Færslur: Slys

Lést eftir umferðarslys á Akureyri
Maðurinn sem ekið var á í miðbæ Akureyrar í gær er látinn. Þetta segir í tilkynningu sem Lögreglan á Norðurlandi eystra birti á Facebook.
10.08.2022 - 20:14
87 á sjúkrahúsi eftir alvarlegan gasleka á Indlandi
Minnst 87 konur hafa verið lagðar inn á sjúkrahús í Atchyutapuram-borg á Indlandi eftir að gasleki kom upp í fataverksmiðju í borginni. AFP hefur þetta eftir staðarmiðlum.
03.08.2022 - 05:24
Erlent · Asía · Indland · Slys
Barnið sem féll út um glugga er á öðru aldursári
Barn var flutt á bráðamóttöku síðdegis í gær eftir að það datt út um glugga á fjölbýlishúsi í Reykjavík og féll um fimmtán metra til jarðar.
24.07.2022 - 11:17
Lést eftir eftirför lögreglu á Akrafjallsvegi
Ökumaður lést eftir að hann missti stjórn á bíl sínum og hafnaði utan vegar við eftirför lögreglu á Akrafjallsvegi í gærkvöldi. Þetta segir Lögreglan á Vesturlandi í tilkynningu. Þar segir bíllinn hafi oltið nokkrum sinnum og haft er eftir sjónarvottum að ökumaðurinn hafi kastast út úr bifreiðinni. Endurlífgun lögreglu og sjúkraliðs á vettvangi bar ekki árangur.
23.07.2022 - 11:18
Þyrlan flutti slasaðan farþega skips á Landspítala
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld til þess að sækja slasaðan farþega um borð í skemmtiferðaskipi.
Bíll festist í Steinsholtsá
Björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk voru kallaðir út rétt fyrir sex í dag að Steinsholtsá eftir að vegfarendur tilkynntu um fastan bíl út í miðri á. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu.
10.07.2022 - 19:37
Hundur lifði af 20 metra fall fram af þverhnípi
Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í kvöld vegna hunds sem hafði fallið um tuttugu metra fram af kletti. Hundurinn rotaðist við höggið, en rankaði svo við sér nokkru síðar.
05.07.2022 - 22:49
Innlent · Landsbjörg · Björgunarsveit · Hundur · Dýr · Slys · Fall · Dýralæknir
Þetta helst
Dauðsföllin í Reynisfjöru
Tugir ferðamanna hafa lent í bráðri lífshættu við Reynisfjöru undanfarin ár. Gráðugt Atlantshafsbrimið hefur tekið þar fimm líf síðan 2013, síðast núna fyrr í þessum mánuði. „Snúðu aldrei baki í öldurnar,“ segja heimamenn. Í Þetta helst skoðum við sögu og stöðu þessa rómaða og banvæna ferðamannastaðar sem hefur aftur og aftur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir náttúrufegurð án hliðstæðu.
24.06.2022 - 15:18
Rannsaka drukknun 27 flóttamanna á Ermarsundi
Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að rannsaka drukknun 27 flóttamanna, sem reyndu að sigla yfir Ermarsund í nóvember á síðasta ári. Ákvörðunina tók Grant Shapps, samgöngumálaráðherra í Bretlandi, í samráði við átta aðstandendur fórnarlambanna.
02.06.2022 - 04:47
Erlent · Slys · Ermasund · Bretland · Frakkland · Flóttamenn · Drukknun · Sjóslys
Franskur ferðamaður féll 15 metra í Vestmannaeyjum
Franskur ferðamaður sem féll um fimmtán metra lóðrétt við fjallgöngu í Vestmannaeyjum var fyrir skömmu fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Ferðamaðurinn hafði verið að gangi fyrir ofan Stafsnes, vestan við Herjólfsdal.
28.05.2022 - 13:44
Allir um borð í vél China Eastern fórust
Allir þeir 132 sem voru um borð í flugvél China Eastern sem hrapaði í suðurhluta Kína á mánudag fórust í slysinu. Kínverskir ríkismiðlar greina frá þessu.
26.03.2022 - 14:43
Erlent · Kína · flugslys · flug · Slys
Slasaðist illa undir Hoffelli
Björgunarsveitir á Austfjörðum voru kallaðar út rétt fyrir hálf fjögur í dag eftir að vélslaðamaður slasaðist illa undir Hoffelli á Fáskrúðsfirði.
04.03.2022 - 18:00
Viðtal
Nota kafbát til að sækja hina látnu í Þingvallavatni
Um sextíu manns vinna að því við Þingvallavatn að ná flugvélinni TF-ABB og líkum mannanna fjögurra sem fórust með henni á fimmtudaginn, upp úr vatninu. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, segir ætlunina að sækja lík mannanna áður en myrkur skellur á.
10.02.2022 - 17:59
Sjónvarpsfrétt
Hoppukastalaslysið - hópur til stuðnings Klöru
Rannsókn lögreglunnar á hoppukastalaslysinu á Akureyri í fyrrasumar er langt komin. Sex ára stúlka sem slasaðist mjög alvarlega er ennþá í endurhæfingu. Hún er ofurhetja segir einn stofnenda stuðningshóps á Facebook. Móðir stúlkunnar var öðrum hvatning til að taka rækilega á í útivist og hreyfingu. 
Enginn slasaðist þegar rúta lenti utan vegar
Björgunarsveitin á Hvammstanga sótti farþega rútu sem lenti utan vegar á Holtavörðuheiði í nótt og flutti í Staðarskála. Þetta segir í tilkynningu frá Landsbjörgu en sveitin var kölluð út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.
16.12.2021 - 07:11
Minnst 60 látnir eftir sprengingu í olíuflutningabíl
Yfir sextíu manns eru taldir af eftir að olíuflutningbíll sprakk á norður Haítí, í borginni Cap-Haïtien í dag. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu.
14.12.2021 - 23:36
Erlent · Erlent · Haítí · Sprenging · Slys · Bílslys · Bílbruni · sjúkrahús · Þjóðarsorg
Miklu færri börn látast af slysförum en áður
Dánartíðni barna hér á landi er margfalt lægri en fyrir fimmtíu árum og sérstaklega hefur þeim fækkað sem látast af slysförum. Á árunum 1971-1978 létust 188 börn af slysförum, hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndunum, en mjög tók að draga úr dánartíðni vegna slysa á seinni hluta 20. aldar og til samanburðar voru dauðsföllin 31 á tímabilinu 2009-2018.
18.10.2021 - 15:48
Maður fluttur á slysadeild eftir fjallahjólaslys
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að Esjunni í dag um klukkan hálf þrjú, vegna manns sem slasaðist við fjallahjólreiðar. Maðurinn nokkuð hátt uppi þegar slysið varð, eða um 300-400 metra. Hann var fluttur niður af fjallinu á sexhjóli, þangað sem hægt var að koma honum í sjúkraflutningabíl.
02.10.2021 - 20:55
20 kindur drukknuðu þegar bátur sökk við Stykkishólm
Sextíu kindur fóru í sjóinn og tuttugu þeirra drukknuðu þegar bátur sökk um það bil 50 metra úti fyrir Stykkishólmi á sunnudag. Bergur Hjaltalín var annar tveggja manna um borð í bátnum sem átti að flytja kindur úr Brokey á Breiðafirði í sláturhús á Hvammstanga, með viðkomu í Stykkishólmi. Bergur og frændi hans fóru báðir í sjóinn en hvorugum varð meint af.
21.09.2021 - 12:22
Verjast allra frétta af hoppukastalaslysinu á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra vill ekki veita neinar upplýsingar um gang rannsóknar embættisins á slysi sem varð í hoppukastala á Akureyri 1. júli.
19.08.2021 - 10:59
Alvarlegt vinnuslys í Reykjanesbæ
Á öðrum tímanum í dag varð alvarlegt vinnuslys á byggingarsvæði í Reykjanesbæ þegar maður varð undir steini.
14.07.2021 - 18:21
„Sérstaklega slæm helgi” á bráðamóttöku Landspítala
Það var mjög mikið að gera á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um helgina. Um hádegi í dag, sunnudag, höfðu 117 komur verið skráðar á móttökuna á einum sólarhring. Deildarstjórinn segir síðustu tvær nætur hafa verið óvenju erilsamar, sérstaklega vegna mikillar ölvunar. 
Nóttin eins og stórviðburður hjá löggu og slökkviliði
Næturvaktin var eins og stórviðburður væri í bænum, segir í færslu varðstjóra slökkviliðsins um verkefni síðasta sólarhringinn. Farið var í 122 sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu og þar af voru 67 á næturvaktinni, flest vegna atvika í miðbænum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði sömuleiðis í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt.
Sex ára barn mikið slasað eftir fall úr hoppukastalanum
Sex ára barn liggur mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr hoppukastalanum sem tókst á loft á Akureyri í gær. Rannsókn lögreglunnar á Akureyri er hafin á málinu. Sjö börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið með minniháttar áverka, en eitt missti meðvitund.
02.07.2021 - 12:03
Lést í vinnuslysi þar sem reglur voru þverbrotnar
Öryggisreglum var ekki fylgt og verkferlar þverbrotnir við byggingu húss í Mosfellsbæ í fyrra þar sem einn lést og annar slasaðist alvarlega. Þetta er niðurstaða Vinnueftirlitsins. Mennirnir féllu niður átta metra á steypt gólf og annar lenti undir þungum plötum.
18.03.2021 - 21:20