Færslur: Skotárásir

Móðir árásarmanns hafði varað við honum
Árásarmaðurinn sem varð átta að bana í Indianapolis í gær var nítján ára piltur sem lögregla yfirheyrði í fyrra eftir ábendingu frá móður hans. Þá var byssa í hans eigu gerð upptæk. Móðir piltsins sagði fyrir ári að hún óttaðist um son sinn, að hann myndi reyna að gera eitthvað svo að lögregla yrði honum að bana.
16.04.2021 - 21:39
Mörg særð eftir skotárás í Indianapolis
Nokkur fjöldi fólks varð fyrir skoti þegar karlmaður hóf skothríð við starfsstöð Fedex-flutningafyrirtækisins nærri flugvellinum í Indianapolis, fjölmennustu borg Indianaríkis, í gærkvöld. Lögregla hefur ekki upplýst um fjölda þeirra sem særðust umfram það að þau hafi verið nokkur. Hin sáru voru flutt á sjúkrahús, en ekki hefur komið fram hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Fjölmiðlar vestra hafa eftir talskonu lögreglu að lögreglumenn á vettvangi telji árásarmanninn hafa svipt sig lífi.
Myndskeið
„Nóg er komið af bænum, nú þurfa verkin að tala“
Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í dag aðgerðir til þess að setja hömlur á skotvopnaeign í Bandaríkjunum. Hann var heldur harðorður í garð þingmanna sem hann hvatti til þess að samþykkja frumvörp um hertari byssulöggjöf.
08.04.2021 - 22:24
Myndskeið
Aldrei fleiri skotvopn seld í Bandaríkjunum en í fyrra
Yfir fjögur þúsund Bandaríkjamenn hafa verið skotnir til bana það sem af er þessu ári. Aldrei hafa fleiri skotvopn verið seld þar í landi en í fyrra eða tuttugu og þrjár milljónir vopna. Lagabreytingar um bakgrunnsupplýsingar byssukaupenda bíða nú samþykktar öldungadeildar Bandaríkjaþings.
28.03.2021 - 19:24