Færslur: Snjóflóð

Rúmlega 28 milljóna fjárstyrkur vegna snjóflóða
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Ísafjarðarbæ og stofnunum fjárstyrk úr almennum varasjóði til að mæta útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar.
Óvissustig vegna snjóflóðahættu
Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og einnig er töluverð hætta á snjóflóðum á Norðurlandi og Austfjörðum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á snjóflóðum í byggð.
05.04.2020 - 22:41
Myndskeið
Hátt í 40 bílar í biðröð fyrir vestan
Á fjórða tug bíla eru í röð í Skötufirði og hafa verið þar stopp síðan á þriðja tímanum í dag. Hátt í 30 fólksbílar og átta flutningabílar.
18.03.2020 - 17:28
Bætir í snjó á fjöllum og rýming í stöðugri endurskoðun
Minnst fjögur snjóflóð hafa fallið utan byggðar síðasta sólarhringinn og viðbúið að fleiri falli. Sveinn Brynjólfsson hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar segir veður virðast ætla að ganga niður á suðurfjörðunum í kvöld en áfram sé útlitið slæmt á norðanverðum Vestfjörðum. Því má búast við að óvissustig verði áfram í gildi þar til á morgun.
17.03.2020 - 17:23
Hús rýmd á Ísafirði og viðbúið að fleiri snjóflóð falli
Enn er óvissuástand á Vestfjörðum öllum vegna snjóflóðahættu og hættustig á Flateyri og Patreksfirði. Búið er að rýma iðnaðarhúsnæði á Ísafirði og varðskipið Týr er komið til Flateyrar.
17.03.2020 - 11:30
Hættustig á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða
Hættustig er á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum öllum. Ákveðið hefur verið að rýma tíu íbúðarhús efst á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum. Tvö hús hafa verið rýmd á Patreksfirði.
16.03.2020 - 16:53
Ófært og hús rýmd vegna snjóflóðahættu fyrir vestan
Veðurspá er mjög slæm á Vestfjörðum en þar er appelsínugul viðvörun og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Búið er að rýma tvö hús á Patreksfirði. Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal fyrir austan. Hún var að flytja starfsfólk Alcoa til vinnu á Reyðarfirði.
16.03.2020 - 12:23
Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal
Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal fyrir austan á áttunda tímanum í morgun. Í henni var starfsfólk Alcoa á leið frá Egilsstöðum til vinnu í álverinu á Reyðarfirði. Vegurinn var opinn í morgun en er nú lokaður vegna snjóflóðsins.
16.03.2020 - 10:16
Sex fórust í snjóflóðum í Austurríki
Minnst sex manns fórust í tveimur snjóflóðum í austurrísku ölpunum í gær. Lögregla í Austurríki greinir frá þessu. Fimm fórust í hlíðum Dachstein-jökuls í samnefndu fjalllendi um miðbik Austurríkis. Að sögn lögreglu voru þau á göngu á snjóþrúgum í um 2.800 metra hæð þegar snjóflóðið skall á þeim. Sjö þyrlur fluttu um 100 manna björgunar- og leitarlið á vettvang snjóflóðsins, en fólkið sem í því lenti var allt látið er það fannst. Talið er að hin látnu hafi öll verið tékkneskir ríkisborgarar.
09.03.2020 - 02:54
Þrjú snjóflóð féllu við Flateyri
Þrjú snjóflóð féllu utan við Flateyri í veðrinu, sem gekk yfir norðanverða Vestfirði.
22.02.2020 - 11:06
Stórt snjóflóð í Skútudal í Siglufirði
Stórt snjóflóð féll í Skútudal í innanverðum Siglufirði. Flóðið fór yfir borholuhús hitaveitunnar sem þar eru. Ekki er talið að skemmdir hafi orðið á búnaði veitunnar, enda húsin byggð til að standast svona álag.
19.02.2020 - 16:31
Óvissustig enn í gildi en ekki talin hætta í byggð
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Nokkur flekahlaup féllu á Vestfjörðum og Norðurlandi í óveðrinu á föstudag og spáð er áframhaldandi hvassviðri og snjókomu með köflum fram á morgundaginn á svæðinu.
16.02.2020 - 09:44
Sleðamenn komu snjóflóði af stað við Ólafsfjörð
Talsvert bætti á snjó í norðlægum áttum í síðustu viku á Norðurlandi, einkum frá Ólafsfirði og þar suður af en minna við Siglufjörð. Allmörg flekaflóð hafa fallið í þessum nýja snjó sem gefa til kynna að það sé léleg binding í snjóþekjunni.
04.02.2020 - 16:31
Viðtal
Segir aðstæður við leit hafa verið krefjandi
Lárus Steindór Björnsson, vettvangsstjóri Landsbjargar, segir að hæfasta fólk björgunarsveitanna hafi verið kallað út til leitar að manni sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnúkum fyrr í dag. Hann fannst eftir um klukkustundar leit og nærri tveimur klukkutímum eftir að flóðið féll. Lárus segir að krefjandi aðstæður hafi verið við leitina. Á leitarsvæðinu sé á og kalt í veðri.
29.01.2020 - 17:07
Myndskeið
Náðu fjórða bátnum á land á Flateyri
Báturinn Sjávarperlan náðist úr höfninni á Flateyri í dag og var flutt á land. Kjartan Jakob Hauksson, framkvæmdastjóri Sjótækni, segir að það hafi gengið vel í dag. Sex bátar slitnuðu frá bryggju og sukku í snjóflóði í síðustu viku.
24.01.2020 - 17:44
Vilja upphitaðan þyrlupall og betra viðbragð á Ísafirði
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill að upphitaður og upplýstur þyrlupallur verði gerður á Ísafjarðarflugvelli. Til þess að stytta viðbragðstíma leggur bæjarráðið það til við bæjarstjórn Ísafjarðar að aðstaða verði fyrir þyrlu á flugvellinum.
Telja íbúa ekki nægilega vel upplýsta um hættuástandið
Íbúar á Suðureyri telja að upplýsingum um hættuástand hafi ekki verið komið nægilega vel til skila í aðdraganda snjóflóðanna í síðustu viku. Þetta kom fram á íbúafundi í kvöld. 
20.01.2020 - 22:13
Fjórir vegir vaktaðir vegna snjóflóðahættu
Fjórir vegir eru vaktaðir vegna snjóflóðahættu. Verkefnastjóri segir nokkuð ljóst að snjóflóðahætta sé víðar þar sem engar ráðstafanir hafi verið gerðar. Vegfarendur geta fengið sms frá Vegagerðinni þegar snjóflóðahætta myndast. Vegurinn um Ljósavatnsskarð fer í vöktun næsta vetur.
Viðtal
Geta staðið straum af stórum tjónum
Náttúruhamfaratryggingar Íslands standa vel fjárhagslega og gætu staðið undir stórum tjónum, segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri þeirra. Allir fasteignaeigendur á Íslandi greiði til Náttúruhamfaratrygginga af iðgjöldum brunatrygginga. Fari tjón af einstökum atburði yfir tíu milljarða hafi Náttúruhamfaratryggingar endurtryggingar á erlendum markaði til að standa straum af þeim.
20.01.2020 - 08:22
Viðtal
Nýttu tímann í dag á meðan vel viðraði
Tíminn var vel nýttur á Flateyri í dag við hreinsun úr höfninni. Þar eru sex bátar sem þarf að ná upp eftir snjóflóðið á þriðjudagskvöld. Gott veður var í dag en spáð er vonskuveðri seint í kvöld.
18.01.2020 - 17:04
Myndskeið
„Aldrei of seint að vinna úr áföllum“
Snjóflóðin sem féllu á Flateyri á miðvikudagskvöld geta rifjað upp minningar frá því fyrir aldarfjórðungi, en 20 manns létust þegar flóð féll á þorpið árið 1995. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur LSH, segir að nú gæti verið tækifæri fyrir fólk að vinna úr fyrri áföllum.
16.01.2020 - 20:57
Myndskeið
Hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir skemmdirnar
Flóðbylgjan sem skall á Suðureyri olli tjóni á bílum, húsum og tækjum. Sjómaður á Suðureyri telur að brimvarnargarðurinn við þorpið hefði átt að koma í veg fyrir skemmdirnar en gerði það ekki. Umfang þeirra er ekki komið í ljós ennþá.
16.01.2020 - 19:57
Óvissustig á Flateyri á ný eftir lítið snjóflóð
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu var aftur lýst yfir við Flateyri nú klukkan sex eftir að lítið snjóflóð féll nokkuð utan byggðar á svæðinu. Stefnt var að því að opna Flateyrarveg þar sem Vegagerðin vann að mokstri í dag, en nú er bið á því að vegurinn opni á ný. Almannavarnir eru að meta ástandið.
16.01.2020 - 18:19
Með stærstu snjóflóðum á leiðigarða í heiminum
Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum á Flateyri. Niðurstöður benda til þess að flóðin eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum, en snjóflóðavarnargarðarnir ofan Flateyrar eiga að leiða flóð frá byggð en ekki stöðva þau.
16.01.2020 - 17:39
Almannavarnarstig fært niður á óvissustig
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við Lögreglustjórann á Vestfjörðum að færa almannavarnastig í umdæmi lögreglustjórans af neyðarstigi niður á óvissustig. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í hádeginu.
16.01.2020 - 12:24