Færslur: Skjálftar

Skjálftavirkni víða á landinu í dag
Þrír jarðskjálftar mældust við Herðubreiðarfjöll norðan við Öskju um áttaleytið í morgun, sá stærsti 2,6 að stærð. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir fremur sjaldgæft að skjálftar mælist á því svæði.
13.10.2021 - 16:59
12 prósent landsmanna hafa miklar áhyggjur af skjálftum
Rúmlega 85 prósent landsmanna segjast hafa fundið fyrir jarðskjálftum síðustu daga eða vikur. Ríflega helmingur landsmanna segist hafa fundið mikið fyrir skjálftum en rúmlega 37 prósent segjast hafa fundið lítið eða ekkert fyrir þeim. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
„Þetta gat ekki gerst á verri stað“
Margra klukkustunda rafmagnsleysi í Grindavík á föstudaginn er ekki rakið til skjálftavirkni. Forstjóri HS veitna segir að þetta hefði ekki getað gerst á verri stað. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að reynslan sem varð til í Vestmannaeyjagosinu nýtist vel í þeim jarðhræringum sem nú eru á Reykjanesskaga.
„Þau sem eiga bústað drifu sig út úr bænum“
„Ég heyrði á fólki að allir sem ættu bústað hefðu drifið sig út úr bænum,“ segir Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík. „Fólk sem getur farið, það fer og það er fínt að fara út úr þessu umhverfi,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Þetta hefur alls konar áhrif á fólk en þetta eykur auðvitað á kvíða þeirra sem eru kvíðnir fyrir,“ segir hún um skjálftana síðustu daga, sem fundust sérstaklega vel í Grindavík í nótt.