Færslur: slæðan

Íran:Krefjast tilslökunar á reglum um klæðaburð kvenna
Einn helsti umbótaflokkur Írans krafðist þess í gær að látið verði af ströngum reglum íslamska lýðveldisins um klæðaburð kvenna. Flokkurinn vill einnig að siðgæðislögreglan verði lögð niður.
Slaka á hömlum til að tryggja Írönum netaðgengi
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að slakað yrði á útflutningshömlum til Íran svo tryggja megi landsmönnum aukið netaðgengi. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að bæla niður fjölmenn mótmæli í landinu með því að skerða netsamband almennings.
24.09.2022 - 01:33
Raisi segir málfrelsi ríkja en upplausn sé ekki liðin
Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir málfrelsi ríkja í landinu en að stjórnvöld geti ekki sætt sig við upplausnarástand. Að minnsta kosti 17 eru látin í fjölmennum mótmælum vegna dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu.
Talibanastjórnin leggur niður nokkrar stofnanir
Leiðtogar talibanastjórnarinnar í Afganistan greindu í gær frá þeirri ákvörðun sinni að leggja niður fimm stofnanir sem þeir telja ónauðsynlegar. Þeirra á meðal er mannréttindaskrifstofa landsins.
Macron og Le Pen tókust hart á í sjónvarpskappræðum
Frönsku forsetaframbjóðendurnir Emmanuel Macron núverandi forseti og Marine Le Pen tókust hart á um samskiptin við Rússa og notkun slæðu múslimakvenna í sjónvarpskappræðum í kvöld. Fjórir dagar eru í seinni umferð forsetakosninganna.