Færslur: Skotárásir

Hæstiréttur Bandaríkjanna
Bannað að banna fólki að bera byssur á almannafæri
Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að rúmlega aldargömul löggjöf í New York-ríki, sem takmarkar heimildir fólks til að bera skotvopn á almannafæri, stangist á við annan viðauka stjórnarskrárinnar. Úrskurðurinn setur svipaða löggjöf í öðrum ríkjum Bandaríkjanna í uppnám og er mikið högg fyrir þau öfl sem vinna að því að draga úr byssuofbeldi þar í landi.
Báðir flokkar sammælst um drög að hertri byssulöggjöf
Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum hefur sammælst um frumvarpsdrög um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Verði frumvarpið samþykkt verður það viðamesta frumvarp tengt harðri byssulöggjöf til að fara í gegnum öldungadeildina í áratugi.
12.06.2022 - 18:00
Fjöldi fólks krafðist aðgerða gegn byssuofbeldi
Fjöldi fólks saman víðs vegar í Bandaríkjunum í dag og krafðist strangari vopnalöggjafar og aðgerða af hálfu stjórnvalda til að fækka skotárásum og draga úr byssuofbeldi almennt. Fjölmennust voru mótmælin í höfuðborginni Washington, þar sem baráttufólk fyrir harðari vopnalöggjöf hafði stillt upp rúmlega 45.000 hvítum blómavösum; einum vasa fyrir hverja manneskju sem féll fyrir byssukúlu í Bandaríkjunum árið 2020.
Sjónvarpsfrétt
„Hann skaut vinkonu mína“
Ellefu ára stúlka sem lifði af skotárásina í Uvalde í Texas lýsti því fyrir þingnefnd í dag hvernig hún makaði á sig blóði látins bekkjarfélaga til að villa um fyrir árásarmanninum. Bandaríkjaþing ræðir nú frumvarp um að herða skotvopnalöggjöfina í landinu.
Myrtu fimm ungmenni og eldri konu á götu úti
Byssumenn úr glæpagengi myrtu fimm ungmenni og eina konu á sjötugsaldri á götu úti í bænum Barron í Guanajuatoríki í Mexíkó, á mánudag. Lögreglu- og bæjaryfirvöld greindu frá þessu í gær. Í frétt AFP er haft eftir lögreglu að byssumennirnir hafi skotið á hóp menntskælinga á aldrinum 16 - 18 ára að kvöldi mánudags og drepið fimm þeirra; þrjá pilta og tvær stúlkur, og líka hálfsjötuga konu sem var á gangi á sömu slóðum. Bæjarstjórinn Cesar Prieto staðfesti þetta.
Segir þingið verða að grípa til aðgerða gegn skotárásum
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, segir að þingið verði að grípa til aðgerða gegn byssuofbeldi í landinu. Fjögur voru skotin til bana á sjúkrahúsi í Oklahoma í gær og dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins ræðir í kvöld frumvarp um breytingar á byssulöggjöf landsins.
Mannskæðar árásir í Örebro um helgina
Tvennt lést í skotárás í Varberga-hverfinu í sænsku borginni Örebro í gærkvöld. Á föstudag fannst maður örendur í bíl sínum eftir skotárás í sama hverfi. Lögregla rannsakar hvort málin tengist.
30.05.2022 - 05:20
„Hið illa“ skýrir fjölda skotárása, ekki byssurnar
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að hið illa og illska mannanna séu helsta orsök þess hve margar banvænar skotárásir eru framdar í Bandaríkjunum, en ekki skotvopnin eða lögin sem um þau gilda. Þetta kom fram í ræðu Trumps á ársfundi NRA, hagsmunasamtaka byssueigenda, í Texas í gær.
29.05.2022 - 04:21
Mikil umfjöllun um skotárásir leiði til fleiri árása
Stjórnmálafræðingur segir að mikil fjölmiðlaumfjöllun um skotárásir virðist oft leiða af sér fleiri skotárásir. Átján ára piltur myrti minnst nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í Bandaríkjunum á þriðjudag, viku eftir mannskæða skotárás í Buffalo.
Lögregla í Toronto banaði vopnuðum byssumanni
Lögregla í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, skaut ungan, vopnaðan mann til bana í gær. Ákveðið var að loka nokkrum skólum í borginni vegna líkinda við mannskæða árás í Bandaríkjunum fyrir tveimur dögum.
27.05.2022 - 02:00
Sjónvarpsfrétt
Árásarmaðurinn sagði: „Tími til að deyja“
Drengur sem lifði skotárásin í Texas af segir að árásarmaðurinn hafi kallað: "Tími til að deyja" áður en hann hóf skothríðina. Drengurinn náði að fela sig og þar með forðast skot árásarmannsins. Lögreglan sætir gagnrýni fyrir að bregðast of seint við meðan á árásinni stóð.
Árásin í Texas: Viðbrögð lögreglu gagnrýnd
Maðurinn sem myrti 21 í barnaskóla í Texas í fyrrakvöld var í skólanum í um 40 mínútur áður en hann var yfirbugaður af landamæravörðum. Fjöldi lögreglumanna fyrir utan skólann réðist ekki til inngöngu þrátt fyrir að fólk á vettvangi hafi hvatt til þess.
Sjónvarpsfrétt
„Á meðan Texas er rautt mun þetta ekki breytast“
Sigurður Ragnar Sigurliðason, Íslendingur sem býr nærri Uvalde í Texas, segir mikla sorg í bænum. Hann segist vera orðinn dofinn fyrir skotárásum því þær séu svo algengar. 
26.05.2022 - 10:32
Læsti sig inni í skólastofu með fórnarlömbunum
Ódæðismaðurinn sem myrti minnst nítján börn og tvo kennara í skóla í Texas í gær, var innilokaður í skólanum í um klukkustund, áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Morðinginn sagði vini sínum frá þessum áformum nokkrum mínútum áður en hann skaut fyrsta fórnarlambið. 
25.05.2022 - 22:35
Skotárás í Texas
Áttunda fjöldamorðið í Bandaríkjunum það sem af er ári
Átján ára piltur myrti minnst nítján börn og tvo kennara þegar hann réðst til atlögu í grunnskóla fyrir yngri bekki í smábænum Uvalde í Texas í gær, vopnaður skammbyssu og riffli. Lögregla skaut árásarmanninn til bana. Þetta er áttunda fjöldamorðið sem framið er í Bandaríkjunum á þessu ári.
Fréttavaktin
Myrti nítján börn í skólaskotárás
Átján ára árásarmaður myrti nítján börn og tvo kennara í skotárás á skóla fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í bænum Uvalde í Texas í Bandaríkjunum. Morðinginn var felldur á vettvangi.
24.05.2022 - 20:26
Sjónvarpsfrétt
Fjöldamorðinginn í Buffalo ætlaði að myrða fleiri
Þrettán manns voru skotin til bana á þremur stöðum í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn sem myrti tíu í Buffalo ætlaði sér að ráðast á fleiri skotmörk.
Stöðvuðu byssumann og bundu með rafmagnssnúrum
Kirkjugestir í Geneva-kirkjunni í bænum Laguna Woods í Orange-sýslu í Kaliforníu komu í veg fyrir að byssumaður sem réðst að þeim myrti fjölda manns. Árásarmaðurinn náði að myrða einn úr þeirra hópi og særa fimm, þar af fjóra lífshættulega, áður en nokkrir þeirra náðu að stöðva hann og binda og koma þannig í veg fyrir að hann myrti fleiri.
Skotárás í Kaliforníu og byssubardagi í Texas
Tveir létust og þrír særðust í skotbardaga á útimarkaði í Texas á sunnudag og einn lést þegar skotárás var gerð við kirkju í Kaliforníu. Alríkislögreglan yfirheyrir vitni vegna mannskæðrar skotárásar í New York ríki á laugardag.
16.05.2022 - 00:56
Myrti tíu manns í Buffalo í New York-ríki
Kornungur, hvítur byssumaður myrti tíu manns í matvöruverslun í borginni Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum síðdegis í dag og særði þrjú, þar af tvö lífshættulega. Alríkislögreglan FBI rannsakar málið sem hatursglæp og glæp sem sprottinn er af kynþáttahyggju.
Tugir féllu í árás vígamanna á gullnámu í Kongó
Vopnaðir vígamenn réðust um helgina að gullnámu og myrtu tugi manna í Ituri-héraði í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Ungbarn er meðal hinna myrtu.
Táningspiltur skotinn í bringuna í Stokkhólmi
Piltur á táningsaldri var skotinn í bringuna í Skarpnäck-hverfinu í Stokkhólmi í kvöld, en lifði árásina af og hringdi sjálfur í neyðarlínuna. Lögregla er með mikinn viðbúnað og fjölmennt lið í hverfinu.
18.04.2022 - 01:28
Víðtæk leit að árásarmanninum í New York
Fjölmenn og umfangsmikil leit stendur yfir í New York-borg að karlmanni á sjötugsaldri, sem talinn er tengjast skotárás sem gerð var í neðanjarðarlest þar í borg á þriðjudag. 10 manns hlutu skotsár í árásinni og 19 til viðbótar leituðu aðhlynningar á sjúkrahúsum vegna annarra meiðsla. Enginn mun þó vera í lífshættu, að sögn heilbrigðisyfirvalda.
13.04.2022 - 01:36
Mikil leit að morðingja heimilislausra
Lögregla í Bandaríkjunum leitar nú byssumanns sem grunaður er um að hafa myrt myrt og sært heimilislaust fólk á götum stórborganna Washington og New York í mars.
Tilkynning um skotárás í Vesturbæ reyndist tilhæfulaus
Mikill viðbúnaður var við hús í vesturbæ Reykjavíkur um kvöldmatarleytið en tilkynning barst um að karlmaður særður skotsári væri þar innandyra. Svo reyndist þó ekki vera og talið er lögregla hafi verið göbbuð á staðinn. Einn var handtekinn vegna málsins.