Færslur: Skimanir

Íslensk erfðagreining skimar fólk í sóttkví
Skimun fólks í sóttkví hófst í bílakjallara við hús Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni í morgun. 600 voru kallaðir í sýnatöku, þar af er áformað að skima 400 í dag.
05.08.2020 - 13:26
Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.
Viðtal
Ekki talin hafa verið smitberar í vélinni til landsins
Tveir greindust í gær með COVID-19. Þeir voru búnir að vera í sóttkví í viku eftir komuna hingað til lands með flugi. Þá var viðbragðsáætlun Norrænu virkjuð eftir að jákvætt sýni greindist hjá farþega um borð.
15.07.2020 - 15:33
Geta framvísað vottorði til að sleppa skimun og sóttkví
Þeir sem hafa sýkst af COVID-19 hér á landi eða eru með mótefni fyrir veirunni geta á næstunni framvísað vottorði þar um og komist þannig hjá landamæraskimun, samkvæmt uppfærðri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. Breyttar reglur taka gildi á mánudag.
10.07.2020 - 19:05
Icelandair gæti þurft að fella niður ferðir
Icelandair gæti þurft að fella niður 2-5 flugferðir í hverri viku vegna takmarkaðrar afkastagetu í skimunum á Keflavíkurflugvelli en útlit er fyrir að farþegar þar verði fleiri en 2.000 á dag sem er sá fjöldi sýna sem hægt er að greina á degi hverjum. Félagið skoðar nú í samstarfi við Isavia hvernig brugðist verði við þessu ástandi.
10.07.2020 - 18:25
Skimun hefst á Keflavíkurflugvelli í dag
Skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. Tíu sýnatökubásar hafa verið settir upp á flugvellinum. Farþegar hafa val milli þess að fara í sýnatöku og að fara í tveggja vikna sóttkví.