Færslur: Snjóflóð

Einn slasaður eftir snjóflóð á Akureyri
Snjóflóð féll á svæðinu fyrir ofan skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri um klukkan eitt í dag. Einn skíðamaður lenti í flóðinu, hann grófst ekki undir en er slasaður. Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu.
06.05.2022 - 15:19
Sjónvarpsfrétt
Öðrum skíðamanninum haldið sofandi í öndunarvél
Vettvangsrannsókn hófst í Svarfaðadal í dag eftir að þrír bandarískir ferðamenn urðu þar undir snjóflóði í gærkvöldi. Einn þeirra lést í snjóflóðinu en hinir tveir eru alvarlega slasaðir. 
08.04.2022 - 22:10
Fleiri snjóflóð féllu dagana fyrir slysið
Snjóflóðið sem féll í Skeiðshyrnu í innanverðum Svarfaðardal í gær, þar sem einn lést og tveir til viðbótar slösuðust, var um 30 til 40 metra breitt. Samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar var flóðið ekki stórt, en virðist hafa fallið á töluverðum hraða niður bratta hlíð yfir urð og grjót. 
08.04.2022 - 14:35
Lést í snjóflóðinu í Svarfaðardal
Bandarísku ferðamennirnir sem lentu í snjóflóði í Svarfaðardal eru allir fæddir 1988. Þeir eru allir vanir fjallamenn og voru vel búnir. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið.
Einn hinna slösuðu fluttur á Landspítalann
Þrír lentu í snjóflóði í Svarfaðardal, nærri Dalvík, í kvöld. Laust fyrir miðnættið greindi Lögreglan á Norðurlandi vestra frá því að einn hinna slösuðu hefði verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann en hinir tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir snjóflóð í Svarfaðardal
Þrír urðu fyrir snjóflóði í Svarfaðardal nærri Dalvík í kvöld. Neyðarlínu barst tilkynning um snjóflóðið klukkan 19:10.
07.04.2022 - 20:22
Einn lést og fjórir slösuðust í snjóflóðum í Noregi
Einn lést og fjórir slösuðust í tveimur snjóflóðum sem féllu í Lyngen í Noregi í gær.
31.03.2022 - 03:44
Sögur af landi
„Þá heyri ég hávaðann þegar húsin splundrast“
„Þá heyri ég hávaðann þegar húsin splundrast og finn snjóinn koma upp og yfir mig. Þá vissi ég að þetta væri snjóflóð, ég vissi það um leið og allt brakaði. Svo fór ég bara af stað og stoppaði og ég vissi það líka að ég yrði grafinn upp,“ segir Unnsteinn Hjálmar Ólafsson sem lenti, ásamt föður sínum í snjóflóði í útihúsum sínum á Grund í Reykhólasveit 18. janúar 1995. Faðir Unnsteins, Ólafur Sveinsson, lést í flóðinu en Unnsteini var bjargað tæpum tólf tímum síðar.
30.03.2022 - 08:19
100 metra breitt snjóflóð á Skarðsströnd
Snjóflóð féll á Skarðsströnd í morgun sem lokaði veginum þar. Flóðið er um tveggja metra djúpt og hundrað metrar að lengd. Vegurinn var lokaður fram yfir hádegi í dag, en þar var mjög hvasst og snjóaði mikið.
22.02.2022 - 16:12
Hættustigi aflýst á Patreksfirði og fólk má snúa heim
Óvissustigi á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum og hættustigi á Patreksfirði, vegna snjóflóðahættu, hefur verið aflýst. Tuttugu og átta Patreksfirðingar fá því að snúa heim eftir að hafa þurft að rýma hús sín í gær.
Tíu ára dreng bjargað úr snjóflóði við Hveragerði
Tíu ára drengur grófst í snjóflóði undir Hamrinum við Hveragerði í dag, en bróðir drengsins og Hjálparsveit Skáta brugðust hratt við og björguðu honum undan snjónum. Foreldrar drengsins segja líðan hans góða eftir atvikum.
19.02.2022 - 16:32
Varað við snjóflóðum í fjöllum nærri þéttbýli
Vegna mikilla snjóalaga kann að skapast hætta á snjóflóðum úr fjöllum í eða við þéttbýli. Það á meðal annars við um Esjuna en Slysavarnafélagið Landsbjörg varar við að þar kunni að skapast töluverð hætta af snjóflóðum.
17.02.2022 - 15:22
Snjóflóð féll á veg um Skarðsströnd
Veginum um Skarðsströnd á Vesturlandi hefur verið lokað vegna snjóflóðs sem féll þar í kvöld.
14.02.2022 - 21:18
Óvissustigi og rýmingu aflétt á Vestfjörðum
Hættu- og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum. Þeim sem var gert að rýma heimili sín í gær fengu aftur að snúa til síns heima í morgun.
09.02.2022 - 11:57
Átta íbúðarhús rýmd og enn bætir í snjó
Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu. Þar hafa átta hús verið rýmd auk tveggja sveitabæja. Snjóflóðahætta er á nokkrum vegum en víðast hvar er ófært á Vestfjörðum.
Afganistan
Minnst 19 fórust á mörkum Afganistans og Pakistans
Minnst nítján manns fórust í snjóflóði við landamæri Pakistans og Afganistans í gær. Björgunarlið leitar enn allt að 20 manns sem enn er saknað. Þetta hefur Ritzau-fréttastofan eftir Mawlawi Najibullah, talsmanni talibana. Snjóflóðið féll í Dangam-sýslu í Kunar-héraði í austanverðu Afganistan, rétt við pakistönsku landamærin.
08.02.2022 - 04:13
Snjóflóð féll á Grenivíkurveg
Óveðrið sem gekk yfir í nótt og í morgun er að mestu gengið yfir norðanlands. Færð er almennt góð í þéttbýliskjörnum þó allir þjóðvegir í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra séu ófærir og sumir hverjir lokaðir.
Óvissustig vegna snjóflóðahættu
Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Mið-Norðurlandi frá og með miðnætti. Í gær og liðna nótt féllu mörg snjóflóð á noðranverðum Vestfjörðum, meðal annars í Skutulsfirði, í Álftafirði og í Önundarfirði. Á vef Veðurstofunnar segir að vitað sé um veikt lag í snjóþekjunni á Vestjörðum og á Norðurlandi sem getir verið varasamt ef fólk er á ferð um brattlendi.
06.02.2022 - 17:24
Snjóflóðahætta á Tröllaskaga og á Vestfjörðum
Talsverð snjóflóðahætta er á Tröllaskaga og á Vestfjörðum. Nokkur snjóflóð hafa fallið undanfarna daga á Vestfjörðum, þar á meðal úr hlíðinni ofan Flateyrar og yfir veg undir Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð. Vitað er um veikt lag í snjóþekjunni á Vestfjörðum segir á vef Veðurstofu Íslands. Það getur verið varasamt ef fólk er á ferð um brattlendi. Á Tröllaskaga hafa tvö flóð fallið yfir Ólafsfjarðarveg um helgina.
06.02.2022 - 10:07
Átta hafa dáið í snjóflóðum í Tíról um helgina
Átta manns hafa látið lífið í snjóflóðum í Tíról í vestanverðu Austurríki um helgina, þar sem mikil fannkoma fyrr í vikunni og hlýindi síðustu daga hafa skapað kjöraðstæður fyrir slíkar hamfarir.
06.02.2022 - 02:24
Fimm fórust í snjóflóði í Tíról
Fimm fórust í snjóflóði í Norður-Tíról í Austurríki í gær, einn heimamaður og fjórir Svíar. Austurríska ríkissjónvarpið ORF greinir frá þessu og hefur eftir lögreglu á staðnum. Einn Svíi til viðbótar slasaðist í snjóflóðinu og var fluttur á sjúkrahús. Snjóflóðið féll nærri þorpinu Spiss, rétt við svissnesku landamærin, um klukkan 13 á föstudag.
05.02.2022 - 02:38
Súðavíkurhlíð opin en verður lokað aftur
Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum. Óvissustig vegna ofanflóðhættu er í gildi á veginum. Vegagerðin áætlar að halda honum opnum til sex í kvöld en mögulegt er að lokað verði fyrr.
Súðavíkurhlíð lokuð - snjóflóð féll á veginn
Vegurinn um Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum er lokaður vegna snjóflóða. Veginum var lokað rétt fyrir hádegi þegar lítið snjóflóð féll úr hlíðinni og á veginn. Verið er að meta aðstæður með tilliti til snjóflóðahættu.
Áfram óvissustig í Súðavíkurhlíð
Vegagerðin hefur opnað vegina um Eyrarhlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum, en þeim var lokað í gærkvöld vegna snjóflóðahættu. Best er þó að hafa varann á þar sem það rignir enn mikið á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.
Segja Súðavíkurhlíðina stórhættulega
Íbúi í Súðavík segir ástandið á Súðavíkurhlíð vera óásættanlegt. Nokkur flóð hafi fallið á veginn meðan fólk var enn á ferðinni. Veginum hefur verið lokað.