Færslur: skólastarf

Töluverðar raskanir á skólastarfi vegna smita
Framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins segir töluverðar raskanir vera á skólastarfi vegna fjölda smita. Heilu árgangarnir og bekkirnir séu í sóttkví og hann segir mikilvægt að fólk fari varlega því smit séu út um allt.
15.11.2021 - 09:00
Staða í skólum að mörgu leyti erfiðari en áður í COVID
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur telur stöðuna í skólum að mörgu leyti erfiðari við að eiga nú en á fyrri stigum Covidfaraldursins. Dæmi eru um að skólabörn hafi þurft að fara allt að sjö sinnum í sóttkví.
20.10.2021 - 08:19
Sjónvarpsfrétt
Undirbúa nemendur fyrir framtíðina en ekki fortíðina
Grunnskóli á Akureyri hefur séð til þess að allir nemendur hafi nú aðgang að spjaldtölvu eða tölvu við nám sitt. Markmiðið er að nútímavæða skólastarfið og auka við fjölbreytni og leiðir í námi.
Óvíst hvort tilslakanir hafi áhrif á skólastarf
Enn er óvíst hvort nýjustu tilslakanir á sóttvarnareglum, sem tóku gildi á miðnætti, hafi áhrif á starfsemi leik- og grunnskóla. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, telur að varfærni og hólfaskipting í grunnskólum hafi skilað árangri.
Átta fyrstu bekkingar smitaðir á Ísafirði
Fjórir nemendur til viðbótar í 1. bekk í Grunnskólanum á Ísafirði hafa greinst með kórónuveiruna. Smitin eru því orðin átta alls, öll í 1. bekk. Umfangsmikil sýnataka fór fram á Ísafirði í gær og lágu niðurstöður fyrir í dag. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að há gildi séu í sýnunum og að búist sé við að smitum fjölgi.
30.08.2021 - 16:03
Óttast hópsmit á Vestfjörðum - Skima 80 manns í dag
Áttatíu eru í sóttkví eftir að tveir nemendur við Grunnskólann á Ísafirði greindust með kórónuveiruna. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, telur óhætt að segja að hópsmit sé komið upp fyrir vestan. Hann staðfestir þá við fréttastofu að smitin í skólanum megi rekja til áhafnar togarans Páls Pálssonar en starfsmaður greindist þar um borð í síðustu viku.
29.08.2021 - 13:06
Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.
Mikill vilji landsmanna að fá  „heiminn heim“
Róðurinn hefur verið þungur hjá skiptinemasamtökum AFS á Íslandi á tímum kórónuveirufaraldursins. Skera þurfti tímabundið niður og var starfsemin því minnkuð nokkuð. Nú horfir hins vegar til betri vegar á ný en á föstudag er von á 27 erlendum skiptinemum frá hátt í tuttugu löndum.
18.08.2021 - 15:26
Foreldrar athugi hvort börn kvíði skólanum út af covid
Barnasálfræðingur segir að foreldrar þurfi að ræða við þau börn sem eru kvíðin að byrja í skólanum út af vovid. Þá þurfi að hafa í huga að börn skynji ef foreldrar hafi miklar áhyggjur og að við því þurfi að bregðast. 
18.08.2021 - 12:20
Sjónvarpsfrétt
Víða spáð í bólusetningarskyldu starfsfólks
Ef starfsemi krefst þess og ákvörðunin er málefnaleg þá geta vinnuveitendur farið fram á upplýsingar um hvort að starfsmenn séu bólusettir. Þetta segir forstjóri Persónuverndar. Það þurfi að meta hverju sinni þegar vernda á meiri hagsmuni fyrir minni. Margir stigu sín fyrstu skref í framhaldsskóla í dag.
Byrjun skólastarfsins verður áskorun út af Covid
Menntamálaráðherra segir upphaf nýs skólaárs vera áskorun og hvetur foreldra til að ræða ástandið við börn sín. Forseti framhaldsskólanema segir þá ánægða með að fá að mæta í skólann.
Stærsta óskin að staðnám verði tryggt í haust
Framhaldsskólanemar binda vonir við að skólastarf í vetur geti orðið með eðlilegum hætti. Stærsta óskin er að bæði verði hægt að tryggja staðnám og gott félagslíf í framhaldsskólum landsins.
12.08.2021 - 13:34
Bólusetning 12-15 ára skýrist á næstu vikum
Það skýrist á næstu tveimur eða þremur vikum hvort mælt verði með bólusetningu barna á aldrinum 12-15 ára hér á landi. Þetta segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2. Enn er óljóst hvort skólastarf verði takmörkunum háð.
Búin að herða eða slaka fimmtán sinnum
Skólastjórar grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu segjast komnir í góða þjálfun við að herða og slaka á sóttvarnareglum. Nýjar reglur hafi lítil áhrif á daglegt líf nemenda. 
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Nemendur flestir fegnir að fá að fara í skólann
Jón Páll Haraldsson, skólastjóri í Laugalækjarskóla, segir að það gangi vel að fylgja sóttvarnareglum í skólanum. Nemendur finni þó sumir fyrir innilokunarkennd með grímur og kennararnir verði andstuttir eftir kennslutíma.
04.11.2020 - 18:22
Staðfest kórónuveirusmit í Fellaskóla
Alls eru nú 60 til 70 nemendur og sjö til átta starfsmenn Fellaskóla í Reykjavík í sóttkví. Staðfest er að kórónuveirusmit kom upp í tveimur árgöngum skólans í vikubyrjun.
09.10.2020 - 17:41
Sóttvarnir hafa lítil áhrif á skólastarf
Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á ekki von á að hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu leiði til frekari röskunar á skólastarfi.
07.10.2020 - 17:55
Spyrja sig hvort sóttvarnir í skólum séu nægar
Það þarf að skoða í hverjum skóla fyrir sig hvað hægt er að gera til að takmarka röskun á skólastarfi vegna farsóttarinnar, að mati formanns félags grunnskólakennara. Grunnskólakennarar séu hræddir eins og aðrir landsmenn.
Vill byggja nýjan Lundarskóla í stað endurbóta
Endurgerð Lundarskóla verður boðin út innan skamms. Bæjarráðsfulltrúi talar á móti framkvæmdinni og segir ákvörðunina ekki hafa verið kynnta nægilega vel. Hann vill byggja nýjan skóla og telur kostnað endurbóta geta endað í 80 prósentum af kostnaði nýbyggingar.
11.09.2020 - 15:53
Endurnýja Lundarskóla fyrir 1,6 milljarða
Starfsemi Lundarskóla á Akureyri hófst á réttum tíma í haust. Hluta skólans var lokað í vor vegna myglu. Kostnaður við bráðabirgðalagfæringar og flutninga á milli stofnana í sumar er 150 milljónir króna. Gerðar verða gagngerar endurbætur á skólanum og er kostnaður metinn á 1,6 milljarða króna.
04.09.2020 - 16:02
„Mjög skrítin byrjun á skólahaldi“
„Þetta er nú mjög skrítin byrjun á skólahaldinu, það verður bara að segjast alveg eins og er,“ segir Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri í Hvassaleitisskóla, í samtali við fréttastofu. Starfsfólk skólans var sent í tveggja vikna sóttkví í gær, tæplega 40 manns, og skólahúsnæðið verður lokað til og með 2. september.  
23.08.2020 - 15:04
Háteigsskóla lokað vegna þriggja Covid-19 smita
Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa verið greindir með Covid-19, tveir kennarar og einn starfsmaður félagsmiðstöðvar. Fjöldi nemenda og starfsmanna eru í sóttkví. Þetta staðfestir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.
17.03.2020 - 10:23