Færslur: Skipulagsmál

Myndskeið
Reisa 700 íbúðir í Gufunesi á sex árum
Fyrsta skóflustungan að nýrri 700 íbúða byggð í Gufunesi var tekin í gær. Búist er við því að fyrstu íbúar geti flutt inn eftir eitt og hálft ár.
05.03.2021 - 19:52
Sjónvarpsfrétt
„Okkur þykir bara öllum svo vænt um bæinn okkar“
Skiptar skoðanir eru meðal Akureyringa um fimm fjölbýlishús sem verktaki hyggst reisa ofan við elsta hverfi Akureyrar, Innbæinn. Bæjarfulltrúi segir sterkar skoðanir fólks til marks um væntumþykju í garð bæjarins.
01.03.2021 - 21:36
Myndskeið
Stór fyrirtæki verða flutt af Ártúnshöfða
Flytja þarf stór fyrirtæki á borð við Malbikunarstöðina, Steypustöðina og BM Vallá burt frá Ártúnshöfða, svo hægt sé að byggja þar íbúðir. Forstjóri BM Vallár segist hafa skilning á stöðunni. Borgarstjóri segir að fermetrum atvinnuhúsnæðis á svæðinu fækki nánast ekkert.
Myndskeið
Íbúðir fyrir allt að 20.000 manns á Ártúnshöfða
Allt að 20.000 manns munu flytja upp á Ártúnshöfða á næstu árum, gangi áætlanir Reykjavíkurborgar eftir. Varaformaður skipulagsráðs segir stefnt að því að flytja þá starfsemi sem fyrir er á höfðanum í útjaðar borgarinnar.
25.02.2021 - 19:28
Myndskeið
Byggja hátt í 800 íbúðir á Héðinsreit og í Gufunesi
Framkvæmdir við byggingu 330 íbúða á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur eru hafnar. Framkvæmdastjóri Spildu ehf. sem stendur að hluta verkefnisins segir að nú sé mun auðveldara að fjármagna slík verkefni en fyrir ári síðan. Sama félag hyggst byggja 600 til 700 íbúðir í Gufunesi á næstu fimm árum.
Myndskeið
Endurreisa NASA í upprunalegri mynd
Endurbygging NASA, eins vinsælasta tónleikastaðar landsins, er vel á veg komin. Til stendur að halda þar ráðstefnur, árshátíðir og tónleika að nýju.
30.01.2021 - 19:51
Myndskeið
Rýma fyrir 83 íbúðum í Vesturbænum
Undirbúningur að byggingu áttatíu og þriggja nýrra íbúða á Byko-reitnum til móts við JL-húsið í Vesturbæ Reykjavíkur er hafinn. Fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar eftir um það bil tvö ár.
Fulltrúar minnihluta gegn byggingu húss við Furugerði
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn byggingu þrjátíu íbúa húss við Furugerði 23 á fundi borgarráðs í gær. Rökin byggðu á andstöðu íbúa sem meðan annars telja umferð og hraðakstur í hverfinu aukast vegna þessa nýja húss.
Myndskeið
Framkvæmdir í Hamraborg: „Ekki sátt um verkefnið“
Fulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýna fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg. Þeir segja meðal annars að skortur hafi verið á samráði og að það hafi ekki verið góð hugmynd að selja einkaaðilum miðbæinn.
Fær ekki að setja upp samlokusjálfsala á Akureyri
Tomasz Piotr Kujawski, sem á og rekur pylsuvagninn í Hafnarstræti á Akureyri, er afar ósáttur við bæjaryfirvöld eftir að skipulagsráð hafnaði beiðni hans um að setja upp samlokusjálfsala í bænum. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að fylla miðbæinn af sjálfsölum.
15.01.2021 - 13:47
Mótmæla atvinnusvæði í suðurhlíðum Úlfarsfells
Um þúsund manns hafa skrifað undir mótmæli við breytingu á skipulagi á svokölluðum reit M22 undir Úlfarsfelli. Breyta á notkun reitsins úr blandaðri byggð íbúða og verslana í atvinnusvæði.
12.01.2021 - 09:26
Myndskeið
Umdeildar framkvæmdir í Hamraborg: „Stórslys á ferð“
Kópavogsbær ætlar að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir í Hamraborg þar sem 550 íbúðir eru fyrirhugaðar. Áætlaður kostnaður er um 20 milljarðar og framkvæmdir munu taka nokkur ár. Mjög skiptar skoðanir eru um þessar hugmyndir á meðal íbúa.
11.01.2021 - 19:26
Tilfinningatengsl fólks við umhverfi sitt
Í pistli umhverfissálfræðingsins Páls Líndal eru staðarvensl og staðarsamsemd útskýrð. Farið yfir hvernig við skilgreinum okkaru sjálf og aðra út frá upprunastað sínum - og mikilvægi þess að tala af virðingu um hina ýmsu staði, þorp og bæi, því það er alltaf einhver sem er tengdur þeim stað tilfinningaböndum og sárna illgirni og ósanngjarnt orðalag og jafnvel níð um staðinn „sinn“. Það á líka við um fólkið sem býr í 101 Reykjavík.
11.01.2021 - 17:05
Stórt skref stigið í átt að uppbyggingu á svæði KA
Knattspyrnufélag Akureyrar og Akureyrarbær skrifuðu um helgina undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði félagsins. Í því felst að KA er heimilt að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á félagssvæði sínu við Dalsbraut.
11.01.2021 - 13:19
Skortur á lóðum og lágir vextir hækka fasteignaverð
Páll Pálsson fasteignasali segir mjög hátt verð á lóðum og takmarkað framboð nýrra íbúða vera meðal þess sem veldur því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögulega lágir vextir hafi einnig áhrif á verðið.
Velta upp framtíð Langasands og íþróttasvæðis ÍA
Langisandur, sundlaugin Guðlaug og íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum á Akranesi eru undir í hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem fer af stað á nýju ári. Bærinn vill fá álit Skagamanna um hvernig skuli vera umhorfs þar við ströndina og á íþróttasvæðinu áður en samkeppnin hefst.
26.12.2020 - 18:37
Stefnt að úthlutun lóða í nýjum miðbæ á næsta ári
Þrenging á þjóðvegi eitt í gegnum Akureyri og tuttugu þúsund fermetrar í nýju húsnæði eru á meðal breytinga á skipulagi miðbæjarins sem kynntar voru í dag. Þetta er í þriðja sinn á áratug sem bæjarstjórn á Akureyri kynnir nýtt miðbæjarskipulag.
10.12.2020 - 22:55
Gagnrýna breytingar á lögum um ofanflóðavarnir
Bæjarráð Fjallabyggðar telur að fyrirhugaðar breytingar á lögum um ofanflóðavarnir geti fært tug- eða hundruð milljóna skuldbindingar yfir á sveitarfélögin frá ríkinu. Ekki komi til greina að samþykkja frumvarp að lögum eins og það liggur fyrir á Alþingi.
Um 100 íbúðir og atvinnuhúsnæði á Kirkjusandsreitnum
Blanda af íbúða- og atvinnuhúsnæði verður byggt á Kirkjusandsreitnum, þar sem hús fyrrverandi höfuðstöðva Íslandsbanka stendur. Tillaga að nýju skipulagi á svæðinu verður væntanlega kynnt á næstu vikum og þar verða fjölbýlishús með um eitt hundrað íbúðum. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári.
25.11.2020 - 09:35
Hliðsjón höfð af umsögnum um Borgarlínu
Umsagnir um Borgarlínu og breyttar ferðavenjur á höfuðborgasvæðinu sem bárust gegnum samráðsgátt voru að mestu jákvæðar. Til stendur að kynna drög að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs næsta vor.
Uppgötvum umhverfi okkar
Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur fjallaði í pistli í Samfélaginu á Rás 1 um hvernig staðir og umhverfi geta haft áhrif á okkur, veitt okkur gleði og fyllt okkur öryggi meðan aðrir staðir eru fráhrindandi og valda vanlíðan.
23.11.2020 - 12:04
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti tekið af skipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi fyrir svokallaðan Tjaldsvæðisreit, sem þýðir að tjaldsvæðið við Þórunnarstræti verður lagt af. Ný heilsugæslustöð verður meðal annars byggð á þessu svæði.
22.10.2020 - 18:47
Viðauki við aðalskipulag Reykjavíkur fyrir borgarráð
Borgarráð fjallað á fundi sínum í dag um drög að breyttu aðalskipulagi fyrir Reykjavíkurborg til ársins 2040. Fulltrúar minnihluta borgarráðs gagnrýna áformin og segja skorta hagstætt byggingarland og að ekki sé minnst á Sundabraut í tillögunum. Þá er það gagnrýnt að leggja eigi hraðbraut þvert á Vetnsendahvarf.
15.10.2020 - 23:34
Myndskeið
Umdeild lóð skammt frá nýja íbúðarhverfinu á Akureyri
Umgengni á rúmlega 50 þúsund fermetra lóð steypustöðvar á Akureyri hefur stöðvað afgreiðslu á starfsleyfi fyrirtækisins. Heilbrigðisfulltrúi segir svæðið lengi hafa verið til vandræða.
30.09.2020 - 10:06
Göngugötur í Kvosinni til framtíðar
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur lagt til breytingar á umferðarskipulagi í Kvosinni. Þar er gert ráð fyrir að kjarni Kvosarinnar verði göngugötusvæði til framtíðar og að göturnar í kring verði vistgötur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að hugmyndin sé að gefa mannlífi meira pláss í Kvosinni.
23.09.2020 - 16:52