Færslur: Skólar

Lögregla í Toronto banaði vopnuðum byssumanni
Lögregla í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, skaut ungan, vopnaðan mann til bana í gær. Ákveðið var að loka nokkrum skólum í borginni vegna líkinda við mannskæða árás í Bandaríkjunum fyrir tveimur dögum.
27.05.2022 - 02:00
Sjónvarpsfrétt
Áttræður og alltaf vinsæll
Í dag eru áttatíu ár frá því að Hússtjórnarskólinn í Reykjavík hóf starfsemi sína. Síðan þá hafa mörg þúsund konur og karlar lært þar það sem þarf til heimilishalds og skólameistarinn segir skólann síungan og í takt við breytta tíma. Sjálf stendur hún á tímamótum og mun senn láta af störfum.
07.02.2022 - 19:52
Rautt viðbúnaðarstig vegna covid í Ekvador
Yfirvöld í Ekvador hafa lýst yfir rauðu viðbúnaðarstigi vegna tíföldunar kórónuveirusmita í landinu. Tilskipunin nær yfir 193 af 221 kantónu landsins, ásamt stórborgum á borð við Quito og Guayaquil.
Slakað á sóttvarnatakmörkunum í Hollandi
Hollensk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á sóttvarnareglum í ljósi þess að sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað þrátt fyrir mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Nemendum Hagaskóla kennt á þremur stöðum vegna myglu
Skólastjórnendur í Hagaskóla hafa tilkynnt foreldrum að einhverjar tafir verði á skólabyrjun þessa önnina, bæði vegna myglu sem mælst hefur í húsnæðinu og vegna skipulags sóttvarnaraðgerða. Nemendum skólans verður kennt á þremur stöðum í borginni. 9. bekk verður kennt í Ármúla, 8. bekk á Hótel Sögu en 10. bekkurinn verður áfram í Hagaskóla. Kennsla verður skert í skólanum í þessari viku, en gert er ráð fyrir fullum skóladögum eftir 10. janúar.
04.01.2022 - 15:36
Bandaríkjamenn fresta opnun skóla vegna veirunnar
Fjórða bylgja heimsfaraldurs kórónuveirunnar geysar sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum, en hlutfall sjúklinga á sjúkrastofnunum sem liggja inni vegna veirunnar hækkaði um 40% í síðastliðinni viku. Vegna stöðunnar hefur opnun fleiri þúsund skóla í landinu eftir hátíðarnar verið frestað.
03.01.2022 - 23:12
Sjónvarpsfrétt
Óvíst um áhrif óbreytts skólahalds á faraldurinn
Sóttvarnalæknir segir óvíst hvort óbreytt skólahald eftir áramót muni hafa áhrif á þróun kórónuveirufaraldursins, en tillögu hans um að því yrði frestað var hafnað á ríkisstjórnarfundi í gær. Flestir sem greindust í gær voru börn á yngri stigum grunnskólans.
Á varðbergi vegna hótana um skotárásir í skólum
Bandarísk stjórnvöld og löggæsla eru á varðbergi vegna orðróms á samskiptaforritinu Tik Tok um fyrirhugaðar skotárásir í skólum. Yfirvöld segja þó enga trúverðuga hótun hafa borist.
18.12.2021 - 00:37
Fimmtán ára ákærður sem fullorðinn maður
Ethan Crumbley fimmtán ára nemandi við gagnfræðaskóla í bænum Oxford í Michigan í Bandaríkjunum sem í gær skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö hefur verið ákærður.
02.12.2021 - 00:18
Bandaríkin greiða bætur vegna árásanna í Parkland
Bandaríska dómsmálaráðuneytinu verður gert að greiða 130 milljónir dala til fjölskyldna og eftirlifenda skotárásarinnar í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída árið 2018.
23.11.2021 - 05:46
Að minnsta kosti fimm látnir eftir árás í Wisconsin
Að minnsta kosti fimm eru látnir og 40 slasaðir eftir að jeppa var ekið á miklum hraða gegnum jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Óttast er að tölurnar eigi eftir að hækka eftir því sem rannsókn miðar áfram.
22.11.2021 - 05:40
Óvíst hvort tilslakanir hafi áhrif á skólastarf
Enn er óvíst hvort nýjustu tilslakanir á sóttvarnareglum, sem tóku gildi á miðnætti, hafi áhrif á starfsemi leik- og grunnskóla. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, telur að varfærni og hólfaskipting í grunnskólum hafi skilað árangri.
Slakað á reglum í stærstum hluta Nýja Sjálands
Slakað verður á útgöngubanni og öðrum samkomutakmörkunum á Nýja Sjálandi í vikunni. Strangar reglur gilda þó áfram í Auckland, stærstu borg landsins.
Endurreisn skólakerfis Haítí er kapphlaup við tímann
Stjórnvöld á Haítí keppast nú við að koma nemendum aftur að skólaborðinu eftir að harður jarðskjálfti reið yfir í síðasta mánuði. Allt kapp er lagt á að skólaárið fari ekki til spillis.
05.09.2021 - 03:24
Banvæn skotárás í bandarískum miðskóla
Nemandi við Mount Tabor miðskólann í borginni Winston-Salem í Norður-Karólínu var skotinn til bana í dag. Yfirvöld óttast að skotárásum í skóla fjölgi að nýju eftir að nemendur snúa til baka í staðnám.
Endurbólusetning fer mishratt af stað eftir landshlutum
Endurbólusetning fyrir þá sem fengu bóluefni Janssen fer mishratt af stað eftir landshlutum, samkvæmt upplýsingum úr hverju heilbrigðisumdæmi fyrir sig. Hún hefst alls staðar á landinu á næstu tveimur vikum og víðast hvar er skólastarfsfólk fremst í röðinni.
03.08.2021 - 13:45
Syrtir í álinn í Suðurríkjunum vegna COVID-19
Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir og nú legið inni með COVID-19 á sjúkrahúsum í Flórida og Louisiana í Bandaríkjunum. Ástæðan er gríðarleg útbreiðsla Delta-afbirgðis kórónuveirunnar.
„Einkenni barnanna eru varla merkjanleg“
Þrjú börn í Ísaksskóla greindust með COVID-19 í gær og í fyrradag. Smitin eru ekki rakin til skólans, enda hafa börnin ekki mætt í skólann síðustu vikuna. „Einkenni þessara barna voru svo lítil að þau voru varla merkjanleg, þess vegna er svo mikilvægt að vera á varðbergi fyrir minnstu einkennum. Maður er vanur að hrista af sér hor í nos en það gildir ekki núna,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu.
01.04.2021 - 10:36
Nemandi í MK smitaður en enginn í sóttkví
Einn nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefur greinst með COVID-19. Guðríður Eldey Arnardóttir skólameistari segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða smitrakningar hafi leitt í ljós að ekki þurfi að senda nokkurn í sóttkví.
Fossvogsskóli flytur í Korpuskóla
Börnum í Fossvogsskóla verður frá og með þriðjudeginum kennt í húsnæði Korpuskóla. Það stendur við Bakkastaði í Grafarvogi og hefur staðið ónotað síðan í fyrravor þegar þrír skólar í hverfinu voru sameinaðir í tvo. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að vissulega verði langt fyrir börnin að fara í skólann, en enginn betri kostur hafi verið í stöðunni.
19.03.2021 - 16:42
Nokkrir foreldrar hafa tekið börn sín úr Fossvogsskóla
Foreldrar barna við Fossvogsskóla furða sig á að skýrsla Verkís um stofu 8 í skólanum skuli ekki enn hafa verið birt. Þar koma fram upplýsingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands þess efnis að sveppinn kúlustrýnebba sé þar að finna í meira umfangi en búist var við.
12.03.2021 - 13:40
Samræmdum könnunarprófum frestað fram í næstu viku
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að taka þurfi af allan vafa um að rafrænt prófakerfi við samræmd próf standist álag. Því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta prófum í stærðfræði og ensku sem átti að halda á morgun og miðvikudag.
08.03.2021 - 16:12
Vandræði í morgun við rafrænt samræmt íslenskupróf
Hluti þeirra níundabekkjarnemenda sem áttu að þreyta rafrænt samræmt íslenskupróf í morgun lenti í vandræðum með að tengjast prófakerfinu eða missti ítrekað samband við það. Menntamálastofnun vinnur nú að greiningu vandans og metur í kjölfarið til hvaða bragðs verður tekið varðandi framhald samræmdra prófa.
08.03.2021 - 11:45
Fjórir fengu Íslensku menntaverðlaunin
Íslensku menntaverðlaunin voru veitt í dag. Tilgangur þeirra er að vekja athygli á því starfi sem unnið er á öllum skólastigum og voru þau veitt í fjórum flokkum.
13.11.2020 - 18:38
Áhersla á að framhaldsskólanemar komist aftur í skólana
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir allan metnað lagðan í að koma framhaldsskólanemendum aftur í skólann að teknu tilliti til sóttvarnareglna. Lilja flutti í morgun Alþingi munnlega skýrslu sína um stöðu skólamála á tímum COVID-19 þar sem hún fór yfir stöðuna á hinum ýmsu skólastigum.