Færslur: Sláturtíð

Sauðfjárbændur fækka fé eða hætta búskap
Hátt áburðarverð og aukinn kostnaður við búrekstur verður til þess að margir sauðfjárbændur fækka fé sínu nú í sláturtíðinni eða hætta búskap. Fyrstu göngur voru um helgina og lömb koma misvel af fjalli. 
05.09.2022 - 18:07
Tuttugu og sjö prósenta hækkun á lambakjöti í haust
Kjarnafæði-Norðlenska hefur tilkynnt um tuttugu og sjö prósenta verðhækkun á lambakjöti til verslana í haust. Afurðastöðvar eru þessa dagana að ákveða verð til viðskiptavina og víða eru miklar hækkanir fram undan.
31.08.2022 - 18:16
Verulegar verðhækkanir á dilka- og nautakjöti
Verulegar hækkanir hafa verið á afurðaverði á árinu til að mæta auknum rekstrarkostnaði bænda. Þessi hækkun hefur þó þau áhrif að töluverð verðhækkun verður á kjöti til matvöruverslana.
Viðtal
Góður árangur við ræktunarstarf skilar vænni dilkum
Sláturtíð er nú víðast hvar að ljúka og fjöldi erlendra starfsmanna sláturhúsanna fer því af landi brott á næstu vikum. Hjá sláturhúsinu á Hvammstanga er meðalþyngd dilka talsvert hærri en í fyrrahaust og það þakkar sláturhússtjórinn sífellt betri árangri bænda við ræktun.
Vantar fólk í sláturtíð — „Við látum þetta ganga“
Enn hefur ekki tekist að fullmanna sláturhús Norðlenska á Húsavík þrátt fyrir að nokkrar vikur séu frá því sláturtíð hófst. Starfsmannastjóri segir að mönnunarhallærið skapi aukið álag og að enn vanti að minnsta kosti fimm starfsmenn.
27.09.2021 - 15:35
Segir frekari hagræðingar þörf hjá afurðastöðvum
Það hefur reynst flókið að manna sláturhús þetta haustið og verr gekk að fá innlent verkafólk til starfa en í fyrra. Formaður Landssamtaka sláturleyfishafa segir að þeir hefðu gjarnan viljað greiða sauðfjárbændum hærra verð fyrir afurðir en raunin varð. Sláturhúsin séu í þröngri stöðu.
11.09.2021 - 18:22
Íhuga að hraðprófa starfsmenn í sláturtíð
Sláturleyfishafar segja snúið að manna komandi sláturtíð. Dræmar viðtökur hafa verið við atvinnuauglýsingum hér innanlands. Þá fylgja því töluverðar áskoranir að fá erlent vinnuafl í heimsfaraldri. Hjá Norðlenska er til skoðunar að hraðprófa fyrir veirunni.
„Áframhaldandi lág laun eða launaleysi í greininni“
Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýjar verðskrár fyrir sauðfjárafurðir. Hún segir verðin viðhalda lágum launum eða jafnvel launaleysi sauðfjárbænda. Landsmeðaltal fyrir dilka hækkar um 4,9 prósent.
Segir að hægt gangi að ljúka verkefni um heimaslátrun
Bóndinn í Birkihlíð í Skagafirði og einn forsvarsmanna verkefnis um að lögleiða heimaslátrun sauðfjár, segir að hægt gangi að ljúka verkefninu. Svo virðist sem tregðan sé hjá Matvælastofnun. Hann er þó sannfærður um að verkfnið verði að veruleika fyrir næstu sláturtíð.
Góð útkoma úr tilraunaverkefni um heimaslátrun
Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár í síðustu sláturtíð er talið hafa tekist vel. Markmiðið með verkefninu var að finna leiðir til að auðvelda sauðfjárbændum heimaslátrun og markaðssetja eigið lambakjöt.
26.02.2021 - 14:43
Íhugar að fara í mál við Matís
Sveinn Margeirsson, sem vikið var úr starfi forstjóra Matís, íhugar að leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. Sveinn var sýknaður af ákæru um sölu afurða af heimaslátruðu fé. Honum var sagt upp í kjölfar ákærunnar.
Sláturtíð eftir Gunnar Theodór Eggertsson 
„Eins og maður hefur lesið mikið af dýrasiðfræði þá er hægt að greina ansi mikið, en það er voðalega erfitt að koma með skýr svör um hvernig hægt sé að hafa áhrif eða breyta hlutunum þegar við búum í siðmenningu sem er reist á baki fórnardýra og iðnaður sem er svo stór í heiminum að hann er allt í kringum okkur,“ segir Gunnar Theodór Eggertsson, höfundur skáldsögunnar Sláturtíð, sem er bók vikunnar.  
Aðalmeðferð í „örsláturmálinu“
Í dag var í Héraðsdómi Norðurlands vestra aðalmeðferð í máli gegn Sveini Margeirssyni þar sem hann er ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra kærði Svein fyrir sölu og dreifingu á fersku lambakjöti, haustið 2018, af gripum sem slátrað hafi verið utan löggilts sláturhúss.
23.09.2020 - 18:20
Snúið að manna sláturtíð vegna faraldursins
Þrátt fyrir aukið atvinnuleysi gengur nú verr að manna sláturtíð en síðustu ár. Forsvarsmenn sláturhúsa segja það býsna snúið að fá erlent fólk til starfa á tímum COVID.
16.07.2020 - 12:10
Fallþungi nánast sá sami og í fyrra
Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir að gott ástand dilka þetta haustið falli í skuggann af lágu afurðaverði. Sláturtíð stendur nú sem hæst en fallþungi er nánast sá sami og í fyrra. Búið er að slátra um helmingi dilka á yfirstandandi tíð en hátt í 580 þúsundum fjár verður slátrað á landinu þetta árið.
08.10.2019 - 17:05