Færslur: Skipulagsmál

Færri fá lóð en vilja í Holtahverfi
Í fyrsta sinn í 15 ár er stefnt að því að byggja fjölda íbúðarhúsa norður af Akureyri. Mikill áhugi er á lóðunum og færri fengu úthlutun en vildu.
05.11.2021 - 16:00
Vikulokin
Segir uppbyggingu íbúða anna eftirspurn
Pawel Bartoszek forseti borgarstjórnar segir að síðustu ár í höfuðborginni hafi verið metár uppbyggingar og ekki þurfi að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hann segir uppbyggingin muni duga til að brúa bilið milli framboðs og eftirspurnar. Samtök iðnaðarins hafa þó bent á að uppbygging hafi oft verið meiri í borginni og aðrir borgarfulltrúar segja íbúðaskort greinilegan.
Myndskeið
Ungt fólk hlynntara þéttingu byggðar við Bústaðaveg
Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur, segir ungt fólk frekar styðja þéttingu byggðar við Bústaðaveg en þau sem eldri eru. Ljóst sé að íbúar brenni fyrir hverfið sitt.
21.10.2021 - 20:21
Kynna nýtt hverfi fyrir rúmlega 2.000 íbúa á Akureyri
Akureyrarbær kynnti í dag drög að deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðahverfi í bænum. Áætlað er að á svæðinu geti risið allt að 970 íbúðir á næstu árum fyrir 1.900-2.300 íbúa.
06.10.2021 - 13:29
Gagnaver gæti risið við Akureyri
Akureyrarbær hefur vinnu að deiliskipulagi með það fyrir augum að hægt verði að úthluta lóðum fyrir byggingu gagnavers. Tilkoma Hólasandslínu 3 mun breyta stöðu mála varðandi raforku á Akureyri og að gera orkufrekan iðnað fýsilegri á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar.
21.09.2021 - 13:42
Núverandi miðbær Akureyrar styrkist
Uppbygging á svokölluðum Drottningarbrautarreit á Akureyri heldur áfram eftir að hafa staðið í stað í nokkur ár. Bæjaryfirvöld telja að uppbyggingin muni styrkja núverandi miðbæ.
01.09.2021 - 09:02
Sáttafundur stendur yfir í Húsafelli
Fundahöld standa yfir á Húsafelli um afdrif legsteinasafns Páls Guðmundssonar í Húsafelli. Farið hafði verið fram á niðurrif hússins og hófst það ferli í síðustu viku.
12.08.2021 - 13:23
Breyting á skipulagi á Drottningarbraut
Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi á svokölluðum Drottningarbrautarreit. Fyrirhuguð er uppbygging syðst á reitnum.
09.08.2021 - 13:25
Sjónvarpsfrétt
Óttast að friðlýsing kippi fótunum undan sjódrekaflugi
Maður sem iðkar sjódrekaflug í Skerjafirði við Álftanes segir áform um að friðlýsa svæðið til þess fallin að kippa fótunum undan íþróttinni, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Friðlýsingaráformin byggja á því að fuglalífið á svæðinu hafi alþjóðlegt mikilvægi. 
19.07.2021 - 21:45
Íbúar efins um byggingu vindorkuvers
Forseti sveitarstjórnar Norðurþings segir að kanna þurfi betur vilja íbúa sveitarfélagsins til vindorkuvers á Melrakkasléttu áður en aðalskipulagi verði breytt. 
Ótímabært að tala um framúrkeyrslu
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs hjá Reykjavíkurborg, sagði í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 að hann teldi að ekki væri enn komið að því að tala um framútkeyrslu í kaupum borgarinnar á húsnæði við Kleppsveg, sem til stendur að breyta í leikskóla. Hann vill ekki meina að þarna sé nýtt braggamál í uppsiglingu.
06.07.2021 - 11:13
Fækkun stöðva ætti að þýða lægra eldsneytisverð
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda fagnar fyrirhugaðri fækkun bensínstöðva í Reykjavík. Með því eigi neytendur frekar heimtingu á lægra eldsneytisverði en talið er að önnur þjónusta stöðvanna færist annað.
Reisa á íbúðir í stað verslunarkjarnans í Arnarbakka
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að verslunarkjarni við Arnarbakka í neðra-Breiðholti verði rifinn og í stað hans reistar níutíu nýjar íbúðir, almennar jafnt sem námsmannaíbúðir. Þetta kemur fram í fundargerð.
Nýtt og umdeilt hverfi í Kaupmannahöfn samþykkt
Danska þingið veitti í gær borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn grænt ljós á að reisa nýtt 35 þúsund íbúa hverfi á landfyllingu austur af Löngulínu. Hávær mótmæli voru fyrir utan danska þingið á meðan atkvæði voru greidd.
05.06.2021 - 04:48
Sjónvarpsfrétt
Spyr hvort Álftnesingar þurfi golfvöll
Umhverfisverndarsamtök segja að með framkvæmdum við nýjan golfvöll á Álftanesi sé varpfuglum sýnt mikið tillitsleysi. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að fuglar og menn geti þar lifað í sátt og samlyndi. 
04.06.2021 - 18:48
Segir fjórðungsþátttöku í íbúakosningu stórkostlega
Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður stýrihóps um íbúasamráð á Akureyri, segir nýafstaðna íbúakosningu um skipulagsmál á Oddeyri hafa gefist vel. Hún segir þátttökuna, sem var um 26 prósent, vera stórkostlega í svo afmörkuðu máli.
02.06.2021 - 14:49
Þátttakan ásættanleg en niðurstaðan vonbrigði
Tveir þriðju hlutar þeirra sem tóku þátt í ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar kusu með því að þar rísi þriggja til fjögurra hæða hús. Rúmur fjórðungur bæjarbúa tók þátt í kosningunni. Forseti bæjarstjórar segir þátttökuna ásættanlega.
01.06.2021 - 12:59
Mikill meirihluti kaus með 3-4 hæða húsum á Oddeyri
Flestir greiddu atkvæði með gildandi aðalskipulagi í ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar sem lauk á miðnætti. 67% þeirra sem tóku þátt kusu með gildandi skipulagi sem gerir ráð fyrir hús á reitnum geti verið 3-4 hæðir.
01.06.2021 - 09:58
Rúmlega 20% Akureyringa búnir að kjósa í íbúakosningu
Rúmlega 20% Akureyringa hafa nú tekið þátt í ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar. Lokað verður fyrir könnunina á miðnætti.
31.05.2021 - 13:05
Morgunvaktin
Vill fækka götum og hætta hringakstri um Hagatorg
Borgaryfirvöld kalla nú eftir hugmyndum um hvernig megi breyta Hagatorgi í Vesturbænum í almenningsrými, meðal annars í þágu skólanna í grenndinni. Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson telur að með því að fækka götunum í kring um torgið og hætta hringakstri um það verði hverfið sjálfbærara.
25.05.2021 - 09:55
Segir bæjarfulltrúann villa viljandi um fyrir fólki
Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingar, fara með rangt mál í Facebook-færslu um samþykkt varðandi fjölbýlishúsalóð við Tónatröð.
06.05.2021 - 10:52
Bæjarstjórn Akureyrar klofnaði í afstöðu til háhýsa
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti í gærkvöld að úthluta verktakafyrirtæki í bænum fjölbýlishúsalóð við Tónatröð. Málið er afar umdeilt og bærstjórn klofnaði í afstöðu sinni. Formaður skipulagsráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnslu málsins.
05.05.2021 - 12:32
Telja Suðurnesjalínu 2 margbrjóta lög og kæra
Fimm umhverfisverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir því að leggja Suðurnesjalínu tvö sem loftlínu. Samtökin telja framkvæmdina lögbrot og ótækt að Landsnet fari ekki eftir mati Skipulagsstofnunar en fyrirtækið valdi þann kost sem stofnunin taldi sístan, að leggja loftlínu samsíða þeirri sem fyrir er. Forsvarsmaður Landsnets segir kæruna vonbrigði sem hugsanlega tefji verkið. Framkvæmdastjóri Landverndar segir tafirnar skrifast á þrjósku Landsnets.
Segir íbúakosningu um skipulag á Oddeyri tilgangslausa
Helgi Örn Eyþórsson, verkefnisstjóri hjá SS Byggi segir íbúakosningu sem fyrirhuguð er í næsta mánuði um skipulagsmál á Oddeyri tilgangslausa. Hún snúist um ósjálfbært verkefni. Hann segir útilokað að SS Byggir komi að því að byggja þar fimm hæða hús.
08.04.2021 - 09:13
Miklu færri íbúðir í byggingu á Norðurlandi en í fyrra
Tæplega 40% færri íbúðarhús eru í byggingu á Norðurlandi en á sama tíma í fyrra. Lóðaskorti á Akureyri er einkum um að kenna. Sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar vonast til að allt að 300 nýjar lóðir standi til boða í haust.
06.04.2021 - 16:09