Færslur: Skriðuföll á Seyðisfirði

Efni í stærri skriðu í skriðusári en féll í desember
Sérfræðingar Veðurstofunnar segja ljóst að nýtt hættumat á Seyðisfirði muni áfram sýna umtalsverða skriðuhættu á helstu svæðum og því geti stjórnvöld haft þá staðreynd til hliðsjónar í sinni ákvarðanatöku um varnir og næstu skref. Efni sé í stórar skriður í skriðusárinu, jafnvel stærri en féll í desember.
26.01.2021 - 17:01
17 hús á Seyðisfirði ónýt eða mikið skemmd
39 hús á Seyðisfirði skemmdust við skriðuhrinuna fyrir jól. Þar af eru tólf ónýt, þetta er niðurstaða Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Fimm til viðbótar eru mikið skemmd.
26.01.2021 - 15:18
Rýmingu aflétt undir Múlanum
Rýmingu hefur verið aflétt undir Múlanum á Seyðisfirði, og almannavarnastig lækkað úr hættustigi í óvissustig. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi.
Myndskeið
Gæti tekið hálft ár að hreinsa muni Tækniminjasafnsins
Fyrsta vélsmiðja landsins er mjög illa farin og verður ekki metin til fjár, segir safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands. Hálft ár gæti tekið að hreinsa muni safnsins eftir skriðuföllin á Seyðisfirði og allt að þrjú ár að byggja safnið upp nánast frá grunni. Sjálfboðaliði segir ótrúlegt að eitthvað hafi komi heilt upp úr skriðunni.
25.01.2021 - 09:11
Hættustigi ekki aflýst á Seyðisfirði í bili
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra ætlar ekki að aflétta hættustigi á Seyðisfirði á meðan hreinsunarstarf stendur yfir eftir stóru skriðuna sem féll þar 18. desember. Enn ríkir óvissa um íbúabyggð á tilteknum svæðum í bænum í framtíðinni, en búið er að kalla eftir að hættumati þar verði flýtt. Á meðan kalt er í veðri og ekki rigning telur Veðurstofan þó ekki sé yfirvofandi hætta á skriðum.
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði nema á skriðusvæði
Úrkoma á Seyðisfirði síðastliðna sólarhringa var minni en búist var við. Rýmingu hefur því verið aflétt á þeim svæðum sem rýmd voru í varúðarskyni á föstudagskvöld. Þá mega íbúar í Fossgötu snúa aftur heim, í fyrsta sinn síðan skriðan féll fyrir mánuði.
17.01.2021 - 11:31
Myndskeið
Vel undirbúin rýmingum: „Taskan stendur við rúmgaflinn“
Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar þrátt fyrir mikla rigningu undanfarinn sólarhring. Sumir eru með ferðatöskuna tilbúna ef til rýmingar skyldi koma.
16.01.2021 - 18:57
Vill auka rannsóknir á loftslagbreytingum og skriðum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að rannsaka enn frekar möguleg tengsl loftslagsbreytinga og hlýnandi veðurs og skriðufalla á Íslandi. Hann vill efla allar rannsóknir tengdar skriðum enn frekar. Hann fagnar þeim einum komma sex 1,6 milljörðum króna sem árlega fara nú aukalega í Ofanflóðasjóð. Það geti flýtt gerð varnargarða í íbúðabyggð um 20 ár og þeir yrðu tilbúnir um 2030.
Vekur ugg að þurfa að yfirgefa heimili sitt aftur
Guðrún Ásta Tryggvadóttir, íbúi á Seyðisfirði sem var gert að yfirgefa heimili sitt í annað skipti á mánuði segir ugg meðal Seyðfirðinga vegna rýmingarinnar en fólk hjálpist að. „En þetta er óþægilegt. Þetta ýfir upp tilfinningar og maður finnur að taugakerfið er ekki búið að setjast síðan [fyrir jól]. Enda er 15. desember sem við þurftum að fara út úr húsinu okkar fyrst, komum aftur 30. desember og núna er 16. janúar, þannig þetta er ört svolítið.“
16.01.2021 - 12:57
Engin hreyfing á hlíðinni þrátt fyrir mikla úrkomu
Engin hreyfing hefur mælst í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar í nótt og engar tilkynningar borist um skriður eða spýjur úr fjallinu þrátt fyrir mikla úrkomu og appelsínugula viðvörun. Ofanflóðasérfræðingur veðurstofunnar segir að það hafi ekki rignt jafn mikið og búist var við en spáin sé aðeins seinna á ferðinni.
16.01.2021 - 09:56
Segir mikilvægt að læra af hamförunum á Seyðisfirði
Umhverfisráðherra segir að nýta verði reynslu og þekkingu af hamförunum á Seyðisfirði til að koma koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Í dag hófst vinna við gerð varnarmannvirkja ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
Rýming fyrirskipuð á Seyðisfirði í varúðarskyni
Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að rýma nokkur svæði á Seyðisfirði í öryggisskyni vegna úrkomuspár. Búist er við talsverðri úrkomu sem skellur á skömmu eftir sjö í kvöld.
Mikilli rigningu spáð fyrir austan - staðan metin
Yfirvöld Almannavarna meta nú í samstarfi við Veðurstofuna hvort grípa þarf til sérstakra aðgerða á Seyðisfirði í ljósi mikillar rigningar sem þar er spáð í nótt og á morgun. Reiknað er með niðurstöðu fljótlega eftir hádegi.
15.01.2021 - 12:57
„Ekki boðlegt að vera í þessu limbói“
Starfsfólk frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði fékk far með togaranum Gullveri inn í bæinn eftir að byggingin var rýmd í dag. Rýmingin kom til eftir ábendingu frá íbúa þess efnis að sprunga í stóru skriðunni hefði gliðnað. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar kallar eftir skýrari svörum frá Almannavörnum.
„Kann að koma til frekari rýmingar á Seyðisfirði“
Eftir yfirferð ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands á Seyðisfirði í dag kom í ljós að ekki var um hreyfingar á jarðlögum að ræða. Af öryggisástæðum var hreinsunarstarf stöðvað rétt fyrir hádegi í dag eftir að tilkynning barst um að sprunga í skriðusárinu hefði stækkað.
Vinnusvæði á Seyðisfirði rýmt
Ekki þykir ráðlegt að aflétta frekari rýmingu á Seyðisfirði að sinni vegna úrkomuspár um helgina. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að grannt verði fylgst með svæðinu um helgina vegna væntanlegrar rigningar.
Morgunvaktin
Bráðavarnir við Seyðisfjörð verða tilbúnar fljótlega
Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að enn sé verið að meta tjón af völdum aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í síðasta mánuði. Rýming er enn í gildi á hluta svæðisins og hann segir að hreinsunarstarf muni taka nokkra mánuði.  Hann á von á að bráðavarnir verði tilbúnar innan nokkurra daga og nýjar íbúðir í bænum verði tilbúnar eftir nokkra mánuði. 
Vinnsla hafin á ný í frystihúsinu á Seyðisfirði
Vinnsla í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði hófst í morgun í fyrsta sinn eftir að aurskriða féll á bæinn skömmu fyrir jól. Rekstrarstjóri segir afar ánægjulegt að sjá að lífið sé aftur að færast í fyrra horf í bænum.
Vilja rannsókn á því hvað tafði rýmingu á Seyðisfirði
Heimastjórn Seyðisfjarðar vill að sett verði af stað rannsókn á því hvað varð þess valdandi að rýmingar á Seyðisfirði fóru ekki fram fyrr en aurskriður voru farnar að falla á bæinn. Þá segir stjórnin að endurskoða þurfi allt verklag í kringum hamfarir eins og þær sem urðu í desember.
Hitaveitan til vandræða á Seyðisfirði eftir skriðuna
Ýmis vandamál hafa komið upp við að halda hitaveitu á Seyðisfirði gangandi eftir skriðuföllin um miðjan desember. Höggbylgjan af völdum skriðunnar laskaði kerfið og hefur leki komið að kerfinu á nokkrum stöðum.
Segir að skriðuföllin á Seyðisfirði séu viðvörunarmerki
Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands segir að skriðuföllin á Seyðisfirði fyrir jól séu mikið viðvörunarmerki. Skriðuföllin megi rekja til veðurfarsbreytinga. Minna frost í fjöllum sé líklega að hafa áhrif á stöðugleika fjallshlíða.
Myndband
„Áfall fyrir bæjarbúa og menningarsögu þjóðarinnar“
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Seyðisfjörð í gær og skoðaði tjón á minjum. Hún segir tjónið mikið áfall fyrir bæjarbúa og menningarsögu þjóðarinnar.
Banna endurbyggingu á skriðusvæðinu á Seyðisfirði
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum í dag tillögu þess efnis að bannað verði að endurbyggja húsnæði á þeim lóðum sem urðu fyrir skriðuföllum í desember.
06.01.2021 - 15:30
Mesta tjón frá Suðurlandsskjálftanum árið 2008
Tjónið eftir skriðuföllin á Seyðisfirði er það mesta sem komið hefur inn á borð Náttúruhamfaratryggingar Íslands frá Suðurlandsskjálftanum árið 2008. Þegar hafa borist um sextíu tilkynningar um tjón.
Hraða vinnu við rannsóknir og eftirlit á Seyðisfirði
Á næstu vikum gætu legið fyrir fyrstu upplýsingar úr frumathugun á því hvaða varnarmannvirki henta best ofan byggðar á Seyðisfirði. Enn er mikið af rannsóknum og eftirliti að hefjast en reynt verður að hraða þeirri vinnu eins og hægt er.