Færslur: Skriðuföll á Seyðisfirði

Samþykkt að verja hundruðum milljóna vegna skriðufalla
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að verja samtals 375 milljónum vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember fyrir tveimur árum og skriðufallanna í Út-Kinn í október. 190 milljónum verður varið til að mæta kostnaði við flutningi húsa af hættusvæðum á Seyðisfirði.
Ekki ástæða til rýmingar á Seyðisfirði
Almannavarnir telja ekki ástæðu til að rýma hús á Seyðisfirði þrátt fyrir að búist sé við talsverðri úrkomu á Austfjörðum næstu daga.
Seyðfirðingar mega snúa heim og hættustigi aflýst
Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákveðið að aflétta öllum rýmingum í húsum á Seyðisfirði og hættustig almannavarna hefur verið fært niður á óvissustig.
12.10.2021 - 16:54
Spegillinn
Viðvörunarbjöllur klingja vegna aukinnar skriðuhættu
Það klingja margar viðvörunarbjöllur vegna aukinnar hættu á skriðuföllum að mati Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings. Hann segir að það þurfi sárlega að mennta fleira fólk til að til að meta hættuna og auka rannsóknir og vöktun á fjallshlíðum.
Sviptist til með skriðunni eins og sykurpúði í kakói
„Þetta er sérútbúinn björgunarsveitarbíll. Hann sviptist bara til eins og bara „marsmellow-púði“ í kakói þegar þú hrærir í því, það var bara þannig,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, björgunarsveitarmaður sem sem lenti í stóru skriðunni á Seyðisfirði fyrir jól. Vilhjálmur ásamt fleiri Seyðfirðingum segja sína upplifun af þessum degi í þáttunum Fjallið ræður sem eru á dagskrá Rásar 2 um páskana.
Viðtal
„Húsið mitt var bara sett í blandarann“
„Þetta er ótrúlega skrítið. Ég er búin að heyra að eitthvað fór út í sjó. Húsið mitt var bara sett í blandarann,“ segir Ingrid Karis, tískuljósmyndari, sem bjó í húsinu Berlín, Hafnargötu 24 á Seyðisfirði, sem stóra aurskriðan hrifsaði með sér fyrir jól. Í þáttunum Fjallið ræður sem er á dagskrá Rásar 2 um páskana segja Seyðfirðingar frá sinni upplifun af skriðunni, sem hjó stórt skarð í byggðina.
Myndskeið
Gjörbreytt bæjarmynd á Seyðisfirði eftir skriðurnar
Vinna við framtíðarvarnir ofan við hlíðina á Seyðisfirði er enn á frumstigi en bráðabirgðavarnir eru langt komnar. Ásýnd Seyðisfjarðar hefur breyst mikið síðan skriðurnar féllu fyrir jól.
17.03.2021 - 19:56
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði
Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum hefur verið aflýst. Þá hefur rýmingu verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og geta íbúar þeirra snúið aftur til síns heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Ekki er talið að grípa þurfi til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð.
Styttir upp á Seyðisfirði
Almannavarnir ákveða núna í hádeginu hvort rýmingu verður aflétt á Seyðisfirði. Verulega hefur dregið úr úrkomu og nánast hefur stytt upp. Þá er gert ráð fyrir kólnandi veðri og sú slydda eða snjókoma sem er í kortunum er ekki talin auka hættu á skriðuföllum. Þrátt fyrir að talsvert hafi rignt í gærkvöldi og nótt mældust engar hreyfingar í hlíðinni fyrir ofan Seyðisfjörð.
Styttir upp rétt fyrir næsta úrkomubakka á Seyðisfirði
Ekki er vitað til þess að skriða hafi fallið á Austfjörðum í gær eða nótt, að því er kemur fram í fréttatilkynningu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar. Þá hefur engin marktæk hreyfing orðið í hlíðinni fyrir ofan Seyðisfjörð. Úrkoma mældist 40-45 mm í nótt. Það rigndi meira sunnar á Austfjörðum, á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Stytta á upp fyrir hádegi en svo er búist við öðrum úrkomubakka í kvöld.
Hundrað Seyðfirðingum í 46 húsum gert að rýma
Um 100 íbúar á Seyðisfirði í tæplega 50 húsum þurfa að rýma heimili sín í öryggisskyni vegna skriðuhættu. Yfirlögregluþjónn segir að rýmingin gildi að minnsta kosti fram yfir hádegi á morgun.
16.02.2021 - 16:09
Meta hvort grípa þurfi til rýmingar um helgina
Spáð er hlýnandi veðri um helgina með talsverðri rigningu, einkum sunnan- og suðaustanlands, en einnig á Austfjörðum á sunnudaginn. Á Austfjörðum er töluverður snjór til fjalla sem mun blotna og fylgjast þarf með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum. Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði.
Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði um helgina
Um helgina er spáð hlýnandi veðri með talsveðri rigningu sunnan, suðaustanlands og á Austfjörðum, einkum á sunnudag. Á Seyðisfirði hefur því verið bætt í ofanflóðavöktun um helgina þar sem þar er mikill snjór til fjalla sem mun blotna með tilheyrandi hættu á votum snjóflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um helgina verði metið hvort grípa þurfi til rýminga eða annarra ráðstafana. 
11.02.2021 - 16:39
Myndskeið
„Allt í einu máttu ekki eiga heima heima hjá þér“
Sex fjölskyldum á Seyðisfirði er gert að flytja þar sem ekki er talið raunhæft að verja hús þeirra eftir skriðurnar í desember. Einn íbúanna segir að það sé ljót staðreynd að fjall þurfi að falla í bakgarðinn til að gripið sé til viðeigandi varna.
08.02.2021 - 15:28
Myndskeið
„Guðsmildi að enginn skyldi láta lífið“
Forsetahjónin kynntu sér í dag hamfarirnar á Seyðisfirði og það hreinsunar- og endurreisnarstarf sem þar fer fram. Forsetinn segir að sér þyki afar vænt um gestrisni og góðvild Seyðfirðinga og það mikla æðruleysi sem ríki þar í samfélaginu.
Framhús og Breiðablik hífð úr skriðunum á Seyðisfirði
Efri hæð Framhúss var hífð í heilu lagi úr aurskriðu á Seyðisfirði í gær og er lítið skemmd. Húsið Breiðablik er verr farið og lítið nothæft úr því. Það var sagað í fleka og þeir hífðir í burtu.
05.02.2021 - 12:13
Efni í stærri skriðu í skriðusári en féll í desember
Sérfræðingar Veðurstofunnar segja ljóst að nýtt hættumat á Seyðisfirði muni áfram sýna umtalsverða skriðuhættu á helstu svæðum og því geti stjórnvöld haft þá staðreynd til hliðsjónar í sinni ákvarðanatöku um varnir og næstu skref. Efni sé í stórar skriður í skriðusárinu, jafnvel stærri en féll í desember.
26.01.2021 - 17:01
17 hús á Seyðisfirði ónýt eða mikið skemmd
39 hús á Seyðisfirði skemmdust við skriðuhrinuna fyrir jól. Þar af eru tólf ónýt, þetta er niðurstaða Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Fimm til viðbótar eru mikið skemmd.
26.01.2021 - 15:18
Rýmingu aflétt undir Múlanum
Rýmingu hefur verið aflétt undir Múlanum á Seyðisfirði, og almannavarnastig lækkað úr hættustigi í óvissustig. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi.
Myndskeið
Gæti tekið hálft ár að hreinsa muni Tækniminjasafnsins
Fyrsta vélsmiðja landsins er mjög illa farin og verður ekki metin til fjár, segir safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands. Hálft ár gæti tekið að hreinsa muni safnsins eftir skriðuföllin á Seyðisfirði og allt að þrjú ár að byggja safnið upp nánast frá grunni. Sjálfboðaliði segir ótrúlegt að eitthvað hafi komi heilt upp úr skriðunni.
25.01.2021 - 09:11
Hættustigi ekki aflýst á Seyðisfirði í bili
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra ætlar ekki að aflétta hættustigi á Seyðisfirði á meðan hreinsunarstarf stendur yfir eftir stóru skriðuna sem féll þar 18. desember. Enn ríkir óvissa um íbúabyggð á tilteknum svæðum í bænum í framtíðinni, en búið er að kalla eftir að hættumati þar verði flýtt. Á meðan kalt er í veðri og ekki rigning telur Veðurstofan þó ekki sé yfirvofandi hætta á skriðum.
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði nema á skriðusvæði
Úrkoma á Seyðisfirði síðastliðna sólarhringa var minni en búist var við. Rýmingu hefur því verið aflétt á þeim svæðum sem rýmd voru í varúðarskyni á föstudagskvöld. Þá mega íbúar í Fossgötu snúa aftur heim, í fyrsta sinn síðan skriðan féll fyrir mánuði.
17.01.2021 - 11:31
Myndskeið
Vel undirbúin rýmingum: „Taskan stendur við rúmgaflinn“
Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar þrátt fyrir mikla rigningu undanfarinn sólarhring. Sumir eru með ferðatöskuna tilbúna ef til rýmingar skyldi koma.
16.01.2021 - 18:57
Vill auka rannsóknir á loftslagbreytingum og skriðum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að rannsaka enn frekar möguleg tengsl loftslagsbreytinga og hlýnandi veðurs og skriðufalla á Íslandi. Hann vill efla allar rannsóknir tengdar skriðum enn frekar. Hann fagnar þeim einum komma sex 1,6 milljörðum króna sem árlega fara nú aukalega í Ofanflóðasjóð. Það geti flýtt gerð varnargarða í íbúðabyggð um 20 ár og þeir yrðu tilbúnir um 2030.
Vekur ugg að þurfa að yfirgefa heimili sitt aftur
Guðrún Ásta Tryggvadóttir, íbúi á Seyðisfirði sem var gert að yfirgefa heimili sitt í annað skipti á mánuði segir ugg meðal Seyðfirðinga vegna rýmingarinnar en fólk hjálpist að. „En þetta er óþægilegt. Þetta ýfir upp tilfinningar og maður finnur að taugakerfið er ekki búið að setjast síðan [fyrir jól]. Enda er 15. desember sem við þurftum að fara út úr húsinu okkar fyrst, komum aftur 30. desember og núna er 16. janúar, þannig þetta er ört svolítið.“
16.01.2021 - 12:57