Færslur: skemmtiferðaskip

Sjónvarpsfrétt
Sögulegar hafnarframkvæmdir á Ísafirði
Verið er að reka niður stálþil í Ísafjarðarhöfn þar sem lengja á höfnina um 320 metra. Hafnarstjórinn segir að þetta sé söguleg framkvæmd.
Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hélt erindi á Málþingi Landverndar í dag, þar sem hann fór ófögrum orðum um skemmtiferðaskipin sem ferðast hingað til lands. „Við vorum að mæla þetta árið 2019 og þessi skip eru að menga álíka og 5000 bílar á mínútu“ segir Árni, en þar vísar hann til mælinga á sóti í andrúmslofti sem samtökin gerðu í Reykjavík, í samstarfi við Clean Arctic Alliance.
Smit í Viking Sky - Farþegum gert að bera GPS hálsmen
Tveir ferðamenn um borð í skemmtiferðarskipinu Viking Sky greindust smitaðir af COVID-19 í síðstu viku. Skipið siglir hringferðir um landið og hefur viðkomu í öllum landshlutum. Þetta er annað smitið sem greinist um borð í skipinu við Íslandsstrendur í sumar og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gripið til þess ráðs að láta farþega ganga með GPS hálsfestar til þess að auðvelda smitrakningu. Skipið er nú í Faxaflóahöfn og munu farþegar, sem lokið hafa sóttkví, fara með flugi úr landi í dag.
Skemmtiferðaskip með rannsóknarstofur um borð
Margfalt fleiri farþegar sigldu með skemmtiferðaskipum um landið í sumar en í fyrrasumar. Hafnarstjóri á Akureyri segir aðdáunarvert hvernig skipafélögin hafi hagað sóttvörnum hjá farþegum sínum.
26.08.2021 - 08:36
Sex fórust í flugslysi í Alaska
Sex fórust þegar sjóflugvél hrapaði nærri bænum Ketchikan í Alaska í gær. Bandaríska strandgæslan greinir frá þessu. Fimm farþegar af bandaríska skemmtiferðaskipinu Nieuw Amsterdam voru í útsýnisflugi í vélinni þegar hún hrapaði og fórust þeir allir, ásamt flugmanninum.
06.08.2021 - 02:43
Staðfest smit í skipinu
Farþegi um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur greinst með kórónuveiruna.
15.07.2021 - 09:34
Grunur um smit um borð í skipi við Seyðisfjörð
Grunur leikur á að farþegi um borð í skipi sem liggur við höfnina í Seyðisfirði sé smitaður af Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er búið að taka sýni úr farþeganum.
14.07.2021 - 16:58
Eiga von á sextíu skemmtiferðaskipum í sumar
Eins og annars staðar á landinu féllu komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar niður með öllu í faraldrinum í fyrra. Nú virðist komið annað hljóð í strokkinn; það er von á sextíu skipum í sumar.
07.06.2021 - 12:17
Engin stór skip í ár en stefnir í metfjölda á næsta ári
Engin stór skemmtiferðaskip eru væntanleg til Reykjavíkur í ár og von er á mun færri farþegum en útlit var fyrir í byrjun árs. Hins vegar lítur út fyrir metár í skipakomum og farþegafjölda á næsta ári.
Höfðum ekki hugmyndaflug í að þetta gæti gerst
Ástæða er að horfa til svipaðra aðgerða og farið var í á Hornströndum varðandi landkomu skipa við Breiðamerkursand. Þetta segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri á Höfn og formaður svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu.
Skemmtiferðaskip varpaði akkeri úti fyrir Jökulsárlóni
Skemmtiferðaskipið Le Bellot, sem var annað skemmtiferðaskipið sem kom til Íslands þetta sumarið, festi akkeri úti fyrir Jökulsárlóni í hádeginu í dag og hefur nú verið stopp þar í eina þrjár klukkustundir. Lögregla á Höfn gerði Landhelgisgæslunni viðvart um skipið.
Myndskeið
Fáir farþegar í fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins
Um þrjátíu farþegar fyrsta skemmtiferðaskips sumarsins komu til landsins með leiguflugi frá París í dag. Farþegarnir þurfa að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku áður en þeim verður hleypt um borð í skipið.
11.07.2020 - 20:50
Myndskeið
Farþegar skemmtiferðaskips koma til landsins með flugi
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til hafnar hér á landi í fyrramálið. Farþegarnir sextíu koma til landsins með flugi og verða skimaðir á Keflavíkurflugvelli.
Komur 100 skemmtiferðaskipa verið afboðaðar
Komur um eitthundrað skemmtiferðaskipa hafa nú verið afboðaðar í þeim þremur höfnum hér á landi sem taka á móti flestum skipum. Komur í maí og júní hafa nær alfarið þurrkast út og mikil óvissa ríkir um næstu mánuði þar á eftir.
26 skemmtiferðaskip hafa þegar afboðað komu sína
Búið er að afboða komu 26 skemmtiferðaskipa, sem áður höfðu skráð komu sína til Reykjavíkur. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, greindi frá þessu í viðtali í síðdegisþætti Bylgjunnar í dag. Fyrsta skip ársins kom til landsins í mars, en koma næsta skips er skráð 21. maí. Óvíst er þó að það komi.
07.04.2020 - 02:57
Myndskeið
Setja þarf strangari reglur um komur ferðamanna í sumar
Endurskoða þarf reglur um komur ferðamanna bæði með skemmtiferðaskipum og almennt, þegar COVID-19 faraldurinn fjarar út, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að fram undan væri mikil vinna við að skipuleggja hvernig samkomubanni og öðrum takmörkunum verði aflétt í áföngum eftir 4. maí.
06.04.2020 - 20:31
COVID-19: Hert eftirlit með skipakomum
Veita þarf Landhelgisgæslunni sérstaka heilbrigðisyfirlýsingu vegna COVID-19 vegna allra skipa sem koma til landsins erlendis frá, áður en þeim er veitt heimild til að koma til hafnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landhelgisgæslunni.
06.03.2020 - 15:13
Fréttaskýring
Stór farþegaskip í þokunni: Óljóst hvað má hér
Það hefur orðið sprenging í komum svokallaðra leiðangursskipa, þau eru minni en hefðbundin skemmtiferðaskip, gera út á það að kanna framandi slóðir og fræða farþega um náttúru og menningu norðurslóða. Þessi skip hafa viðkomu víðar en stærstu skemmtiferðaskipin, geta siglt inn á þrönga firði og hleypt farþegum í land á afskekktum svæðum. Það er engin tilkynningarskylda, ekkert eftirlit með því hvar þau taka land og regluverkið óskýrt. Jökulfirðir eru vinsælir, Vigur sömuleiðis. 
9 þúsund ferðamenn í 500 manna bæ
Norski smábærinn Olden, á suðurhluta Nordfjorden, er alla jafna hinn rólegasti en yfir sumartímann er hann vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa. Í gær tuttugufaldaðist íbúafjöldinn er tvö skemmtiferðaskip lögðust að bryggju.
17.07.2019 - 00:33
Þrengt að skemmtiferðaskipum
Strangar reglur um mengun frá skipum í nokkrum fjörðum í Noregi tóku gildi í byrjun mars. Þær beinast ekki síst að siglingum skemmtiferðaskipa um firðina. Í þessari viku var tilkynnt um fyrstu sektina sem hljóðar upp á 10 milljónir íslenskra króna.
17.05.2019 - 17:00
Þyrftum annan Þór til að bjarga Viking Sky
Annað varðskip álíka öflugt og varðskipið Þór þyrfti að koma til sögunnar svo Íslendingar væru undir annað eins búnir og þær björgunaraðgerðir sem ráðast þurfti í undan ströndum Noregs. Landhelgisgæslan mun fara yfir sínar áætlanir í kjölfar atviksins, segir verkefnastjóri hjá gæslunni. Viking Sky sé áminning um mikilvægi þess að eiga góðan skipaflota.
24.03.2019 - 19:00
Stjörnustoltið vélarvana á leið frá Íslandi
Skemmtiferðaskip á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna varð vélarvana úti fyrir ströndum Massachusetts-ríkis á föstudag. 350 manns voru í skipinu þegar kælikerfi bilaði sem varð til þess að vélin slökkti á sér. Skipið var dregið til hafnar í Newport og skoðað vandlega. Þar var komist fyrir bilunina og bandaríska strandgæslan hleypti því svo í gær sína leið til New York.
09.09.2018 - 10:29
Vilja minnka mengun frá skemmtiferðaskipum
Innan tveggja ára taka gildi alþjóðleg lög sem banna siglingar skemmtiferðaskipa sem knúin eru svartolíu. Samkvæmt íslenskum lögum er þegar bannað að nota slíka olíu þegar skip liggur í höfn. Skipafélög hafa mörg gripið til aðgerða til að draga úr mengun.
28.06.2018 - 15:26
Stærsta skemmtiferðaskipið til Ísafjarðar
Fólksfjöldi Ísafjarðar nær þrefaldaðist í morgun þegar Meraviglia, stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins, lagðist við akkeri í Skutulsfirði. Farþegi eins stærsta skemmtiferðaskips í heimi lét það ekki á sig fá að skoða Ísafjörð fullan af samferðafólki sínu.
25.05.2018 - 21:30
Stærsta skemmtiferðaskipið til Akureyrar
Stærsta skemmtiferðaskip, sem komið hefur hingað til lands, lagðist að bryggju á Akureyri í morgun. Ef fólksfjöldinn um borð er lagður við fjölda íbúa á Akureyri, fjölgar þeim um þriðjung á meðan skipið er í höfn.
24.05.2018 - 14:08