Færslur: Skjálftavirkni

Skjálftavirkni við Geysi
Skjálftahrina hefur staðið yfir í nótt og í morgun á Haukadalsheiði við norðaustanvert Sandfell, á svonefndu Vesturgosbelti.
24.05.2022 - 10:20
Um 600 skjálftar á Reykjanesi undanfarinn sólarhring
Undanfarinn sólarhring hafa mælst um sex hundruð jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Næsta sólarhring á undan voru þeir nokkuð færri. Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, er ekkert sérstakt hægt að lesa í þá breytingu enda segir hann að virknin geti verið sveiflukennd.
Á fjórða hundrað jarðskjálftar frá miðnætti
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og á fjórða hundruð skjálftar hafa þar mælst frá miðnætti. Skjálftarnir koma í kviðum, sá stærsti var 3,3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir von á nýjum gögnum um stöðu mála.
Áfram landris við Öskju þó hægt hafi á risinu
Landris heldur áfram við Öskju og nemur nú 15 sentimetrum. Sér­fræðing­ur á sviði jarðskorpu­hreyf­inga á Veðurstofunni segir margt benda til að hægt hafi á risinu.
19.10.2021 - 13:08
Tíðindalaust á náttúruvár-vígstöðvunum
Á meðan landinn er talsvert skekinn vegna skakkafalla í talningu atkvæða sem greidd voru í alþingiskosningunum um liðna helgi kveður heldur við annan tón á vettvangi náttúruvár hér á landi. Þar ríkir kyrrð og ró, alltént í augnablikinu.
„Þetta gat ekki gerst á verri stað“
Margra klukkustunda rafmagnsleysi í Grindavík á föstudaginn er ekki rakið til skjálftavirkni. Forstjóri HS veitna segir að þetta hefði ekki getað gerst á verri stað. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að reynslan sem varð til í Vestmannaeyjagosinu nýtist vel í þeim jarðhræringum sem nú eru á Reykjanesskaga.
Gosórói mælist á Reykjanesskaga
Gosórói mælist á Reykjanesi. Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Verið er að yfirfara gögn, en eins og er hafa mælst óróapúlsar sem við að búast við í aðdraganda eldgoss. 
Hátt í 17.000 skjálftar frá upphafi hrinunnar
Meira en 16.500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir viku, þegar skjálfti af stærðinni 5,7 varð á miðvikudagsmorguninn 24. febrúar. Frá miðnætti hafa mælst meira en 800 skjálftar, þar af átta stærri en 3.
Hræddir hundar á kvíðastillandi vegna jarðskjálftanna
Dýralæknir segir mikið um að hundaeigendur hafi samband  vegna vanlíðunar hunda sinna í jarðskjálftunum. Nokkuð er um að hundar fái kvíðastillandi lyf til að slá á óróleikann en mikilvægast er að sýna þeim hlýju og stuðning.
Myndskeið
Meira en 50 sprungur á vegum við skjálftasvæðið
Margar sprungur má sjá á vegum á skjálftasvæðinu. Fólk á meðferðarheimilinu í Krýsuvík finnur vel fyrir skjálftunum. Í Vogum eru flestir íbúar æðrulausir segir bæjarstjórinn þótt mikið gangi á.
Vísindaráð dregur upp mögulegar sviðsmyndir
Á fundi Vísindaráðs almannavarna sem lauk nú á sjötta tímanum voru mögulegar sviðsmyndir sem snúa að kvikuinnskoti undir svæðinu við Fagradalsfjall ræddar. Meðal þeirra eru að það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur, hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð, í nágrenni við Fagradalsfjall, skjálfti af stærð allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum og kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall.
Nærri 2.500 skjálftar á Reykjanesskaga síðan á miðnætti
Mælar Veðurstofunnar hafa mælt nærri 2500 skjálfta á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti. Þar af voru fimm stærri en þrír. Allir fundust greinilega á höfuðborgarsvæðinu, tveir í nótt og þrír nú síðdegis. Náttúruvársérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvort þessir skjálftar séu fyrirboði stærri skjálfta, eða hvort kerfið sé einfaldlega bara að losa um spennu eins og undanfarinn sólarhring.
Hættustigi lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Veðurstofu Íslands, lýsir yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem nú gengur yfir á Reykjanesi. 
Sá sjöundi stærri en fimm undanfarin 45 ár
Skjálftinn sem mældist 5,7 og varð suð-suðvestur af Keili rétt upp úr klukkan tíu í morgun er sjöundi skjálftinn yfir fimm að stærð sem mælist undanfarin 45 ár. Undanfarin 20 ár hafa mælst þrír skjálftar stærri en 5. Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er talinn hafa verið 7,1 að stærð, hann varð á Suðurlandi í ágúst 1784.
Óvissustigi vegna jarðskjálfta á Norðurlandi aflýst
Óvissustigi vegna jarðskjálfta, sem hefur verið í gildi á Norðurlandi frá 20. júní, hefur verið aflýst. Því var lýst yfir vegna jarðskjálftahrinu sem hófst um 20 km NA við Siglufjörð. Á fyrstu þremur vikunum eftir að skjálftarnir hófust í júní mældust yfir 13 þúsund jarðskjálftar með sjálfvirku staðsetningakerfi Veðurstofunnar.  Stærstu skjálftarnir urðu á fyrstu dögum hrinunnar og mældust þeir yfir 5 að stærð.
Jarðskjálfti 2,7 að stærð – yfir 21.000 skjálftar
Jarðskjálfti af stærðinni 2,7 mældist skammt frá Gjögurtá skömmu fyrir klukkan 12 á hádegi. Gjögurtá er á Tjörnesbrotabeltinu þar sem á þriðja tug þúsunda skjálfta hafa mælst síðan í júní.
Jarðskjálfti yfir 3 við Grímsey í morgun
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð aust-suðaustur af Grímsey skömmu fyrir hádegi í dag. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Um þúsund jarðskjálftar í síðustu viku
Mælar Veðurstofu Íslands greindu um 1.000 jarðskjálfta í síðustu viku. Það er talsvert færra en í vikunni á undan þegar þeir voru um 1.500. Mesta virknin var norðaustur af Grímsey, en þar hófst skjálftahrina 25. september og síðan þá hafa sjö skjálftar stærri en 3 mælst þar.
Jarðskjálfti 3,4 að stærð – 17.721 skjálfti á svæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist um 12 kílómetra norður af Gjögurtá á tólfta tímanum í morgun. Skjálftinn fannst á Dalvík og í Ólafsfirði og á upptök í Tjörnesbrotabeltinu. Þar hefur mælst 17.721 skjálfti hefur síðan jarðskjálftahrina hófst þar 19. júní.