Færslur: Slökkvilið

Viðtal
Hafa náð tökum á gróðureldunum - vakta svæðið
Búið er að ná tökum á gróðureldum í Norðurárdal í Borgarfirði. Hátt í hundrað manns hafa kljáðst við eldinn síðan um sex í kvöld. Slökkviliði Borgarbyggðar barst liðsauki frá Slökkviliðinu á Akranesi og Brunavörnum Suðurnesja í baráttunni við eldinn.
19.05.2020 - 02:33
Skepnum bjargað úr brennandi fjárhúsi
Eldur kom upp í fjárhúsi í Mýrdal rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Mbl.is greinir fyrst frá þessu. Kallað var eftir aðstoð Slökkviliðs Mýrdalshrepps og Brunavarna Rangárvallasýslu.
07.05.2020 - 00:51
Beina sjónum að öryggi fólks í umferðinni á 112-deginum
Í dag er 112-dagurinn haldinn um allt land, en að þessu sinni er sjónum beint að öryggi fólks í umferðinni. 112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
11.02.2020 - 07:30
Mikill reykur í mannlausu húsi á Akureyri
Slökkvilið Akureyrar var kallað út á fimmta tímanum í nótt vegna elds í gömlu einbýlishúsi í innbænum. Brunaboði í öryggiskerfi fór af stað og lét starfsmaður öryggisfyrirtækis slökkvilið vita. Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu, en þegar á staðinn var komið reyndist enginn eldur í húsinu.
20.01.2020 - 05:41
Spegillinn
Ekki hægt að útiloka bílageymslubruna hér
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins á varð við flugvöllinn í Stavanger. Krafa sé um úðunarkerfi í bílakjöllurum og mikilvægt að reglulegt eftirlit sé með þeim. Hann segir líka að brunahætta sé ekki meiri í rafbílum en í venjulegum bílum.
10.01.2020 - 16:49
 · Innlent · Erlent · Bruni · Rafbílar · Slökkvilið
„Það er bara allt svart“
Rannsókn á eldsvoða í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudaginn er enn í gangi, en vinnu lögreglu á vettvangi er lokið. Íbúi í húsinu segir ástandið slæmt.
Sleppt að lokinni skýrslutöku
Skýrslutöku af manninum sem handtekinn var á vettvangi brunans í Kiðjabergi í gær er lokið og er hann frjáls ferða sinna.
Sumarhúsið rústir einar
Sumarhúsið sem brann í landi Kiðjabergs í gærkvöldi er gjörónýtt að sögn slökkviliðsstjóra. Eldsupptök eru ókunn.
Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vesturberg
Slökkvilið var kallað að Vesturbergi í Breiðholtshverfi í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Þar kviknaði eldur í fjölbýlishúsi. Íbúarnir voru allir fluttir í Fellaskóla þar sem fulltrúar Rauða krossins hlúðu að þeim.
20.12.2019 - 09:42
Myndband
Slökkvilið kallað út vegna elds í bíl á Vesturlandsvegi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á áttunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Vesturlandsvegi, þar sem Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur mætast. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var enginn í bílnum og hann yfirgefinn. Ekkert tjón varð á fólki. Búið er að því að slökkva eldinn og aðgerðum slökkviliðsins er að ljúka. Eldsupptök eru ókunn að svo stöddu. Miklar tafir eru á umferð á Vesturlandsvegi í vesturátt vegna þessa.
Eldur kom upp í húsi á svæði olíubirgðastöðvar
Eldur kom upp í starfsmannaaðstöðu í húsi inni á svæði Olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey í nótt. Allt tiltækt slökkvilið var sent á svæðið um klukkan hálf þrjú í nótt og tók um tvo og hálfan tíma að ráða niðurlögum eldsins og slökkva í öllum glæðum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu urðu ekki slys á fólki. Eitthvert tjón varð á húsinu sjálfu. Eldsupptök eru ókunn að svo stöddu. Varðstjóri slökkviliðsins segir gott að ekki fór verr.
Brunavarnir Suðurnesja leggja skautasvell á malarvelli
Brunavarnir Suðurnesja vinna nú að því að leggja skautasvell á malarvelli í Keflavík. Vonir standa til að börn og fullorðnir geti skautað og skemmt sér á svellinu í vikunni.
15.12.2019 - 21:53
Myndband
Fá brunavarnir í jólagjöf í Kaldrananeshreppi
Mörgum þykir kertaljósin ómissandi yfir hátíðirnar og slökkvilið um land allt minna á mikilvægi eldvarna. Í Kaldrananeshreppi fá íbúar brunavarnir í jólagjöf.
13.12.2019 - 20:18
Eldur í Rækjuvinnslunni á Siglufirði
Eldur kom upp í rækjuvinnslunni á Siglufirði í nótt. Eldsupptök eru ókunn og rannsóknarlögreglumaður frá Akureyri á leið á vettvang. Engin slys urðu á fólki en miklar reykskemmdir í Rækjuvinnslunni.
13.12.2019 - 11:07
Slökkvilið kallað út til að slökkva í brennandi sorpi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út til að slökkva eld í sorpi á iðnaðarsvæði í dag. Ekkert tjón varð og engin hætta stafaði af eldinum. Þó þurfti að kalla til slökkvilið þar sem ekki má brenna rusli og úrgangi samkvæmt lögum.
Myndskeið
Forsætisráðherra slökkti eld og fræddi börn í Kópavogi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist slökkviliðsjakka og fræddi börn í Kópavogsskóla um eldvarnir heimilisins í dag þegar Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna var hleypt af stokkunum. Hún spreytti sig svo á að slökkva eld með slökkvitæki undir öruggri handleiðslu slökkviliðsmanns.
21.11.2019 - 15:09
Allt bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á svölum
Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á Akureyri á upptökum eldsvoða á Norðurgötu aðfaranótt sunnudags benda til þess að eldurinn hafi komið upp á timbursvölum á vesturhlið hússins. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við fréttastofu.
20.11.2019 - 11:22
Kviknaði í bát út frá logsuðu
Eldur kom upp í bát sem var í slipp í húsnæði Skipavíkur í Stykkishólmi fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Álfgeiri Marinóssyni, slökkviliðsstjóra Stykkishólms og nágrennis, lítur út fyrir að slökkvistarfi fari að ljúka. Slökkvilið Ólafsvíkur og Grundarfjarðar aðstoðuðu við að ráða niðurlögum eldsins.
17.10.2019 - 17:00
Bíll valt er hann rann út af veginum í hálku
Bíll valt á Hlíðarfjallsvegi við Hlíðarfjall, ofan Akureyrar á áttunda tímanum í dag. Tvennt var í bílnum, ökumaður og farþegi, og var það flutt á sjúkradeild til skoðunar með minniháttar áverka.
12.10.2019 - 09:34
Komin ró á Siglufirði eftir hellirigningu
Mikil rigning var á Siglufirði í gær. Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveit var kölluð út til að fást við afleiðingarnar. Aðgerðir gengu vel og nú er að lægja, segja forsvarsmenn.
11.10.2019 - 11:02
Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Akureyri
Eldur kom upp í potti í íbúðarhúsi á Akureyri í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akureyrar var einn fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins.
20.09.2019 - 18:04
Slökktu eld í bílskúr í Kópavogi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í bílskúr við Sunnubraut í Kópavogi á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvilið kom á staðinn rauk aðeins úr skúrnum.
Slökkvilið sendist með vatn í þurrki
Slökkviliðið í Dölum hefur fært vatn heim til bænda á kúabúi í Dölum í sumar. Sendingar hafa komið í hverri viku í yfir mánuð og teljast í tugum þúsunda lítra. Sumarið hefur einkennst af sögulegri þurrkatíð fyrir vestan og vatnsból þar með þornað upp.
14.08.2019 - 17:38
Alelda bíll austan við Vík
Eldur kviknaði í bíl skammt austan við Vík rétt um klukkan þrjú í nótt. Tveir voru í bílnum og sakaði þá ekki, en bíllinn er ónýtur. Slökkvilið var kallað út frá Vík í Mýrdal, og gekk greiðlega að slökkva eldinn.
07.06.2019 - 04:52
Eldur í Valsárskóla á Svalbarðseyri
Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í Valsárskóla á Svalbarðseyri á sjöunda tímanum. Að sögn varðstjóra hjá Slökkvilið Akureyrar kom eldurinn upp í geymslu í kennsluálmu á annarri hæð hússins.
13.05.2019 - 19:11