Færslur: smitrakning

Myndskeið
Ekki of seint að kynna endurbætt smitrakningarapp
Endurbætur á smitrakningarappi voru kynntar á upplýsingafundi almannavarna. Verkefnastjóri segir ekki of seint að betrumbæta appið. Landlæknir segir brýnt að virkja appið enda viðbúið að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum á næstunni.
Uppfærslan auðveldar rakningu þegar tengsl eru óþekkt
Smitrakningarapp embættis landlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Rakning C-19, hefur verið uppfært og nýtir nú Bluetooth-virkni snjalltækja til að styðja við rakningu smita.
Tveir með indverska afbrigðið og dvelja í sóttvarnahúsi
Þrjú kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Einn þeirra smituðu var ekki í sóttkví. Að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á eftir að greina uppruna þess smits betur. Eitt smit greindist á landamærunum. Almannavarnarstig vegna faraldursins verður fært af neyðarstig niður á hættustig í dag.
Smitrakningarappið fær andlitslyftingu og bláar tennur
Búið er að uppfæra virkni smitrakningarforritsins fyrir snjalltæki þannig að það nýtir nú bluetooth-virkni snjalltækja til að styðja við rakningu smita. Talsverðar tafir hafa verið á þessari uppfærslu.
11.05.2021 - 13:26
Einn fluttur á gjörgæslu með órakið smit utan sóttkvíar
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tvö af þeim voru á Sauðárkróki í sóttkví og þrjú á höfuðborgarsvæðinu. Eitt þeirra var ekki í sóttkví og var flutt á gjörgæslu með smit sem ekki hefur tekist að rekja. 
10.05.2021 - 12:02
Sjö smit og mikið lokað á Króknum
Alls hafa 7 greinst með Covid-19 og á þriðja hundrað verið sett í sóttkví á Sauðárkróki. Fjöldi sýna voru tekin í gær og í dag og ætla má að heildarfjöldinn sé um 400.
10.05.2021 - 08:09
Þrjú smit í Hrunamannahreppi
Þrjú kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Hrunamannahreppi. Ekki er kennt í grunnskólanum í dag og á mánudaginn. Leikskólinn er lokaður í dag og sundlaug og íþróttahús eru lokuð í dag og um helgina. 
30.04.2021 - 08:02
Talið að smit sé komið upp í grunnskóla Þorlákshafnar
Að minnsta kosti tveir grunnskólanemendur í Þorlákshöfn voru útsettir fyrir kórónuveirusmiti, eru komnir með einkenni og fara í sýnatöku á morgun. Nokkrir foreldrar hafa greinst með COVID-19.
Grunaður um að hafa smitað fólk viljandi af COVID-19
Fertugur Spánverji, búsettur í bænum Manacor á Mallorca, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa í janúar síðastliðnum viljandi smitað 22 af COVID-19.
25.04.2021 - 05:28
Bargestir 9. apríl boðaðir í skimun
Föstudaginn 9. apríl var COVID-sýktur einstaklingur á Íslenska barnum á Ingólfsstræti í Reykjavík. Þeir sem voru á barnum þann dag kunna að hafa verið útsettir fyrir COVID-19 og því hvattir til að fara í skimun. Þeir þurfa ekki að fara í sóttkví en eru beðnir að halda sig til hlés þar til niðurstaða berst. Frá þessu greinir barinn á Facebook og Vísir.is vakti athygli á færslunni í kvöld. 
18.04.2021 - 18:36
80 prósent vilja harðari aðgerðir á landamærunum
Alls virðast 92 prósent landsmanna frekar vilja að aðgerðir á landamærum verði hertar en aðgerðir innanlands, og um 80 prósent vilja mun harðari eða nokkuð harðari aðgerðir á landamærunum eins og staðan er nú. Aðeins eitt prósent kýs heldur að sóttvarnir innanlands verði hertar en aðgerðir á landamærunum. Þetta eru niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Ekkert hefur bólað á nýju rakningarappi
Tafir hafa orðið á útgáfu uppfærðs smitrakningarapps Landlæknisembættisins. Persónuvernd segir appið hafa skilað sér seinna þangað en Landlæknisembættið hélt fram opinberlega. Líklega styttist þó í útgáfu þess. 
Uppruni hópsýkingar í grunnskólum enn óþekktur
Uppruni hópsýkingar í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í mars er enn óþekktur. Þetta segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna. Flest smitanna greindust meðal barna í Laugarnesskóla en á einum degi greindust þar 11 börn með COVID-19. Í nokkra daga voru öll börn í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í sóttkví.
08.04.2021 - 14:18
Uppruni nokkurra smita enn óþekktur
Smitrakningarteymi almannavarna vinnur enn að því að rekja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Nú eru tæplega þrettán hundruð í sóttkví hér á landi og Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður rakningarteymisins, segist ekki búast við að þeim fjölgi mikið eftir smitrakningu í dag.
28.03.2021 - 18:07
Nemendur í 2. bekk Vesturbæjarskóla í sóttkví
Öllum börnum í 2. bekk Vesturbæjarskóla er gert að fara í sóttkví eftir að starfsmaður sem vinnur með árganginum greindist með COVID-19.
25.03.2021 - 00:04
Drengir og þjálfarar úr 5. flokki Þróttar í sóttkví
Nú er unnið að sótthreinsun íþróttahúss Þróttar eftir að kórónuveirusmit kom upp í fimmta flokka drengja. Búist er við að sótthreinsun ljúki síðar í dag, þá verður óhætt að opna húsið að nýju og gert ráð fyrir að æfingar verði með eðlilegum hætti síðdegis.
Nemandi í MK smitaður en enginn í sóttkví
Einn nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefur greinst með COVID-19. Guðríður Eldey Arnardóttir skólameistari segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða smitrakningar hafi leitt í ljós að ekki þurfi að senda nokkurn í sóttkví.
Nýja rakningarappið verður kynnt í næstu viku
Gangi áætlanir eftir verður ný útgáfa af rakningarappi Almannavarna kynnt á fimmtudaginn. Nýja útgáfan byggir á bluetooth-tækni og í dag verða gögn send Persónuvernd sem mun taka afstöðu til þess hvort notkun appsins standist persónuverndarlög. Hægt er að stilla svæðið sem appið nær til, eftir því hver staða faraldursins er hverju sinni.
19.03.2021 - 13:57
Þrjú smit í seinni skimun: Mikilvægt að virða sóttkví
Tuttugu og sex virk smit hafa greinst á landamærunum það sem af er mars. Þrír greindust með virk smit í seinni landamæraskimun í gær, og höfðu því ekki greinst í fyrri sýnatöku. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna, segir að það sýni hversu mikilvægt sé að fólk virði sóttkví við komuna til landsins og að aðstandendur þeirra sem eru nýkomnir til landsins umgangist þá ekkert fyrr en að lokinni sóttkví og seinni skimun.
16.03.2021 - 12:24
Viðtal
Enn betur sótthreinsað í Hörpu en vanalega
Starfsmenn tónleikahússins Hörpu sem voru þar við vinnu á föstudagskvöldið þurfa að fara í skimun og voru ekki að störfum í gær. Þetta kom fram í samtali við Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu í morgunútvarpi Rásar 2.
Biden lofar að bæta í við bólusetningar
Joe Biden, viðtakandi forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að ríkisstjórn hans myndi veita auknu fjármagni til uppbyggingar á sérstökum bólusetningarstöðvum.
Langflest nýgreind smit rakin til nánustu fjölskyldu
Langflestir sem hafa greinst með COVID-19 síðustu daga hafa smitast af fólki í nánustu fjölskyldu. Þetta segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna, í samtali við fréttastofu.
11.12.2020 - 11:50
Suður-Kóreumenn bregðast við aukinni útbreiðslu COVID
Gripið verður til hertra sóttvarnaraðgerða í Suður-Kóreu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu verður bannað að koma saman í höfuðborginni Seoul og nágrannasveitarfélögum.
07.12.2020 - 01:09
Sóttvarnalæknir tvisvar fengið leyfi til að eyða gögnum
Sóttvarnalæknir hefur í tvígang fengið heimild frá Þjóðskjalasafni, eftir að COVID-19 faraldurinn hófst hér á landi, til að eyða opinberum gögnum sem safnað hefur verið um fólk vegna smitrakningar þess.
Myndskeið
Mest smitandi einum til tveimur dögum fyrir veikindi
Smitsjúkdómalæknir segir erfitt að ná utan um faraldurinn þar sem hver einstaklingur smiti að jafnaði einn til fjóra aðra, áður en hann geri sér grein fyrir að hann sé veikur. Þeir sem fái einkenni séu mest smitandi einum til tveimur dögum áður en þeir veikjast.
15.10.2020 - 19:11