og setja snjósöfnunargrindur á Eyrarfjall sem myndu minnka snjómagnið sem safnast upp í giljunum fyrir ofan þorpið.
Myndskeið
Snjóflóð á Fagradal
Snjóflóð, krapaflóð og skriður hafa fallið nokkuð víða á austanverðu landinu síðasta sólarhringinn. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður kannaði aðstæður á Fagradal en þar lokaði snjóflóð veginum tímabundið seint í gærkvöld.
15.02.2021 - 12:24
Þrír látnir í snjóflóðum í Slóveníu
Þrír eru látnir og þrír slasaðir eftir að tvö snjóflóð féllu í norðanverðri Slóveníu í dag. AFP fréttastofan hefur eftir björgunarsveitum í landinu að tveir fjallgöngumenn hafi látið lífið þegar flóð féll á þá í fjallinu Storzic, um 40 kílómetrum norður af Ljubljana.
14.02.2021 - 01:28
Fjórir skíðamenn dóu í snjóflóði nærri Salt Lake City
Fjórir skíðamenn fórust og fjórir til viðbótar slösuðust þegar snjóflóð féll í bröttum hlíðum Myllulækjargljúfurs, Mill Creek Canyon, í Utah í Bandaríkjunum um hádegisbil í gær. Fjórmenningarnir sem slösuðust lentu í útjaðri flóðsins og náðu að koma sér upp úr fönninni af sjálfsdáðum, segir í tilkynningu snjóflóðamiðstöðvar Utah á Twitter. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Í tilkynningunni kemur fram að flóðið í gær sé það mannskæðasta sem orðið hefur í Utah síðan 1992.
07.02.2021 - 06:29
Myndskeið
„Ég hefði getað verið kominn inn í skálann“ 
Þrátt fyrir tugmilljóna tjón á skíðasvæðinu á Siglufirði eftir snjóflóð er stefnt að því að opna svæðið aftur innan fárra daga. Litlu munaði að starfsmaður hefði verið á svæðinu þegar flóðið féll.
28.01.2021 - 16:42
Óttast að húsin fari í sjóinn ef snjóhengjan brestur
Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi og eigandi Íslensku fánasaumastofunnar, segir að starfsemi fyritækja sinna sé í mikilli hættu ef stór snjóhengja sem er ofan við húsin skríður fram. Lögreglan hefur lokað svæðinu á meðan aðstæður eru kannaðar.
27.01.2021 - 12:04
„Vesturfarasetrið er þarna beint fyrir neðan“
Lögreglan á Norðurlandi vestra ákvað í nótt að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Vesturfarasetrið á Hofsósi er staðsett undir stórum fleka sem lögreglan óttast að geti farið af stað. Björgunarsveitir vakta svæðið.
27.01.2021 - 10:40
Óvenju mörg snjóflóð síðustu daga
Óvenju mörg snjóflóð hafa fallið í hrinum á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum síðustu daga. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hafa borist 122 tilkynningar undanfarna tíu daga. Á vef Veðurstofunnar segir að flóðin séu mun fleiri en hafa verið skráð, þar sem mörg flóð falla utan alfaraleiðar, önnur fennir yfir án þess að þau sjáist og ekki eru öll flóð tilkynnt til Veðurstofu.
27.01.2021 - 01:06
Hafa áhyggjur að því að fólk flykkist til fjalla
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Rúmlega hundrað snjóflóð hafa fallið á landinu síðustu tíu daga. Snjóflóðasérfræðingur varar við ferðum til fjalla.
26.01.2021 - 11:41
Snjóflóð fallið ofan við Eskifjörð og Reyðarfjörð
Nokkur snjóflóð hafa fallið ofan við Eskifjörð og Reyðarfjörð í dag. Snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga hættu á flóði í byggð en hvetur vegfarendur til að fara varlega.
25.01.2021 - 15:08
„Best að hafa varann á þegar farið er um fjöll"
Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Ísafirði hefur verið aflétt og rýmingu atvinnuhúsnæðis í bænum líka. Óvissustig er enn á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi. Ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að endurmeta þurfi aðstæður þar sem byggð er undir varnargörðum.
25.01.2021 - 12:18
Hættustigi aflétt á Ísafirði
Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Ísafirði hefur verið aflétt og sömuleiðis rýmingu atvinnuhúsnæðis í bænum. Óvissustig er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi.
25.01.2021 - 10:24
Myndskeið
„Alltaf gott að komast heim“
Rýmingu húsa á Flateyri og Siglufirði var aflétt í dag. Enn er þó hættustig vegna snjóflóðahættu á Ísafirði. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu fyrir norðan í gær vegna veðurs.
24.01.2021 - 19:45
Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt
Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt, niður með leiðigarðinum ofan byggðarinnar og stöðvaðist skammt utan við veginn að Sólbakka. Veðurstofan tilkynnti um flóðið nú í morgun og kannar ummerki þess.
24.01.2021 - 11:25
Snjóflóð féll á veginn um Eyrarhlíð í nótt
Snjóflóð féll á veginn um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var vegurinn opinn með óvissustigi um snjóflóðahættu en honum lokað eftir að snjóflóðið féll.
24.01.2021 - 09:52
Myndskeið
„Menn brenndir eftir síðasta ár“
Vonskuveður hefur verið á norðan- og vestanverðu landinu síðustu sólarhringa og fjallvegir flestir ófærir. Rýming vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Siglufirði og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Björgunarsveitir þurftu í gærkvöld að aðstoða á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð lokuðu Öxnadalsheiði.
23.01.2021 - 20:17
„Engin hætta á ferðum ef fólk fylgir fyrirmælum“
„Það er engin hætta á ferðum ef fólk fer að fyrirmælum,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, í samtali við fréttastofu. Reitur með atvinnuhúsum hefur verið rýmdur á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. „Fólk sem vinnur á svæðinu flýtti för sinni heim í gær og mætir ekki á þetta svæði í dag,“ segir hann.
23.01.2021 - 10:31
Tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 um Öxnadalsheiði
Tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði í kvöld, milli Bakkaselsbrekkunnar og Grjótár, og var heiðinni lokað í kjölfarið vegna hættu á frekari snjóflóðum. Engan sakaði. Töluvert var um að björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi þyrftu að aðstoða bíltstjóra í vanda.
23.01.2021 - 01:31
Snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum — Óvissustig
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Ekki er talin vera snjóflóðahætta í byggð en fylgst er með aðstæðum.
22.01.2021 - 18:35
Viðtal
Gagnrýnir upplýsingagjöf vegna rýminganna á Siglufirði
„Við viljum fá svör við af hverju þessir garðar veita ekki núna það öryggi sem þeir áttu að gera þegar þeir voru byggðir,“ segir Helena Dýrfjörð á Siglufirði. Hún er ein þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sitt þegar níu hús voru rýmd út af snjóflóðahættu. Helena segir að þetta hafi komið flatt upp á íbúa og margir séu undrandi.
Myndskeið
„Ég er alls ekkert hrædd eða neitt þannig“
Enn er hættustig vegna snjóflóða á Siglufirði en Ólafsfjarðarmúli var í gær opnaður í fyrsta skipti í tæpa fjóra sólarhringa. Sum húsanna sem voru rýmd standa undir snjóflóðavarnargarði og hafa ekki verið rýmd eftir að hann var reistur.
22.01.2021 - 10:12
Býst við áframhaldandi innilokun í Fjallabyggð
Bæjarstjóri Fjallabyggðar býst við því að Siglfirðingar verði meira og minna innlyksa í bænum næstu daga þar sem veðurhorfur séu ekki góðar. Vegurinn var opnaður á hádegi í gær en lokað að nýju í gærkvöldi. Snjóflóð féllu á Siglufirði á miðvikudag og hús voru rýmd.
22.01.2021 - 09:15
Gul viðvörun vegna norðanhríðar nyrðra og eystra
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna yfirvofandi norðanhríðar á Ströndum, Norðvesturlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Spáð er norðankalda eða stinningskalda, 10 - 18 metrum á sekúndu með skafrenningi og éljagangi, sem spilla skyggni og færð, einkum á fjallvegum.
Áfram rýming og hættustig á Siglufirði
Íbúar í þeim níu húsum sem rýmd voru á Siglufirði í gær fá ekki að snúa heim aftur að svo stöddu. Hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði gildir áfram.
Segir ekki ganga að fólk sé innikróað dögum saman
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir það ekki ganga í nútímasamfélagi að íbúar í 2.000 manna sveitarfélagi séu innikróaðir dögum saman. Siglfirðingur, sem þurfti að rýma hús sitt, segir það hafa komið á óvart því öflugur varnargarður sé rétt ofan við götuna.