Færslur: skipsskaði

Mannskaðaveður á Nýja Sjálandi
Minnst þrir drukknuðu þegar fiskiskip sökk undan ströndum Norðureyju Nýja Sjálands í miklu illviðri sem þar geisar og ringulreið ríkir í Auckland, fjölmennustu borg landsins, vegna veðurofsans, að sögn borgaryfirvalda. AFP-fréttastofan hefur eftir lögreglu að lík þriggja skipverja á hinu sokkna skipi hafi þegar fundist en tveggja sé enn saknað. Fimm skipverjum var bjargað við illan leik og njóta nú aðhlynningar á sjúkrahúsi. Er líðan þeirra sögð stöðug og eftir aðstæðum góð.
21.03.2022 - 03:18
Myndskeið
Flutningaskip strandaði við Japan og brotnaði í tvennt
Mannbjörg varð þegar timburflutningaskipið Crimson Polaris sem siglir undir fána Panama strandaði í dag nærri hafnarborginni Aomori norðanvert í Japan. Við strandið brotnaði skipið í tvennt, skuturinn lyftist upp og olía streymdi í hafið.
12.08.2021 - 14:18
Óttast ógurlegt mengunarslys við strendur Sri Lanka
Yfirvöld á Sri Lanka segjast óttast að eitthvað mesta mengungarslys í sögu landsins sé í uppsiglingu eftir að brak úr brennandi flutningaskipinu Pearl barst að ströndum þess.
30.05.2021 - 10:05
Enn er leitað að skipverjum á Kínahafi
Leit stendur enn yfir að fjörutíu skipverjum af flutningaskipi sem hvolfdi í ofsaveðri á austanverðu Kínahafi.
04.09.2020 - 02:36
Skipverja af týndu skipi bjargað á Austur-Kínahafi
Japanska strandgæslan bjargaði einum skipverja af flutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem saknað er á Suður-Kínahafi. Manninum var bjargað úr úfnu hafinu meðan á leit að skipinu stóð.
03.09.2020 - 03:03