Færslur: Smit

Biðlistar á Reykjalundi aldrei lengri og munu lengjast
Ljóst er að biðlistar á Reykjalundi muni lengjast verulega eftir að fresta þurfti meðferðum á annað hundrað manns vegna kórónuveirusmita sem þar komu þar. Þetta segir forstjóri Reykjalundar. Hann segir óvíst hvort fleiri sjúklingar verði teknir þangað af Landspítala til að létta undir spítalanum sem nú starfar á neyðarstigi.
Yfir milljón kórónuveirutilfelli í Kólumbíu
Yfir milljón kórónuveirutilfelli hafa verið skráð í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á síðasta sólarhring bættust við tæplega níu þúsund tilfelli en það fyrsta var skráð í landinu 6. mars. Yfir 30 þúsund hafa látist af völdum COVID-19.
25.10.2020 - 00:41
33 innanlandssmit - 20 voru í sóttkví
33 ný innanlandssmit greindust hér á landi í gær. 20 þeirra voru í sóttkví við greiningu. Það er minna en í gær og nýgengi innanlandssmita, er nú 248,7 sem er talsvert lægra en í gær. 21 er á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu með COVID-19.
Metfjöldi kórónuveirusmita í Þýskalandi
Alls greindust 11.287 ný kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær samkvæmt upplýsingum Robert Koch stofnunarinnar. Það er mesti fjöldi nýrra smita á einum sólarhring þar í landi frá því að faraldurinn braust út.
22.10.2020 - 03:24
Tæpur helmingur nemenda Seljaskóla í sóttkví
304 nemendur  í fimm árgöngum í Seljaskóla í Breiðholti og á fjórða tug starfsmanna skólans eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að smit kom upp í tveimur árgöngum í skólanum í gær. Þetta er hátt í helmingur af nemendafjölda skólans.
21.10.2020 - 09:12
19 af 33 sem voru ekki í sóttkví geta ekki hafa smitað
Nítján af þeim 33 sem voru ekki í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær voru í áhöfninni á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270. Mbl.is hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að áhöfnin geti ekki hafa smitað fólk utan skipsins.
20.10.2020 - 12:58
Innlent · COVID-19 · Sýnataka · Smit
62 smit innanlands í gær – tæpur helmingur í sóttkví
62 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. 33 þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví en það er þónokkuð hærra hlutfall en verið hefur síðustu daga.
20.10.2020 - 11:04
Innlent · COVID-19 · Smit
„Við undirbúum allar mögulegar sviðsmyndir“
Fundi farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar Landspítala lauk rétt fyrir hádegi. Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala sagði eftir fundinn að staðan væri góð á spítalanum þrátt fyrir mikið álag. Starfsfólk búi að reynslunni síðan í vor og þróun smita undanfarna daga gæti bent til þess að faraldurinn sé að hægja á sér.
Myndskeið
Þórólfur: Verra en í vor
Áttatíuogeinn greindist með kórónuveirusmit í gær og voru langflestir þeirra í sóttkví. Nú eru 1.170 manns með smit og 3.035 í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir að lengri tíma taki að ná kúrfuinni niður en í vor því veiran hafi dreift sér víðar. 
900 börn í borginni í sóttkví og smit í 35 skólum
Hátt í 900 börn í leik- og grunnskólum Reykjavíkur eru nú í sóttkví. Sjö leikskólabörn hafa greinst með kórónuveiruna og 34 grunnskólabörn. Smit hafa komið upp í 25 af 44 grunnskólum borgarinnar og í tíu af 88 leikskólum.
13.10.2020 - 14:04
50 innanlandssmit, 33 í sóttkví og færri á sjúkrahúsi
50 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir landamæraskimun. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 240,3 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267,2. Í gær var það 237,3 og hækkar því aðeins á milli daga.
12.10.2020 - 11:06
Brúðkaupsdagurinn 10102020 COVID að bráð
Nokkuð er um að pör hafi afbókað fyrirhugaðar hjónavígslur í gær 10. október 2020, vegna samkomutakmarkana. Allmörg hjónaefni horfðu hýru auga til þessarar skemmtilega samsettu dagsetningar sem hægt er að skrifa 10102020.
11.10.2020 - 15:00
Sextíu innanlandssmit í gær
60 innanlandssmit greindust í gær. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 237,3 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267. Í gær var það 226 og hækkar því aðeins á milli daga.
11.10.2020 - 11:12
87 smit greindust í gær – nýgengi smita er 226
87 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 97 í fyrradag. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 226 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267. Í gær var það 215 og hækkar því nokkuð á milli daga.
10.10.2020 - 11:05
Viðtal
Engin þörf á lokunum - mikið lagt upp úr smitvörnum
Með því að leyfa bardagaklúbbum og öðru snertisporti að halda áfram en loka líkamsræktarstöðvum er verið að senda almenningi þau skilaboð að þær séu stórhættulegir staðir. Þetta sagði Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. 
Dagdvöl Hrafnistu lokað vegna kórónuveirusmits
Dagdvalargestur í Röst hjá Hrafnistu við Sléttuveg hefur greinst með kórónuveirusmit. Því hefur dagdvölinni verið lokað tímabundið til 12. október næstkomandi.
09.10.2020 - 09:12
Telur ríka ástæðu fyrir Akureyringa að vera á varðbergi
Yfirlæknir telur hættu á að smitum fjölgi á Akureyri næstu daga og full ástæða sé fyrir bæjarbúa að vera á verði. Fjöldi fólks kom saman á listahátíð og Dekurdögum á Akureyri um helgina og nær uppbókað var á einu stærsta hóteli bæjarins.
Leikhúsunum verður lokað
Öllum sýningum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins hefur verið aflýst í að minnsta kosti næstu tvær vikurnar. Þetta er gert í samræmi við tilmæli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í dag um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu.
06.10.2020 - 17:38
Á sjötta tug smita rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs
Á sjötta tug COVID-19 smita hafa nú verið rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. Þetta er eina stóra hópsmitið sem nú er verið að rekja og allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins hafa verið boðaðir í skimun.
06.10.2020 - 16:51
Enginn komi á Landspítala nema nauðsyn beri til
Sjúklingar eru nú einungis boðaðir á Landspítala þyki nauðsyn til og sinna á sem flestum með símaviðtölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala.
06.10.2020 - 14:15
Þórólfur og Víðir halda upplýsingafund í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 15:00 í dag í Katrínartúni 2, 2. hæð. Þar fara Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.
06.10.2020 - 11:20
Íbúar Eirar lausir úr sóttkví - 5 á COVID-deild
Sóttkví hefur verið aflétt á hjúkrunarheimilinu Eir eftir að skimun á íbúum sýndi að engin ný COVID-19 smit höfðu komið upp á heimilinu. Fimm íbúar á Eir og tveir starfsmenn þar greindust í síðustu viku og fóru þá allir íbúar deildarinnar, þar sem smitið greindist, í sóttkví.
06.10.2020 - 10:10
Þórólfur: „Mér sýnist að þetta sé komið í veldisvöxt“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjöldi smita sem greindist í gær sé töluvert meiri en hann hefði viljað sjá. Fjölgun smita hafi verið í línulegum vexti. en þróunin undanfarna tvo daga bendi til þess að það sé breytt. Hann hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um hertar sóttvarnaaraðgerðir.
03.10.2020 - 11:43
61 smit innanlands - 39 utan sóttkvíar
61 greindist með COVID-19 smit í gær. Þar af voru 39 utan sóttkvíar. Þetta er mesti fjöldi smita síðan 18. september. 11 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Meirihlutinn, 55 manns, greindust við svokallaða einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, fimm greindust í sóttkvíar- og handahófsskimunum og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu.
03.10.2020 - 11:06
Hrafnistu lokað vegna COVID-smits og allir í sóttkví
Viðbúnaðarstig var virkjað í kvöld á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Ísafold í Garðabæ eftir að COVID-19 smit var staðfest hjá íbúa. Heimilinu hefur nú verið lokað fyrir gestum og utanaðkomand aðilum og eru allir íbúar í sóttkví á meðan unnið er að nánari greiningu.
02.10.2020 - 22:49
Innlent · COVID-19 · Hrafnista · Aldraðir · Smit