Færslur: Smálönd

Maður á áttræðisaldri skotinn til bana í Smálöndum
Karlmaður á áttræðisaldri lést í skotárás í bænum Växjö í sænsku Smálöndunum á þriðjudagskvöld. Frá þessu er greint á vef sænska ríkissjónvarpsins SVT. Þar segir að maðurinn hafi verið skotinn í íbúðahverfinu Teleborg um klukkan átján að staðartíma og verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Málið er rannsakað sem morð og var lögregla með mikinn viðbúnað á og við vettvang brotsins.

Mest lesið