Færslur: Slys

Konan lést í gærkvöldi eftir slysið í Skötufirði
Konan sem var í bílnum sem hafnaði í sjónum í Skötufirði í gærmorgun, lést seint í gærkvöldi. Ungt barn hennar og eiginmaður eru enn á sjúkrahúsi undir læknishöndum. Konan, Kamila Majewska, var á þrítugsaldri og búsett á Flateyri ásamt fjölskyldu sinni. Þau voru á leið heim til sín í sóttkví eftir að hafa komið til landsins frá Póllandi um nóttina.
17.01.2021 - 10:41
Hátt í tuttugu manns úr björguninni í úrvinnslusóttkví
Hátt í tuttugu manns, sem komu að björgun fólksins úr bílnum sem lenti í sjónum í Skötufirði í morgun, eru komin í úrvinnslusóttkví. Í bílnum var fjölskylda, maður og kona fædd 1989 og 1991, og ungt barn þeirra. Þau komu frá Póllandi í nótt og voru á leið heim til sín í sóttkví eftir fyrri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli.
16.01.2021 - 15:38
Myndband
Þyrlurnar komnar frá Skötufirði með fólkið
Öll þau sem voru í bílnum sem fór út af Djúpvegi í Skötufirði og hafnaði í sjónum í morgun eru komin á spítala í Reykjavík. Í bílnum var fjölskylda; maður, kona og lítið barn. Fjórir vegfarendur á þremur bílum náðu fólkinu úr bílnum og hófu björgunaraðgerðir áður en björgunarsveitir komu á vettvang.
16.01.2021 - 13:07
Útvarp
Björgun hafin í Skötufirði - fjölskylda var í bílnum
Bíll með þremur innanborðs, manni, konu og barni, fór í sjóinn í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum á ellefta tímanum í morgun. Slysið er alvarlegt og var Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð virkjuð. Þvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn. Vegfarendur tilkynntu um slysið og er sagt að þeir hafi unnið þrekvirki. Flughált er á vegum á Vestfjörðum. Búið er að ná fólkinu úr bílnum.
Ekki fyrsta slysið í kastalanum sem tilkynnt er um
Slys sem varð í leikkastala við Snælandsskóla í Kópavogi í nóvember er ekki fyrsta slysið sem tilkynnt hefur verið um. Í apríl féll ungur drengur úr kastalanum. Þrátt fyrir að tilkynnt væri um atvikið var ekki gripið til aðgerða. Forsvarsmenn Garðabæjar ætla að ráðast í úttekt á þeim leikkastölum sem settir hafa verið upp í bænum.
07.01.2021 - 12:56
Myndskeið
Slasaðist við fall úr leiktæki: „Ég var alveg máttlaus“
Sex ára drengur stórslasaðist þegar hann féll úr þriggja metra hæð úr leikkastala við skóla í Kópavogi í nóvember. Hann gat ekki hreyft fæturna fyrst eftir slysið. Kastalinn uppfyllir erlenda öryggisstaðla en öryggissérfræðingur segir að hann sé stórhættulegur og ætlar að fara fram á að stöðlum verði breytt. Móðir drengsins óttast fleiri slys við sambærilega kastala á öðrum skólalóðum.
05.01.2021 - 19:09
Þyrla og björgunarsveitir sækja slasaðan mann á Esju
Björgunarsveitir, slökkvilið og þyrla Landhelgisgæslunnar eru á leið að Esju þar sem göngumaður rann og slasaðist. Slysið varð í mikilli hæð í Gunnlaugsskarði, að sögn varðstjóra slökkviliðs, og aðstæður eru erfiðar.
05.12.2020 - 13:24
Myndskeið
Lítil flugvél magalenti á Ísafjarðarflugvelli
Lítil flugvél magalenti á Ísafjarðarflugvelli upp úr klukkan fjögur í dag rétt eftir að hafa tekið á loft.
21.08.2020 - 20:38
Myndskeið
Mikill viðbúnaður í Reykjavíkurhöfn
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan tíu í kvöld eftir að sjóþota (e. jet-ski) og gúmmíbátur rákust saman rétt fyrir austan Hörpu. Tveir voru á sjóþotunni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni slasaðist annar þeirra talsvert. Ekki er talið að hann sé í lífshættu.
17.08.2020 - 22:39
Tvær konur sluppu naumlega undan grjótskriðu í Esjunni
Á ellefta tímanum í morgun sluppu tvær konur naumlega undan stórri grjótskriðu sem féll í Esjunni. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsl. Lögregla metur nú hvort setja eigi varúðarmerkingar á svæðið.
05.07.2020 - 14:50
Mótorhjólaslys á Reykjanesi
Maður var fluttur á slysadeild landspítalans í Fossvogi eftir mótorhjólaslys á Nesvegi, milli Reykjanesvirkjunar og Grindavíkur, laust fyrir klukkan níu í kvöld. Að sögn varðstjóra hjá brunavörnum Suðurnesja lenti hjólið utan vegar. Ekki er vitað um tildrög slyssins, eða hversu alvarlega maðurinn er slasaður.
03.07.2020 - 00:28
Björguðu konu sem slasaðist á fæti
Kona slasaðist á fæti við Hróðmundartind á Hengilssvæðinu í kvöld og gat ekki gengið til baka af sjálfsdáðum. Björgunarsveitir komust til konunnar á sexhjóli og flytja hana nú til móts við sjúkrabíl.
17.06.2020 - 00:38
Nokkrar annir hjá lögreglu
Nokkrar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt.
11.06.2020 - 06:21
Innlent · Lögreglan · Glæpir · Slys · Bruni · partý
Myndskeið
Slysum vegna rafhlaupahjóla fer fjölgandi
Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir slysum vegna rafhlaupahjóla fara fjölgandi, stundum séu þau jafnvel nokkur á dag. Hann segir mikilvægt að umgangast þau eins og farartæki, nota hjálm og virða umferðarreglur. Hjálmur kom í veg fyrir að níu ára strákur í Kópavogi slsaðist illa þegar hann ók á ljósastaur.
06.06.2020 - 18:36
Lést af slysförum eftir fall úr stiga á Akranesi
Kona á fertugsaldri lést af slysförum á Akranesi á fimmtudag þegar hún féll niður úr stiga og er talin hafa lent á höfðinu. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann telur að fall konunnar hafi verið um þrír metrar úr stiganum.
16.02.2020 - 13:46
Innlent · Vesturland · Akranes · Slys
Ástand drengjanna óbreytt
Ástand tveggja drengja, sem slösuðust alvarlega þegar bíll fór í sjóinn við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði á föstudagskvöld, er óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Drengirnir eru fæddir 2002 og 2004. Þriðji drengurinn, einnig fæddur 2002, komst sjálfur út úr bílnum. Hann sat í farþegasæti bílsins.
19.01.2020 - 12:15
TF-EIR sótti slasaðan skipverja
Áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, sótti slasaðan skipverja um 40 mílur austur af Norðfjarðarhorni í morgun. Honum var flogið til Egilsstaða þar sem sjúkraflugvél Mýflugs beið og flaug honum áfram á sjúkrahús í Reykjavík.
13.01.2020 - 13:11
Fjórir fluttir með þyrlu af slysstað
Umferðarslys varð á Biskupstungnabraut nærri Myrkholti, miðja vegu milli Geysis og Gullfoss, um klukkan 16 í dag. Það var ekki eins alvarlegt og óttast var í fyrstu. Fjöldi sjúkraflutningamanna var sendur á vettvang. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi þá lentu 15 í slysinu samkvæmt fyrstu talningu og fjórir taldir vera slasaðir, þó ekki alvarlega.
30.12.2019 - 16:22
Lík piltsins sem féll í Núpá fundið
Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að lík hefði fundist í Núpá við Fossgil í Eyjafirði. Talið er að líkið sé af piltinum Leif Magnúsi Grétarssyni Thisland sem leitað hefur verið síðan á miðvikudagskvöld. Rétt fyrir klukkan þrjú var lögreglan upplýst um að björgunarmenn hefðu náð líkinu úr ánni. Var það flutt með þyrlu til Akureyrar. Aðstandendur drengsins hafa verið upplýstir sem og norska sendiráðið á Íslandi.
13.12.2019 - 14:58
Hercules danska hersins á leið til Akureyrar
C130 Hercules flugvél danska flughersins er lent á Reykjavíkurflugvelli. Landhelgisgæslan óskaði eftir aðstoð frá danska flughernum vegna leitar sem nú stendur yfir í Sölvadal og ástandsins sem hefur skapast vegna óveðursins.
12.12.2019 - 12:00
Rúmlega 50 hafa leitað á slysadeild sökum hálkuslysa
Allt að 55 hafa leitað á slysadeild Landspítalans frá því í gærkvöld, eftir hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu. Á milli klukkan átta í gærkvöldi, þegar þeir fyrstu byrjuðu að koma á slysadeildina, og klukkan átta í morgun leituðu fimmtán þangað. Síðan þá hafa tæplega fjörutíu bæst við, segir Jón Magnús Kristjáns­son, yfir­lækn­ir bráðalækn­inga á Land­spít­al­an­um. Áfram er varað við hálku víða um land.
29.11.2019 - 18:37
Innlent · Veður · Landspítali · hálkuslys · Slys · Hálka · færð
Ekið á hjólreiðamann á Akureyri
Ekið var á hjólreiðamann á Akureyri laust eftir klukkan tvö í dag. Slysið varð á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti. Hjólreiðamaðurinn var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um ástand hans.
22.11.2019 - 14:52
 · Innlent · Akureyri · Slys · Umferðarslys · hjólreiðar
Sjúkraflutningamenn slösuðust er farþegum var bjargað
Rúta með 23 farþegum fór út af veginum og ofan í Hofsá, sem er undir Eyjafjöllum, um áttaleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og Slysavarnarfélaginu Landsbjörg eru farþegar rútunnar ómeiddir. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir að tveir sjúkraflutningamenn hafi slasast lítillega í óveðrinu þegar björgunaraðgerðir stóðu yfir. Þeir fuku til og duttu.
19.11.2019 - 09:14
Innlent · Suðurland · Slys · Hofsá
Myndskeið
„Maður veit aldrei hvað báturinn endist lengi þarna“
Fjórum var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöld þegar tuttugu og eins tonns fiskibátur strandaði við Gölt í utanverðum Súgandafirði í gærkvöld. „Þeir voru í töluverðri hættu. Maður veit aldrei hvað báturinn endist lengi þarna. Það braut á honum allan tímann,“ segir Auðunn Friðrik Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
14.11.2019 - 08:23
Rjúpnaveiðimaður varð fyrir slysaskoti
Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um að rjúpnaveiðimaður á sjötugsaldri hafi orðið fyrir slysaskoti í Eldhrauni, skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur, laust eftir klukkan þrjú í dag. Skotið hafnaði í öðrum fæti mannsins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
01.11.2019 - 21:12