Færslur: Skimanir

Myndskeið
Jón og Kári tókust á um sóttkví og heimkomusmitgát
Jón Ívar Einarsson prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur að íslensk stjórnvöld eigi áfram að skima á landamærunum en skipta út sóttkví fyrir heimkomusmitgát. „Það er ekkert alveg öruggt að heimkomusmitgát sé stórhættuleg miðað við sóttkví því hvoru tveggja eru eftirlitslaus fyrirbæri.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur þetta óskynsamlegt og segist geta nefnt mýmörg dæmi þess þar sem fólk hefur misskilið hvernig heimkomusmitgátin virkar.
06.09.2020 - 11:22
Þúsundir Svía ranglega greindir með COVID
Hátt í fjögur þúsund Svíar hafa verið ranglega greindir með COVID-19 kórónuveiruna vegna skimunarbúnaðar sem ekki stóðst kröfur.
25.08.2020 - 17:34
Hyggjast skima á Heathrow flugvelli
Skimunarstöð hefur verið sett upp á Heathrow flugvelli í London fyrir farþega frá löndum sem eru ekki á lista breskra stjórnvalda yfir örugg lönd. Tilgangurinn er að fækka þeim sem fara í 14 daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta tilkynnti Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra Bretlands í morgun. Ísland er á lista yfir örugg lönd og ferðamenn héðan þurfa því ekki að fara í slíka skimun.
19.08.2020 - 10:16
Íslensk erfðagreining skimar fólk í sóttkví
Skimun fólks í sóttkví hófst í bílakjallara við hús Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni í morgun. 600 voru kallaðir í sýnatöku, þar af er áformað að skima 400 í dag.
05.08.2020 - 13:26
Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.
Viðtal
Ekki talin hafa verið smitberar í vélinni til landsins
Tveir greindust í gær með COVID-19. Þeir voru búnir að vera í sóttkví í viku eftir komuna hingað til lands með flugi. Þá var viðbragðsáætlun Norrænu virkjuð eftir að jákvætt sýni greindist hjá farþega um borð.
15.07.2020 - 15:33
Geta framvísað vottorði til að sleppa skimun og sóttkví
Þeir sem hafa sýkst af COVID-19 hér á landi eða eru með mótefni fyrir veirunni geta á næstunni framvísað vottorði þar um og komist þannig hjá landamæraskimun, samkvæmt uppfærðri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. Breyttar reglur taka gildi á mánudag.
10.07.2020 - 19:05
Icelandair gæti þurft að fella niður ferðir
Icelandair gæti þurft að fella niður 2-5 flugferðir í hverri viku vegna takmarkaðrar afkastagetu í skimunum á Keflavíkurflugvelli en útlit er fyrir að farþegar þar verði fleiri en 2.000 á dag sem er sá fjöldi sýna sem hægt er að greina á degi hverjum. Félagið skoðar nú í samstarfi við Isavia hvernig brugðist verði við þessu ástandi.
10.07.2020 - 18:25
Skimun hefst á Keflavíkurflugvelli í dag
Skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. Tíu sýnatökubásar hafa verið settir upp á flugvellinum. Farþegar hafa val milli þess að fara í sýnatöku og að fara í tveggja vikna sóttkví.