Færslur: Slökkvilið

Vitað að 31 lést í gassprengingunni í Havana
Fjöldi látinna er kominn í 31 eftir að gassprenging eyðilagði lúxushótel í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag. Slökkvilið og björgunarmenn leita áfram í rústunum.
09.05.2022 - 01:30
Skerpa á mikilvægi brunavarna í sveitum landsins
Bændasamtökin og Eldvarnabandalagið hafa gert með sér samkomulag um aðgerðir til að auka eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli. Það getur tekið slökkvilið allt að klukkutíma að komast að bæjum í Árnessýslu.
02.05.2022 - 13:22
Átta fórust í eldsvoða í Manila á Filippseyjum
Átta fórust í gríðarmiklum eldsvoða sem geisaði í gær í þéttbýlu hverfi fátæks fólks í Manila, höfuðborg Filippseyja. Sex börn eru meðal þeirra látnu.
02.05.2022 - 03:40
Eldur brann og sprengingar kváðu við
Laust fyrir klukkan fimm í nótt barst tilkynning um eld og sprengingar í bílskúr við Stóragerði. Þegar slökkvilið kom á staðinn kváðu enn við sprengingar og svartur reykur barst frá skúrnum.
Leita fólks undir aurskriðum í kapphlaupi við tímann
Björgunarsveitir vinna nú baki brotnu við leit að fólki sem varð undir aurskriðum sem féllu á þorp eftir ofsaveður og úrhelli á Filippseyjum. Talið er að 28 séu látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi fór með ógnarkrafti yfir eyjarnar.
Nærri tveggja sólarhringa baráttu við eldinn lokið
Allur eldur hefur verið slökktur í timburhrúgu nærri flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins á Reykjanesi.
Níutíu fjölskyldur heimilislausar eftir eldsvoða
Fimmtán stigagangar fjölbýlishúss í Vanløse hverfi Kaupmannahafnar eru gjörónýtir af eldi sem enn logar. Níutíu fjölskyldur hafa misst heimili sín.
26.03.2022 - 06:45
Mikið tjón í eldsvoða í Grundarfirði
Slökkviliði Grundarfjarðar með liðsinni Slökkviliðs Snæfellsbæjar tókst í kvöld að slökkva gríðarmikinn eld sem kviknaði í verkstæðishúsi í Grundarfirði. Eldurinn kom upp á sjöunda tímanum í kvöld.
08.03.2022 - 23:54
Eldur í veitingahúsi ógnaði Norræna safninu
Tuttugu sveitir Slökkviliðs Stokkhólmsborgar börðust í nótt við eld í veitingahúsi á eynni Djurgården. Óttast var um tíma að eldurinn teygði sig yfir í Norræna safnið sem stendur þar nærri.
14.02.2022 - 03:27
Lögregla rannsakar brunann en gefur ekkert upp
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar eldsvoða í sumarbústað skammt fyrir utan Reykjavík í gær. Lögregla vill ekkert segja til um málsatvik á þessu stigi.
Noregur
Miklar vatnsskemmdir í Deichman Bjørvika bókasafninu
Miklar vatnskemmdir urðu í Deichman Bjørvika bókasafninu í Osló höfuðborg Noregs í gærkvöld. Vatnsúðunarkerfi fór í gang og slökkti eld sem kom upp á fjórðu hæð bókasafnsbyggingarinnar.
09.02.2022 - 03:24
Erlent · Evrópa · Vatnsskemmdir · Noregur · Osló · Bókasöfn · Slökkvilið · lögregla · Bruni · íkveikja · Bækur
Sex fórust í bruna á spænsku dvalarheimili
Sex fórust og tveir slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í dvalarheimili fyrir eldri borgara nærri Valencia á Spáni í gærkvöld. Rúmlega sjötíu var bjargað úr brennandi húsinu sem er í bænum Moncada.
19.01.2022 - 14:15
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · Eldsvoði · Slökkvilið · Andlát · Slysfarir · Valencia
Mótel brann til kaldra kola í Norður-Noregi
Engan sakaði þegar mikill eldur varð laus í móteli í Austur-Finnmörku í Noregi í nótt. Íbúar í nokkrum nærliggjandi húsum þurftu að yfirgefa heimili sín en íbúum nærliggjandi dvalarheimilis hefur þó ekki verið gert að yfirgefa það.
15.01.2022 - 06:17
Erlent · Evrópa · Noregur · Slökkvilið · Eldur · Bruni · Finnmörk
Þinghúsið í Höfðaborg stendur í björtu báli
Mikill eldur logar nú í byggingu suðurafríska þingsins í Höfðaborg. Húsið sjálft stendur í björtu báli ef marka má lýsingar fréttamanna AFP-fréttaveitunnar í borginni.
02.01.2022 - 06:46
Alvarlegt ástand vegna sinubruna á höfuðborgarsvæðinu
Sinueldar loga víða um höfuðborgarsvæðið og í nágrenni þess. Allt slökkvilið hefur sinnt útköllum vegna brunanna í kvöld og björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar.
Glóð úr flugeldum talin hafa kveikt sinueld
Sinubruni varð við sumarbústaðabyggð á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi. Brunavarnir Árnessýslu sendu tvo tankbíla og þrjá dælubíla á vettvang. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að fleiri eldar gætu kviknað á gamlárskvöld, þar sem gróður á svæðinu sé mjög þurr.
Óttast að 27 hafi farist í eldsvoða í Japan
Óttast er að 27 hafi farist í eldsvoða í miðborg Osaka næst stærstu borg Japan. Tilkynnt var um eldinn laust eftir klukkan tíu að morgni að staðartíma en alls voru sjötíu slökkviliðsbílar kallaðir út.
17.12.2021 - 06:15
Dóms- og lögreglumál · Erlent · Asía · Japan · Eldsvoði · Osaka · Kyoto · Bruni · Andlát · lögregla · Slökkvilið · íkveikja · Manndráp
Fjögur börn fórust í húsbruna á Englandi
Fjögur börn fórust í húsbruna í Sutton suðvestur af Lundúnum höfuðborg Bretlands í dag.
16.12.2021 - 23:56
Erlent · Evrópa · Bruni · England · Bretland · Slökkvilið · Andlát · London
Enn er glímt við eld í stóru skipi utan við Gautaborg
Sænska strandgæslan býst ekki við eldur um borð í flutningaskipinu Almirante Storni úti fyrir Gautaborg í Svíþjóð verði endanlega slökktur fyrr en með morgninum.
05.12.2021 - 01:56
Annar bruni í Ósló talinn vera íkveikja
Enn grunar Óslóarlögregluna að eldur í húsi í gamla bænum í borginni hafi kviknað af mannavöldum. Það væri þá í annað sinn á jafnmörgum dögum sem það gerist.
08.11.2021 - 04:30
Noregur
Rannsaka bruna í veitingahúsi sem íkveikju
Lögreglan í Ósló höfuðborg Noregs rannsakar bruna í veitingahúsi í gamla miðbænum í nótt sem íkveikju. Engan sakaði en lögregla leitar nú mögulegs brennuvargs dyrum og dyngjum í nágrenninu.
07.11.2021 - 04:05
Fá bætur vegna ólögmætrar myndbirtingar af slysstað
Ættingjum fólks sem fórst í þyrluslysi ásamt körfuboltamanninum Kobe Bryant og Giönnu 13 ára dóttur hans verða greiddar bætur vegna ólögmætrar myndbirtingar af slysstað. Málaferli ekkju Bryants vegna sama máls standa enn yfir.
03.11.2021 - 01:20
Ólga vegna bólusetningarskyldu í New York
Ráðamenn New York borgar í Bandaríkjunum, búa sig undir manneklu meðal lögreglu- og slökkviliðsmanna, sem og annarra opinberra starfsmanna. Ástæðan er að starfsfólki stéttanna hefur verið gefinn frestur til mánudags til þess að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Þeir sem kjósi að láta ekki bólusetja sig verða sendir í launalaust leyfi.
Alelda bíll á bílastæði Landsbókasafnsins
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan hálf átta í kvöld um að eldur logaði í bíl við Landsbókasafnið í Reykjavík. Bílinn var alelda þegar slökkvilið mætti á staðinn, en slökkvistarf gekk vel og var þeim lokið um 15 mínútum síðar.
Slapp heill á húfi úr brennandi húsi í Vík í Mýrdal
Greiðlega gekk að slökkva eld sem kviknaði í gömlu einlyftu íbúðarhúsi í Vík í Mýrdal á sjöunda tímanum í morgun. Roskinn maður sem býr í húsinu var kominn út af sjálfsdáðum þegar slökkvilið bar að garði.
18.10.2021 - 10:40