Færslur: skipulögð glæpastarfsemi

Vara við að glæpasamtökum vaxi ásmegin í faraldrinum
Afleiðinga faraldursins á skipulagða glæpastarfsemi gæti orðið vart árum saman í Evrópu, að því er varað er við í nýrri skýrslu Europol sem kom út í dag. Þar segir að í álfunni sé í dag meira magn af kókaíni en nokkru sinni fyrr.
Spegillinn
Umræða getur vakið upp fordóma gagnvart innflytjendum
Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og lektor við háskólann á Akureyri. fagnar því ef umræða um glæpahópa verður til þess að fjársvelt Íslensk lögregla fái aukið fjármagn. Hætta sé hins vegar á að umræðan veki upp fordóma gagnvart innflytjendum. „Við viljum ekki að það skapist hér allsherjar ótti við fólk frá Austur-Evrópu vegna umræðu um erlenda glæpahópa.“
Dómsmálaráðherra boðar aðgerðir gegn glæpahópum
Að mati lögreglu starfa 15 skipulagðir glæpahópar hér á landi, í þeim er fólk af mörgu þjóðerni, þeir starfa bæði innan- og utanlands og margir þeirra stunda löglegan rekstur samhliða brotastarfsemi sinni. Þetta kemur fram í aðsendri grein Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag.
Viðtal
Of fáir lögreglumenn og of stutt gæsluvarðhald
Lögreglan þyrfti að hafa auknar heimildir til að geta rannsakað afbrot sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, segir Runólfur Þórhallsson, yfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Gæsluvarðhaldsúrskurðir séu gjarnan of stuttir. Þá hafi ekki gengið að fjölga lögreglumönnum hér að ráði.
Skothríðin í Berlín líklega uppgjör glæpamanna
Lögregla í Berlín gengur út frá því að skothríðin í Kreuzberg-hverfinu í nótt sem leið tengist skipulagðri glæpastarfsemi fremur en öfgafullum stjórnmála- eða trúarhreyfingum. Þrír menn særðust alvarlega og einn hlaut minniháttar meiðsl í atburðum næturinnar, sem urðu í næsta nágrenni við höfuðstöðvar þýska jafnaðarmannaflokksins, SPD.
Lögðu hald á 70 lúxusbíla og 37 flugvélar
Fjörutíu og fimm voru handteknir í dag þegar lögregluyfirvöld í Evrópu létu til skarar skríða gegn kókaínsmyglhring sem teygði anga sína frá Brasilíu til Evrópu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta séu umfangsmestu aðgerðir sem Europol hefur ráðist í gegn fíkniefnahring. Meðal annars lagði lögregla hald á 70 lúxusbifreiðar í Brasilíu, Belgíu og á Spáni og 37 flugvélar í Brasilíu.
Haldlögðu áfengi og fjármuni í vélhjólaklúbbi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af félögum í vélhjólaklúbbi í húsi í Hafnarfirði. Þar lagði lögregla hald á áfengi og peninga. Peningarnir eru taldir afrakstur ölöglegrar áfengissölu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Myndskeið
Íslenskir glæpahópar umsvifamiklir
Íslenskir glæpahópar ættu að hafa meira vægi í greiningarskýrslu Ríkislögreglustjóra að mati yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur lögregluna vel í stakk búna til að mæta aukinni skipulagðri glæpastarfsemi.
Viðtal
Nýlegir dómar sýnt árangur aðgerða lögreglu
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, segir að íslenskir glæpahópar hefðu mátt fá meira vægi í skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. Í skýrslunni er að mestu leyti fjallað um erlenda glæpahópa sem hafa haslað sér völl hér á landi, en Karl Steinar segir íslenska hópa vera með umfangsmikla starfsemi bæði hér á landi og erlendis.
Glæpahópar notfæra sér þjónustukerfi ríkisins
Skipulagðir glæpahópar flytja erlenda ríkisborgara til Íslands til að sæta mansali og misneytingu, að því er fram kemur í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Dæmi eru um að fólki sé þrælað út myrkranna á milli við slæm kjör. Sterkur grunur leikur á að mansal í ferðaþjónustu og byggingariðnaði hafi vaxið hratt á undanförnum árum.
Myndband
Gífurleg hætta af skipulagðri glæpastarfsemi
Heildaráhætta vegna skipulagðrar glæpastarfssemi á Íslandi er gífurleg, að mati greiingardeildar ríkislögreglustjóra. Staðan fer síversnandi og telur greiningardeildin ljóst að hún hafi mikil áhrif á líf og heilsu fólks á landinu og sé mjög skaðleg fyrir samfélagið og alla innviði þess.
Erlendur glæpahópur vaxandi ógn við samfélagið
Erlendur glæpahópur, sem um hundrað manns tengjast með einum eða öðrum hætti, er talinn stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og efnið sem hann selur er sagt sérlega hreint og þar með öflugt. Hópurinn er að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra „vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag,“ en hann er sagður standa fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi.
Tugir grunaðir í Euro Market-málinu
Tuttugu og átta einstaklingar og fjórir lögaðilar hafa réttarstöðu grunaðra hér á landi í svokölluðu Euro Market-máli. Þá eru nokkrir grunaðir um aðild að málinu í Hollandi og Póllandi. Með rannsókn málsins hefur tekist að stöðva stóran hluta af pólskum glæpahópi sem starfaði hér á landi. Að auki hafa, í tengslum við þetta mál, komið upp nærri tíu önnur mál, þar sem um það bil tuttugu til viðbótar hafa réttarstöðu grunaðs.
Stunda skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi
Innbrot, reiðhjólaþjófnaður og hnupl úr verslunum voru álitnir staðbundnir glæpir og á þá litið sem smáglæpi. Nú koma hins vegar hópar til Íslands gagngert til að rupla og ræna. Gengi fara til dæmis inn í verslanir eins og þessa og stela skipulega einhverju ákveðnu, eins og USB-snúrum.