Færslur: Slökkvilið

Eldur í íbúðahúsi í Borgarfirði
Eldur kom upp í íbúðahúsi í uppsveitum Borgarfjarðar, skammt frá Reykholti, á sjötta tímanum í dag. Slökkvistarf stendur nú yfir og er langt komið.  Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar er ekki vitað hvort einhver var í húsinu.
18.10.2020 - 20:25
Hafa lokið rannsókn á brunanum við Bræðraborgarstíg
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið við rannsókn á bruna í húsinu á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík 25. júní í sumar. Þrír létust í brunanum og karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða þeirra og gert tilraun til að drepa tíu til viðbótar.
Sextugur brunabíll seldur á 100 þúsund krónur
Sextugur Bedford brunabíll, sem þjónaði um árabil á Flateyri, verður seldur hæstbjóðanda fyrir 101 þúsund krónur.
09.10.2020 - 14:05
Eldur í kornþurrkara
Slökkviliðið í Borgarbyggð var kallað út skömmu eftir klukkan tíu í morgun vegna elds í kornþurrkara á bænum Laxárholti á Mýrum.
05.10.2020 - 11:37
Olíumengun í Siglufjarðarhöfn
Nokkur olíumengun er í Siglufjarðarhöfn og fjörum í kringum bæinn.
30.08.2020 - 13:15
Mikil sprenging í Baltimore
Hið minnsta ein kona er látin eftir að íbúahverfi í borginni Baltimore í Maryland-ríki nötraði vegna mikillar sprengingar fyrr í dag.
10.08.2020 - 18:24
Vel hefur gengið að dæla burt vatni
Enn er unnið við að dæla vatni úr fráveitukerfinu á Siglufirði og miðar vel að sögn Ámunda Gunnarssonar slökkviðliðsstjóra Slökkviliðs Fjallabyggðar.
18.07.2020 - 23:37
Flæddi í Stjórnsýsluhúsið og yfir göngustíg á Húsavík
Vatn flæddi í kjallara stjórnsýsluhússins á Húsavík í dag og í fleiri kjallara vegna úrkomu. Dýpt vatnsins í stjórnsýslukjallarans var eitt fet, segir slökkviliðsstjórinn. Slökkviliðið hefur nýlokið við að losa úr grindum í Búðará til að varna því að áin flæddi yfir bakkana. Hún hefur þegar flætt yfir göngustíg.
18.07.2020 - 16:15
Eldur í fjölbýlishúsum á Akranesi
Eldur komst í klæðningu fjölbýlishúsa við Skólabraut á Akranesi á ellefta tímanum í gærkvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað í ruslageymslu í þröngu porti á milli húsanna.
07.07.2020 - 04:18
Talsvert um „gleðitengd“ útköll
Útköll slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt einkenndust að mörgu leyti af því að „full frjálslega var gengið um gleðinnar dyr,“ eins og fram kom í samtali fréttastofu RÚV við talsmann slökkviliðsins. Engin alvarleg slys urðu á fólki, en talsvert var um „gleðitengd“ útköll og er það mat slökkviliðsins að fólk sé að færast í aukana í skemmtanahaldinu.
„Erfiður dagur hjá lögreglunni í gær“
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að erfitt hefði verið að keyra ökutæki lögreglunnar í forgangi á götum borgarinnar í gær eftir að stórbruni varð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs og að áhorfendur að brunanum á hefðu verið full aðgangsharðir.
Myndskeið
Þrennt handtekið á vettvangi brunans
Þrennt var handtekið á vettvangi brunans við Bræðraborgarstíg í dag. Fjórir íbúar af þeim sex, sem vitað er að hafi búið í húsinu voru fluttir á gjörgæslu í dag og lögregla leitar hinna tveggja.
Viðbragðsáætlun Landspítala var virkjuð vegna brunans
Viðbragðsáætlun Landspítala var virkjuð í dag vegna bruna í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Þetta staðfestir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.
Húsið er skráð á HD verk
Hús á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, þar sem eldur kom upp í dag, er skráð á fyrirtækið HD verk, samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra er hlutverk þess fyrirtækis leiga atvinnuhúsnæðis. Efling hefur haft vitneskju um að starfsmenn á vegum hennar hafi verið þar til húsa um skeið.
Myndskeið
Eldur í húsi í Vesturbænum
Allt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út að horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Að sögn sjónarvotta eru tveir menn á efstu hæð hússins, en óvíst er hvort þeir hafi komist út. Stúlka sást kasta sér út um glugga þess niður í ruslagám. Lögregla og sjúkralið er á staðnum og víkingasveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til. Enn logar eldur út um glugga.
Einn fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Keflavík
Maður var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um  reykeitrun eftir að eldur kviknaði á veitingastaðnum Kebab house við Hafnargötu í Keflavík í morgun.
21.06.2020 - 14:45
Viðtal
Hafa náð tökum á gróðureldunum - vakta svæðið
Búið er að ná tökum á gróðureldum í Norðurárdal í Borgarfirði. Hátt í hundrað manns hafa kljáðst við eldinn síðan um sex í kvöld. Slökkviliði Borgarbyggðar barst liðsauki frá Slökkviliðinu á Akranesi og Brunavörnum Suðurnesja í baráttunni við eldinn.
19.05.2020 - 02:33
Skepnum bjargað úr brennandi fjárhúsi
Eldur kom upp í fjárhúsi í Mýrdal rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Mbl.is greinir fyrst frá þessu. Kallað var eftir aðstoð Slökkviliðs Mýrdalshrepps og Brunavarna Rangárvallasýslu.
07.05.2020 - 00:51
Beina sjónum að öryggi fólks í umferðinni á 112-deginum
Í dag er 112-dagurinn haldinn um allt land, en að þessu sinni er sjónum beint að öryggi fólks í umferðinni. 112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
11.02.2020 - 07:30
Mikill reykur í mannlausu húsi á Akureyri
Slökkvilið Akureyrar var kallað út á fimmta tímanum í nótt vegna elds í gömlu einbýlishúsi í innbænum. Brunaboði í öryggiskerfi fór af stað og lét starfsmaður öryggisfyrirtækis slökkvilið vita. Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu, en þegar á staðinn var komið reyndist enginn eldur í húsinu.
20.01.2020 - 05:41
Spegillinn
Ekki hægt að útiloka bílageymslubruna hér
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins á varð við flugvöllinn í Stavanger. Krafa sé um úðunarkerfi í bílakjöllurum og mikilvægt að reglulegt eftirlit sé með þeim. Hann segir líka að brunahætta sé ekki meiri í rafbílum en í venjulegum bílum.
10.01.2020 - 16:49
 · Innlent · Erlent · Bruni · Rafbílar · Slökkvilið
„Það er bara allt svart“
Rannsókn á eldsvoða í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudaginn er enn í gangi, en vinnu lögreglu á vettvangi er lokið. Íbúi í húsinu segir ástandið slæmt.
Sleppt að lokinni skýrslutöku
Skýrslutöku af manninum sem handtekinn var á vettvangi brunans í Kiðjabergi í gær er lokið og er hann frjáls ferða sinna.
Sumarhúsið rústir einar
Sumarhúsið sem brann í landi Kiðjabergs í gærkvöldi er gjörónýtt að sögn slökkviliðsstjóra. Eldsupptök eru ókunn.
Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vesturberg
Slökkvilið var kallað að Vesturbergi í Breiðholtshverfi í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Þar kviknaði eldur í fjölbýlishúsi. Íbúarnir voru allir fluttir í Fellaskóla þar sem fulltrúar Rauða krossins hlúðu að þeim.
20.12.2019 - 09:42