Færslur: Smit

Myndskeið
Nýtt spálíkan á leið í hagstæða átt
Forsvarsmaður spálíkans Háskóla Íslands um þróun kórónuveirufaraldursins segir leiðina vera í rétta átt en það gangi hægt. Mikill vöxtur á faraldrinum í nágrannalöndunum geti sett strik í reikninginn ef ekki farið með gát. 
26 ný innanlandssmit, 19 voru í sóttkví
26 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru 19 í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr tveimur sýnum sem voru tekin við landamærin.
11 ný smit innanlands í gær – 6 í sóttkví
11 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru sex í sóttkví. Svo fá smit hafa ekki greinst hér á landi síðan 14. september síðastliðinn.
10.11.2020 - 10:59
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, laus úr sóttkví
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú laus úr sóttkví. Hann fór í skimun í morgun.
09.11.2020 - 12:05
Eitt smit utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra
Það var mikið álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina og má búast við því að innlögnum vegna COVID-19 fjölgi áfram í vikunni. Aðeins eitt smit greindist utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra um helgina.
Margir á sjúkrahúsi – þrír lagðir inn á Akureyri
Áttatíu liggja nú með COVID-19 á sjúkrahúsi. Þar af eru sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir skilar fljótlega nýjum tillögum. Tveir létust úr COVID 19 á Landspítalanum í gær. 
13 smit innanlands í gær og fimm þeirra voru í sóttkví
13 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamærin, tveir greindust með mótefni þar og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnum.
08.11.2020 - 11:02
Getum glaðst en ekki slakað, segir Þórólfur
Sóttvarnalæknir er ánægður með hvað almenningur tekur vel við sér og fer eftir tilmælum. Af 25 smitum í gær voru aðeins fimm utan sóttkvíar. Hæst hlutfall smita er á Norðurlandi eystra. Hann segir að þótt hægt sé að gleðjast yfir fækkun smita undanfarið þýði það ekki að hægt sé að hætta takmörkunum. Hann vonar að þó verði hægt að slaka að einhverju leyti á í náinni framtíð. 
Myndskeið
Hrósum ekki sigri strax þótt smitum hafi fækkað
Taka verður sóttvarnir mjög alvarlega næstu þrjár vikur segir forsvarsmaður spálíkans háskólans. Ekki sé hægt að fagna sigri þótt mörg jákvæð teikn séu á lofti. 
Átta COVID-sjúklingar lagðir á Landspítalann í gærkvöld
Mikið álag er nú á Landspítalanum og í gærkvöld voru lagðir þar inn átta sjúklingar með COVID-19, segir Víðir Reynisson. Aðeins nítján smit greindust í gær. Ein vika hefur nú liðið þar sem fá smit hafa greinst. 
06.11.2020 - 12:44
Minnsti fjöldi smita síðan þriðja bylgjan hófst
19 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og hafa ekki jafnfá smit greinst frá 16. september. Tveimur dögum síðar, 18. september, greindust 75 smit og þá sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og forvarsmaður COVID- spálíkans Háskóla Íslands, að þriðja bylgja faraldursins væri hafin.
19 smit greindust innanlands í gær - 78 á sjúkrahúsi
19 ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í gær. Þar af voru 12 í sóttkví. Þrjú virk smit greindust við landamærin og fjórir bíða niðurstöðu mótefnamælingar þar. Nýgengi heldur áfram að lækka og er nú 177,8.
06.11.2020 - 10:55
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar í sóttkví
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar er kominn í sjálfskipaða sóttkví. Hann tilkynnti þetta á Facebook eftir að einhver nákominn honum greindist með COVID-19.
05.11.2020 - 12:13
Níu rúma COVID-deild opnuð á Landakoti
COVID-deild með níu einbýlum var opnuð á Landakoti á laugardaginn. Henni er ætlað að bregðast við mikilli þörf fyrir innlagnir fólks með sjúkdóminn.
02.11.2020 - 15:07
26 ný smit, tíu ekki í sóttkví
26 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru tíu ekki í sóttkví. Sex smit greindust á landamærunum og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr einni sýnatöku þar frá því fyrr í vikunni. Nýgengi innanlandssmita er 198, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 202,3.
Aðgerðir hertar í Austurríki
Austurríska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að gripið yrði til veigamikilla lokana og útgöngubanns til að bregðast við aukinni útbreiðslu kórónuveirufaraldursins þar í landi.
31.10.2020 - 17:52
50 smit greindust innanlands – 50 á sjúkrahúsi
50 greindust með kórónuveiruna í gær, en af þeim voru 22 í sóttkví og 28 utan sóttkvíar. Þrjú smit greindust við landamæraskimun og þá er beðið niðurstöðu mótefnamælingar á 11 sýnum sem tekin voru við landamærin.
Biðlistar á Reykjalundi aldrei lengri og munu lengjast
Ljóst er að biðlistar á Reykjalundi muni lengjast verulega eftir að fresta þurfti meðferðum á annað hundrað manns vegna kórónuveirusmita sem þar komu þar. Þetta segir forstjóri Reykjalundar. Hann segir óvíst hvort fleiri sjúklingar verði teknir þangað af Landspítala til að létta undir spítalanum sem nú starfar á neyðarstigi.
Yfir milljón kórónuveirutilfelli í Kólumbíu
Yfir milljón kórónuveirutilfelli hafa verið skráð í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á síðasta sólarhring bættust við tæplega níu þúsund tilfelli en það fyrsta var skráð í landinu 6. mars. Yfir 30 þúsund hafa látist af völdum COVID-19.
25.10.2020 - 00:41
33 innanlandssmit - 20 voru í sóttkví
33 ný innanlandssmit greindust hér á landi í gær. 20 þeirra voru í sóttkví við greiningu. Það er minna en í gær og nýgengi innanlandssmita, er nú 248,7 sem er talsvert lægra en í gær. 21 er á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu með COVID-19.
Metfjöldi kórónuveirusmita í Þýskalandi
Alls greindust 11.287 ný kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær samkvæmt upplýsingum Robert Koch stofnunarinnar. Það er mesti fjöldi nýrra smita á einum sólarhring þar í landi frá því að faraldurinn braust út.
22.10.2020 - 03:24
Tæpur helmingur nemenda Seljaskóla í sóttkví
304 nemendur  í fimm árgöngum í Seljaskóla í Breiðholti og á fjórða tug starfsmanna skólans eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að smit kom upp í tveimur árgöngum í skólanum í gær. Þetta er hátt í helmingur af nemendafjölda skólans.
21.10.2020 - 09:12
19 af 33 sem voru ekki í sóttkví geta ekki hafa smitað
Nítján af þeim 33 sem voru ekki í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær voru í áhöfninni á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270. Mbl.is hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að áhöfnin geti ekki hafa smitað fólk utan skipsins.
20.10.2020 - 12:58
Innlent · COVID-19 · Sýnataka · Smit
62 smit innanlands í gær – tæpur helmingur í sóttkví
62 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. 33 þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví en það er þónokkuð hærra hlutfall en verið hefur síðustu daga.
20.10.2020 - 11:04
Innlent · COVID-19 · Smit
„Við undirbúum allar mögulegar sviðsmyndir“
Fundi farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar Landspítala lauk rétt fyrir hádegi. Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala sagði eftir fundinn að staðan væri góð á spítalanum þrátt fyrir mikið álag. Starfsfólk búi að reynslunni síðan í vor og þróun smita undanfarna daga gæti bent til þess að faraldurinn sé að hægja á sér.