Færslur: Slökkvilið
Óboðinn gestur í Grafarvogi og hnupl í Breiðholti
Lögreglan vísaði óvelkomnum gesti út af heimili í Grafvarvogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.
21.01.2021 - 06:17
Lík allra sem fórust í brunanum á Andøya fundin
Björgunarfólk hefur fundið lík allra þeirra fimm sem fórust í eldsvoðanum í Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi aðfaranótt laugardags. Ekki hafa enn verið borin kennsl á hin látnu en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 18:23
Tvö fundin látin í brunarústum hússins á Andøya
Björgunarfólk hefur fundið tvö lík í brunarústum húss á Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi. Ekki hafa enn verið borin kennsl á þau en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 12:22
Fjögurra barna saknað eftir húsbruna í Norður-Noregi
Fimm er saknað eftir að sumarbústaður brann til grunna í Risøyhamn á Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi. Mikil leit stendur yfir í brunarústunum og umhverfis húsið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru fjögur þeirra sem saknað er börn undir sextán ára aldri.
16.01.2021 - 14:22
„Mjög þungir dagar“ hjá slökkviliðinu
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk 147 útköll vegna sjúkraflutninga á síðasta sólarhringnum, 24 þeirra voru forgangsverkefni og níu útköll tengdust COVID-19. „Það er mjög mjög mjög mikið,“ segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við fréttastofu.
12.01.2021 - 07:57
Slökkvilið réð niðurlögum elds í Glerárskóla á Akureyri
Slökkviliðinu á Akureyri hefur tekist að að ráða niðurlögum elds sem kom upp í Glerárskóla í kvöld. Að sögn Ólafs Stefánssonar slökkviliðsstjóra er verið að reykræsta húsið en mikinn reyk leggur enn frá byggingunni.
07.01.2021 - 00:32
Björguðu gæludýrum af rýmingarsvæðinu í nótt
Leitinni að þeim sex sem enn er saknað í bænum Ask hefur verið haldið áfram í nótt með aðstoð hunda og dróna, að því er fram kemur í samtali Gisle Sveen, aðgerðastjóra lögreglunnar við norska ríkisútvarpið. Leitin hefur enn ekki borið árangur.
03.01.2021 - 04:49
Eldur í íbúðarhúsi við Mánatún
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tólfta tímanum þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Mánatúni. Lið var sent á vettvang frá tveimur stöðvum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist eldurinn hafa kviknað út frá kertaskreytingu.
26.12.2020 - 23:54
Aðgerðum slökkviliðs lokið við Lækjargötu 2a
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum við Lækjargötu 2a í Reykjavík þar til nú skömmu fyrir fréttir. Mikinn reyk lagði um ganga hússins og út um glugga sem reyndist koma frá þvottavél eða þurrkara í kjallara. Nú er unnið að því að reykræsta húsið. Húsið gereyðilagðist í bruna árið 2007 og var endurbyggt að stærstum hluta.
20.12.2020 - 06:19
Eldur í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg
Eldur kom upp í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg eftir miðnættið. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsinu rétt fyrir klukkan eitt.
19.12.2020 - 01:21
Kviknaði í kertaskreytingu í Vesturbæ Reykjavíkur
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út nú á áttunda tímanum vegna reyks í fjölbýlishúsi í Hagahverfi í Vesturbæ Reykjavíkur. Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir að kviknað hafi í kertaskreytingu á borði og reykur borist fram í sameignina. Reykurinn hafi verið minni háttar og tjón einnig aðeins minni háttar. Slökkviliðið hafi hleypt reyknum út og verkinu sé lokið.
16.12.2020 - 20:09
Bílar brunnu á bílaplani við Hátún
Eldur kom upp í fólksbíl á bílaplani við Hátún á níunda tímanum í kvöld. Eldurinn barst síðan í jeppa, sem stóð þar við hliðina. Báðir bílarnir eru gjörónýtir og tveir bílar til viðbótar skemmdust einnig töluvert.
18.11.2020 - 21:45
Rúta gjöreyðilagðist í eldi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fimmta tímanum vegna elds í gamalli númerslausri rútu sem stóð við Köllunarklettsveg í Reykjavík. Rútan var alelda þegar að var komið en slökkvistörf gengu greiðlega og lauk þeim seint á sjötta tímanum. Engin hætta var á að eldurinn teygði sig í önnur farartæki eða mannvirki, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu, þar sem rútan stóð nokkuð frá öllu slíku.
16.11.2020 - 06:15
Ekki fleiri dauðsföll í eldsvoðum hér á landi í 40 ár
Sex hafa látist í eldsvoðum hér á landi það sem af er ári, og hafa ekki verið fleiri í yfir fjörutíu ár. Mikið hefur mætt á slökkviliðum sem farið hafa í yfir tvö hundruð brunaútköll á árinu.
27.10.2020 - 19:30
Eldurinn kviknaði út frá potti
Talið er kviknað hafi í einbýlishúsi við Stararima í Grafarvogi í gær út frá potti sem verið var að elda mat í á eldavél. Mjög miklar skemmdir urðu á húsinu og það er líklega ónýtt.
27.10.2020 - 14:04
Borgin ætlar ekki að bíða lengur með að rífa húsið
Ekki er óhætt að bíða lengur með að rífa húsið við Bræðraborgarstíg 1 sem brann í sumar. Þetta er mat byggingarfulltrúa borgarinnar sem segir að húsið hafi ekki verið rifið því lögregla hafi ekki svarað fyrirspurnum borgarinnar. Hann segir húsið hættulegt og óttast að það fjúki í næstu lægð.
27.10.2020 - 12:43
„Þetta er fordæmalaus harmleikur“
„Þetta er fordæmalaus harmleikur,“ segir Þorgeir Margeirsson framkvæmdastjóri eldvarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um það sem fram hefur komið í rannsókn stofnunarinnar á brunanum sem varð í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 í júní í sumar.
27.10.2020 - 09:23
„Skynjuðu ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim“
Íbúaráð Vesturbæjar mælist til þess að rústir hússins við Bræðraborgarstíg 1, sem brann 25. júní í sumar, verði fjarlægðar. Þrennt lést í brunanum og í bókun í fundargerð ráðsins segir að rústirnar veki slæmar minningar um þann harmleik og daglegan óhug hjá þeim sem þarna búa.
27.10.2020 - 06:44
Miklir gróðureldar geisa nú í Kaliforníu
Um sextíu þúsund þurftu að flýja heimili sín nærri Los Angeles í Kaliforníu í dag vegna mikilla gróðurelda sem breiðast hratt út.
27.10.2020 - 01:14
Eldur í íbúðahúsi í Borgarfirði
Eldur kom upp í íbúðahúsi í uppsveitum Borgarfjarðar, skammt frá Reykholti, á sjötta tímanum í dag. Slökkvistarf stendur nú yfir og er langt komið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar er ekki vitað hvort einhver var í húsinu.
18.10.2020 - 20:25
Hafa lokið rannsókn á brunanum við Bræðraborgarstíg
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið við rannsókn á bruna í húsinu á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík 25. júní í sumar. Þrír létust í brunanum og karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða þeirra og gert tilraun til að drepa tíu til viðbótar.
16.10.2020 - 16:22
Sextugur brunabíll seldur á 100 þúsund krónur
Sextugur Bedford brunabíll, sem þjónaði um árabil á Flateyri, verður seldur hæstbjóðanda fyrir 101 þúsund krónur.
09.10.2020 - 14:05
Eldur í kornþurrkara
Slökkviliðið í Borgarbyggð var kallað út skömmu eftir klukkan tíu í morgun vegna elds í kornþurrkara á bænum Laxárholti á Mýrum.
05.10.2020 - 11:37
Olíumengun í Siglufjarðarhöfn
Nokkur olíumengun er í Siglufjarðarhöfn og fjörum í kringum bæinn.
30.08.2020 - 13:15
Mikil sprenging í Baltimore
Hið minnsta ein kona er látin eftir að íbúahverfi í borginni Baltimore í Maryland-ríki nötraði vegna mikillar sprengingar fyrr í dag.
10.08.2020 - 18:24