Færslur: Skipulagsmál

Menningin
Gufunes verði þorp lista og skapandi greina
Reykjavíkurborg ætlar að auglýsa rúmlega sex þúsund fermetra í Gufunesi til umsóknar fyrir listamenn, frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Hugmyndin er að Gufunes verði þorp skapandi greina.
25.05.2020 - 19:50
Myndskeið
Byggingarstjóri segir kostnaðinn mun meiri en 22 þúsund
Byggingarstjóri Hótels Reykjavíkur við Lækjargötu segir að lagt hafi verið í mikil útgjöld við að tryggja öryggi vegfarenda og 22 þúsund króna leyfisgjald sé alls ekki allur kostnaðurinn við lokun tveggja akreina.
20.05.2020 - 19:14
Myndskeið
Kostaði 22 þúsund að loka hálfri Lækjargötu í ár
Hálf Lækjargatan er enn lokuð vegna hótelframkvæmda, þótt þær séu stopp. Það kostaði verktakann ekki nema 22 þúsund krónur að fá götunni lokað í ár, en Reykjavíkurborg hefur til skoðunar að breyta gjaldtökunni.
19.05.2020 - 19:05
Lækkun bygginga á Oddeyri breytir engu
Hverfisráð Oddeyrar leggst gegn áformum um byggingar á Gránufélagsreit á Oddeyri á Akureyri, þrátt fyrir að hámarkshæð húsa hafi verið lækkuð úr ellefu hæðum í átta. Núgildandi skipulag, sem leyfir allt að fjögurra hæða hús, sé vænlegri kostur.
19.05.2020 - 13:55
Ný aðalskipulagsbreyting lækkar háhýsin á Oddeyrinni
Skipulagsráð Akureyrar hefur kynnt nýja tillögu að aðalskipulagsbreytingu á Oddeyrinni. Fyrri tillaga leyfði allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús. Ný tillaga lækkar leyfða hámarkshæð niður í um átta hæðir.
06.05.2020 - 14:41
Íbúðarhúsnæði reist við Veðurstofu og Sjómannaskólann
Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Veðurstofuhæðar og Sjómannaskólareits þannig að þar verður hægt að reisa íbúðarhúsnæði. Báðir reitirnir voru áður skilgreindir fyrir samfélagsþjónustu.
06.05.2020 - 14:00
Byggingarleyfi umdeilds búsetúrræðis fellt úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur fellt úr gildi byggingarleyfi umdeilds búsetuúrræðis við Hagasel þar sem það er 27 fermetrum of stórt, samkvæmt deiliskipulagi. Kröfu um að deiliskipulag lóðarinnar yrði fellt úr gildi var hins vegar hafnað.
04.03.2020 - 08:34
Myndskeið
Kynjagleraugun eru mikilvæg í skipulagsmálum
Forstjóri Skipulagsstofnunar segir mikilvægt að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi þegar rætt er um skipulagsmál. Það geti leitt til fjölbreyttari lausna.
03.03.2020 - 07:30
BEINT
Opinn fundur skipulagsstofnunar um loftslagsmál
Skipulagsstofnun heldur morgunverðarfund um loftslagsmál og skipulag í þéttbýli í Iðnó í dag. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Loftslagsráð. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til tíu.
28.01.2020 - 08:30
Útfæra Hvalárvirkjun í skipulagi
Vinna við frekari skipulagsbreytingar í Árneshreppi vegna Hvalárvirkjunar er hafin. Þar er meðal annars gert ráð fyrir línu frá Hvalárvirkjun yfir Ófeigsfjarðarheiði með tengipunkti í Ísafjarðardjúpi.
01.01.2020 - 16:12
Telja ekki bráða mengunarhættu af bílhræjunum
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða telur ekki bráða mengunarhættu stafa af hundruðum bílhræja á Garðstöðum í Ísafjarðardjúpi. Matið byggist á skoðun á hræjunum 2014.
30.12.2019 - 12:25
Myndskeið
Vilja hundruð bílhræja á Garðstöðum burt
Mörg hundruð bílhræjum hefur verið safnað saman við Garðstaði í Ísafjarðardjúpi í yfir tuttugu ár. Súðarvíkurhreppur ætlar að breyta jörðinni í iðnaðarsvæði til að hægt sé að veita starfsleyfi fyrir bílapartasölu í óþökk eigenda á næsta bæ.
Skipulagsráð Akureyrar vill lækka háhýsin á Oddeyri
Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur ekki rétt að byggðin á Oddeyri verði eins há og gert er ráð fyrir í tillögum að breyttu aðalskipulagi. Skipulagsstofnun telur óljóst hvaða forsendur liggi að baki svo viðamiklum breytingum á aðalskipulagi.
28.11.2019 - 13:12
Vilja gera trjágarða þar sem aska látinna er grafin
Tré lífsins vill búa til bálstofur og grafreiti, eða minningargarða, þar sem aska látins fólks er sett í lífrænt duftker. Það er svo gróðursett ásamt tré sem vex til minningar um hinn látna. Þegar hefur verkefnið haft samband við öll sveitarfélög á landinu til að athuga viðmót þeirra við hugmyndinni.
19.11.2019 - 17:30
Gera ráð fyrir mikilli stækkun seiðaeldis í Tálknafirði
Gert er ráð fyrir það að landseiðaeldi Arctic Smolt, sem er dótturfyrirtæki fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, í botni Tálknafjarðar fjórfaldist og að byggingasvæði verði stækkað um tuttugu þúsund fermetra.
19.11.2019 - 17:15
Segja háhýsi geta takmarkað nýtingu Akureyrarflugvallar
Isavia telur að ellefu hæða íbúðablokk á Oddeyri á Akureyri kunni að takmarka nýtingu Akureyrarflugvallar. Í umsögn sem Isavia sendi Akureyrarbæ og fréttastofa hefur undir höndum gerir fyrirtækið nokkrar athugasemdir við skipulagslýsinguna.
11.11.2019 - 16:16
Myndskeið
Þrettánda bensínstöðin opnuð á Akureyri
Bæjarfulltrúi á Akureyri vill að bæjarstjórn beiti sér fyrir fækkun bensínstöðva í bænum. Verið er að byggja þrettándu bensínstöðina á Akureyri.
05.11.2019 - 17:44
Endurgerð Hverfisgötu lýkur í nóvember
Endurgerð Hverfisgötu fer senn að ljúka, segir í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar. Verklok þar hafa frestast mikið og eru verslunar- og veitingafólk við Hverfisgötu orðið mjög þreytt á ástandinu og segja veltuna nú vera 40 prósent minni en á sama tíma í fyrra.
25.10.2019 - 12:41
Myndskeið
Samþykkja mosku við Suðurlandsbraut
Félag múslima á Íslandi hefur fengið leyf til að byggja mosku við Suðurlandsbraut. Enn á eftir að uppfylla ýmis skilyrði áður en framkvæmdir mega hefjast.
24.10.2019 - 16:14
Fá ekki að breyta verslunum í íbúðir
Eigendur fá ekki leyfi til að breyta verslunarhúsnæði sínu á Rauðarárstíg í íbúðir. Þau segja að rekstur hafi ekki gengið í húsunum síðustu tíu ár og nú stefni í að þau standi auð á ný.
Viðtal
Heitar umræður um skipulagsmál á Oddeyri
Afar skiptar skoðanir eru meðal íbúa á Akureyri um nýja skipulagslýsingu á Oddeyri. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, og Ragnar Sverrisson, kaupmaður, voru á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun þar sem fjörugar umræður sköpuðust.
23.10.2019 - 11:52
Brú yfir Eyjafjarðará í útboð
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að hefja útboðsferli fyrir brú yfir Eyjafjarðará. Brúarsmíðin átti upphaflega að hefjast nú í haust en því var frestað og olli það töluverðu fjaðrafoki meðal hestamanna og útivistarfólks á Akureyri.
21.10.2019 - 11:00
Fjölmargar hugmyndir um framtíð Sigurhæða
Fyrirhugaðri sölu Akureyrarbæjar á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar hefur verið frestað meðan bæjaryfirvöld kanna nýjar hugmyndir um notkun þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram eftir að Facebook-hópur um framtíð hússins var stofnaður.
16.10.2019 - 16:59
Vilja að bærinn standi við gerðan samning
Siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri hefur farið þess á leit við bæjarstjórn Akureyrar að samningur um byggingu bátahúss félagsins, sem gerður var árið 2014, verði efndur. Formaður félagsins segir núverandi aðstöðu algerlega óviðunandi.
07.10.2019 - 13:27
Skoða að færa biðstöðvar Strætó á Akureyri
Bæjarráð Akureyrar skoðar nú möguleika varðandi biðstöðvar í miðbæ Akureyrar. Til stendur að breyta núverandi stoppistöð við Hofsbót og eru nokkrir möguleikar viðraðir í skýrslu verkefnahóps um mögulegar biðstöðvar.
27.09.2019 - 15:03