Færslur: Skjálftavirkni
Hættustigi lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Veðurstofu Íslands, lýsir yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem nú gengur yfir á Reykjanesi.
24.02.2021 - 13:58
Sá sjöundi stærri en fimm undanfarin 45 ár
Skjálftinn sem mældist 5,7 og varð suð-suðvestur af Keili rétt upp úr klukkan tíu í morgun er sjöundi skjálftinn yfir fimm að stærð sem mælist undanfarin 45 ár. Undanfarin 20 ár hafa mælst þrír skjálftar stærri en 5. Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er talinn hafa verið 7,1 að stærð, hann varð á Suðurlandi í ágúst 1784.
24.02.2021 - 13:19
Óvissustigi vegna jarðskjálfta á Norðurlandi aflýst
Óvissustigi vegna jarðskjálfta, sem hefur verið í gildi á Norðurlandi frá 20. júní, hefur verið aflýst. Því var lýst yfir vegna jarðskjálftahrinu sem hófst um 20 km NA við Siglufjörð. Á fyrstu þremur vikunum eftir að skjálftarnir hófust í júní mældust yfir 13 þúsund jarðskjálftar með sjálfvirku staðsetningakerfi Veðurstofunnar. Stærstu skjálftarnir urðu á fyrstu dögum hrinunnar og mældust þeir yfir 5 að stærð.
29.12.2020 - 12:52
Jarðskjálfti 2,7 að stærð – yfir 21.000 skjálftar
Jarðskjálfti af stærðinni 2,7 mældist skammt frá Gjögurtá skömmu fyrir klukkan 12 á hádegi. Gjögurtá er á Tjörnesbrotabeltinu þar sem á þriðja tug þúsunda skjálfta hafa mælst síðan í júní.
07.12.2020 - 13:32
Jarðskjálfti yfir 3 við Grímsey í morgun
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð aust-suðaustur af Grímsey skömmu fyrir hádegi í dag. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
02.12.2020 - 13:35
Um þúsund jarðskjálftar í síðustu viku
Mælar Veðurstofu Íslands greindu um 1.000 jarðskjálfta í síðustu viku. Það er talsvert færra en í vikunni á undan þegar þeir voru um 1.500. Mesta virknin var norðaustur af Grímsey, en þar hófst skjálftahrina 25. september og síðan þá hafa sjö skjálftar stærri en 3 mælst þar.
28.09.2020 - 23:37
Jarðskjálfti 3,4 að stærð – 17.721 skjálfti á svæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist um 12 kílómetra norður af Gjögurtá á tólfta tímanum í morgun. Skjálftinn fannst á Dalvík og í Ólafsfirði og á upptök í Tjörnesbrotabeltinu. Þar hefur mælst 17.721 skjálfti hefur síðan jarðskjálftahrina hófst þar 19. júní.
14.09.2020 - 12:49