Færslur: skólastarf

Vill byggja nýjan Lundarskóla í stað endurbóta
Endurgerð Lundarskóla verður boðin út innan skamms. Bæjarráðsfulltrúi talar á móti framkvæmdinni og segir ákvörðunina ekki hafa verið kynnta nægilega vel. Hann vill byggja nýjan skóla og telur kostnað endurbóta geta endað í 80 prósentum af kostnaði nýbyggingar.
11.09.2020 - 15:53
Endurnýja Lundarskóla fyrir 1,6 milljarða
Starfsemi Lundarskóla á Akureyri hófst á réttum tíma í haust. Hluta skólans var lokað í vor vegna myglu. Kostnaður við bráðabirgðalagfæringar og flutninga á milli stofnana í sumar er 150 milljónir króna. Gerðar verða gagngerar endurbætur á skólanum og er kostnaður metinn á 1,6 milljarða króna.
04.09.2020 - 16:02
„Mjög skrítin byrjun á skólahaldi“
„Þetta er nú mjög skrítin byrjun á skólahaldinu, það verður bara að segjast alveg eins og er,“ segir Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri í Hvassaleitisskóla, í samtali við fréttastofu. Starfsfólk skólans var sent í tveggja vikna sóttkví í gær, tæplega 40 manns, og skólahúsnæðið verður lokað til og með 2. september.  
23.08.2020 - 15:04
Háteigsskóla lokað vegna þriggja Covid-19 smita
Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa verið greindir með Covid-19, tveir kennarar og einn starfsmaður félagsmiðstöðvar. Fjöldi nemenda og starfsmanna eru í sóttkví. Þetta staðfestir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.
17.03.2020 - 10:23