Færslur: skólastarf

Búin að herða eða slaka fimmtán sinnum
Skólastjórar grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu segjast komnir í góða þjálfun við að herða og slaka á sóttvarnareglum. Nýjar reglur hafi lítil áhrif á daglegt líf nemenda. 
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Nemendur flestir fegnir að fá að fara í skólann
Jón Páll Haraldsson, skólastjóri í Laugalækjarskóla, segir að það gangi vel að fylgja sóttvarnareglum í skólanum. Nemendur finni þó sumir fyrir innilokunarkennd með grímur og kennararnir verði andstuttir eftir kennslutíma.
04.11.2020 - 18:22
Staðfest kórónuveirusmit í Fellaskóla
Alls eru nú 60 til 70 nemendur og sjö til átta starfsmenn Fellaskóla í Reykjavík í sóttkví. Staðfest er að kórónuveirusmit kom upp í tveimur árgöngum skólans í vikubyrjun.
09.10.2020 - 17:41
Sóttvarnir hafa lítil áhrif á skólastarf
Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á ekki von á að hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu leiði til frekari röskunar á skólastarfi.
07.10.2020 - 17:55
Spyrja sig hvort sóttvarnir í skólum séu nægar
Það þarf að skoða í hverjum skóla fyrir sig hvað hægt er að gera til að takmarka röskun á skólastarfi vegna farsóttarinnar, að mati formanns félags grunnskólakennara. Grunnskólakennarar séu hræddir eins og aðrir landsmenn.
Vill byggja nýjan Lundarskóla í stað endurbóta
Endurgerð Lundarskóla verður boðin út innan skamms. Bæjarráðsfulltrúi talar á móti framkvæmdinni og segir ákvörðunina ekki hafa verið kynnta nægilega vel. Hann vill byggja nýjan skóla og telur kostnað endurbóta geta endað í 80 prósentum af kostnaði nýbyggingar.
11.09.2020 - 15:53
Endurnýja Lundarskóla fyrir 1,6 milljarða
Starfsemi Lundarskóla á Akureyri hófst á réttum tíma í haust. Hluta skólans var lokað í vor vegna myglu. Kostnaður við bráðabirgðalagfæringar og flutninga á milli stofnana í sumar er 150 milljónir króna. Gerðar verða gagngerar endurbætur á skólanum og er kostnaður metinn á 1,6 milljarða króna.
04.09.2020 - 16:02
„Mjög skrítin byrjun á skólahaldi“
„Þetta er nú mjög skrítin byrjun á skólahaldinu, það verður bara að segjast alveg eins og er,“ segir Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri í Hvassaleitisskóla, í samtali við fréttastofu. Starfsfólk skólans var sent í tveggja vikna sóttkví í gær, tæplega 40 manns, og skólahúsnæðið verður lokað til og með 2. september.  
23.08.2020 - 15:04
Háteigsskóla lokað vegna þriggja Covid-19 smita
Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa verið greindir með Covid-19, tveir kennarar og einn starfsmaður félagsmiðstöðvar. Fjöldi nemenda og starfsmanna eru í sóttkví. Þetta staðfestir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.
17.03.2020 - 10:23