Færslur: Skjaldbreið

Myndskeið
Hrúti bjargað úr sjálfheldu
Hjálparsveitin Tintron sinnti fremur óhefðbundnu útkalli í gærkvöld en henni barst tilkynning um fjórar kindur á bjargbrún í Tindaskaga neðan Skjaldbreiðar. Talið var að þær hefðu verið þar í um tvær vikur og virtust þær vera í sjálfheldu á brúninni. Þegar menn hjálparsveitarinnar komu á staðinn var þó einungis einn hrútur eftir.
22.07.2021 - 11:32
Skjálftahrinu í Skjaldbreið að mestu lokið
Jarðskjálftahrinu í Skjaldbreið er að mestu lokið. Stöku skjálftar voru í nótt en þeir voru ekki margir. Yfir hundrað skjálftar hafa mælst síðan að kvöldi 9. desember. Fjórir skjálftanna voru yfir 3 að stærð og sá stærsti var 3,8. Sá mældist í gær, 10. desember klukkan 8:48.
11.12.2017 - 11:38