Færslur: Snæfellsbær

Viðtal
Þaulsætnasti núverandi bæjarstjórinn er í Snæfellsbæ
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, er að hefja sitt sjöunda kjörtímabil. Hann hefur gegnt starfi bæjarstjóra í 24 ár og hefur enginn af nú starfandi framkvæmdastjórum sveitarfélags verið lengur í starfi. „Þetta er lífsstíll, ég hef alltaf sagt það. Ég hef rosalega gaman af samfélagsmálum og hef alltaf brunnið fyrir það,“ segir Kristinn.
Sjónvarpfrétt
Slípirokk þurfti til að ná styttunni úr eldflauginni
Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var í dag losuð út úr eldflaug sem tvær listakonur smíðuðu utan um hana. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar sótti styttuna og ók með hana í heimabæinn. Hann segir málið fáránlegt. 
Útvarpsfrétt og myndskeið
Stolna styttan af Guðríði á systur í bókasafni páfa
Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú þjófnað og eignaspjöll á styttu Ásmundar Sveinssonar sem tekið var ófrjálsri hendi af stalli styttunnar á Laugarbrekku á Snæfellsnesi.
Björn Haraldur í efsta sæti D-lista í Snæfellsbæ
Björn Haraldur Hilmarsson útibússtjóri skipar efsta sæti á D-lista Sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Listinn var samþykktur samhljóða á fundi í Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ í gærkvöld.
Mikið tjón í eldsvoða í Grundarfirði
Slökkviliði Grundarfjarðar með liðsinni Slökkviliðs Snæfellsbæjar tókst í kvöld að slökkva gríðarmikinn eld sem kviknaði í verkstæðishúsi í Grundarfirði. Eldurinn kom upp á sjöunda tímanum í kvöld.
08.03.2022 - 23:54
Sameining sveitarfélaga felld á Vesturlandi
Tillaga um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar var felld í dag eftir íbúakosningu sem fram fór í dag.