Færslur: skemmtiferðaskip

Slikja lá yfir Pollinum og Heilbrigðisnefnd vill mæli
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur ítrekað bón sína um að Akureyrarbær fjárfesti í mæli til að fylgjast með útblæstri skemmtiferðaskipa. Töluverður reykur lá yfir bænum í morgun en áhöld eru um hversu mengandi hann er.
05.08.2022 - 12:25
Ætluðu í siglingu til Grænlands en enduðu í Noregi
„Nýstigin á land eftir ömurlega siglingu til Noregs þar sem var leiðindaveður. Um borð voru vonsviknir farþegar sem, eins og við Víking, höfðu keypt ferð til Grænlands,“ segir Ellen Sigríður Svavarsdóttir í færslu á Facebook-síðu sinni.
25.07.2022 - 19:03
Staðan svipuð og fyrir faraldur
Fjöldi skemmtiferðaskipa sem koma til Akureyrar í sumar er orðinn sambærilegur því sem var fyrir faraldur. Það eru þó aðeins færri farþegar.
Þyrlan flutti slasaðan farþega skips á Landspítala
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld til þess að sækja slasaðan farþega um borð í skemmtiferðaskipi.
Um tvöfalt fleiri ferðamenn en heimamenn á Ísafirði
Mikið líf er í Ísafjarðarbæ þessa dagana. Tæplega fimm þúsund gestir hafa komið til Ísafjarðar með skipum á síðustu tveimur dögum. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að ferðamannatímabilið lengist í báða enda með hverju ári.
Sjónvarpsfrétt
Skagfirðingar fagna fyrsta skemmtiferðaskipinu
Í dag kom fyrsta skemmtiferðaskipið til Skagafjarðar í nær hálfa öld. Sauðkrækingar fagna komu þess og bærinn skrýddist íslenskum fánum af þessu tilefni.
Lest í Grímsey
Nú er hægt að fara um Grímsey með lest. Lestin er þó ekki á teinum því þetta er traktor í líki eimreiðar sem dregur á eftir sér tvo vagna.
11.07.2022 - 15:34
200 skip, 200.000 ferðamenn og 600 milljónir
Búist er við svipuðum fjölda skemmtiferðaskipa í Faxaflóahafnir í ár og fyrir faraldurinn. Búist er við enn fleirum á næsta ári og vísa hefur þurft skipum frá vegna plássleysis. Gangi áætlanir eftir fá hafnirnar um 600 milljónir í tekjur af komu skipanna.
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri skemmtiferðaskip komið til Ísafjarðar
Von er á 140 skemmtiferðaskipum til Ísafjarðar í sumar og hafa þau aldrei verið fleiri. Tvö þúsund og fimm hundruð farþegar risaskipsins Norwegian Star komu vestur í gær.
01.06.2022 - 10:51
50 þúsund manns með skipum til Grundarfjarðar í sumar
Von er á fimmtíu þúsund farþegum með 45 skemmtiferðaskipum til Grundarfjarðar í sumar. Hafnarstjóri segir ekkert lát á bókunum.
Rússnesk fiskiskip undanþegin norsku hafnbanni
Rússneskum skipum stærri en fimm hundruð brúttótonn, öðrum en fiskiskipum, er ekki lengur heimilt að leggjast að bryggju í Noregi. Hafnbann sem viðbragð við innrás Rússa í Úkraínu tók gildi í Noregi um helgina.
Fyrirmyndarfarþegar til Hríseyjar
Hríseyingar hafa sett saman leiðarvísi til að tryggja að gestir sem koma með skemmtiferðaskipum sýni fólki og náttúru virðingu. Formaður Ferðamálafélagsins býst því einungis við fyrirmyndargestum í sumar.
21.03.2022 - 10:33
Sjónvarpsfrétt
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins óvenju snemma á ferðinni
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Akureyrar í morgun. Skipið átti að leggjast að bryggju í Reykjavík en áætluninni var snúið við vegna veðurs. Breskir ferðamenn á skipinu létu kuldann ekki trufla sig við skoðunarferðir fyrir norðan.
16.03.2022 - 21:17
Vilja vera tilbúin áður en skemmtiferðaskipunum fjölgar
Skemmtiferðaskip hafa verið sjaldgæf sjón á Akranesi en það gæti verið breytast. Skagamenn búa sig undir að taka á móti ferðamönnum af skipunum.
Met­fjöldi skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar
Búist við að metfjöldi ferðamanna komi til Akureyrar með skemmtiferðaskipum í sumar. 200 þúsund ferðamenn hafa boðað komu sína með um 200 skipum. Hafnarstjórinn segir spennandi tíma í vændum.
27.01.2022 - 11:15
Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa
197 skemmtiferðaskip eru bókuð til hafnar á Akureyri, Grímsey og Hrísey í sumar, með samanlagt um 200.000 farþega innanborðs. Hjá Faxaflóahöfnum hafa þegar verið bókaðar 194 skipakomur í sumar með um 219.000 farþega um borð.
22.01.2022 - 06:21
Brasilía
Rannsaka sóttvarnabrot um borð í skemmtiferðaskipum
Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu heita að rannsaka hvort útgerðir skemmtiferðaskipa hafi brotið sóttvarnareglur þegar hópsmit kom upp í þremur skipum við strendur landsins.
Varað við smitum í skemmtiferðaskipum
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna ræður landsmönnum frá því að ferðast með skemmtiferðaskipum að sinni vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Einu er sagt gilda þótt fólk hafi verið bólusett að fullu gegn veirunni.
Sjónvarpsfrétt
Sögulegar hafnarframkvæmdir á Ísafirði
Verið er að reka niður stálþil í Ísafjarðarhöfn þar sem lengja á höfnina um 320 metra. Hafnarstjórinn segir að þetta sé söguleg framkvæmd.
Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hélt erindi á Málþingi Landverndar í dag, þar sem hann fór ófögrum orðum um skemmtiferðaskipin sem ferðast hingað til lands. „Við vorum að mæla þetta árið 2019 og þessi skip eru að menga álíka og 5000 bílar á mínútu“ segir Árni, en þar vísar hann til mælinga á sóti í andrúmslofti sem samtökin gerðu í Reykjavík, í samstarfi við Clean Arctic Alliance.
Smit í Viking Sky - Farþegum gert að bera GPS hálsmen
Tveir ferðamenn um borð í skemmtiferðarskipinu Viking Sky greindust smitaðir af COVID-19 í síðstu viku. Skipið siglir hringferðir um landið og hefur viðkomu í öllum landshlutum. Þetta er annað smitið sem greinist um borð í skipinu við Íslandsstrendur í sumar og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gripið til þess ráðs að láta farþega ganga með GPS hálsfestar til þess að auðvelda smitrakningu. Skipið er nú í Faxaflóahöfn og munu farþegar, sem lokið hafa sóttkví, fara með flugi úr landi í dag.
Skemmtiferðaskip með rannsóknarstofur um borð
Margfalt fleiri farþegar sigldu með skemmtiferðaskipum um landið í sumar en í fyrrasumar. Hafnarstjóri á Akureyri segir aðdáunarvert hvernig skipafélögin hafi hagað sóttvörnum hjá farþegum sínum.
26.08.2021 - 08:36
Sex fórust í flugslysi í Alaska
Sex fórust þegar sjóflugvél hrapaði nærri bænum Ketchikan í Alaska í gær. Bandaríska strandgæslan greinir frá þessu. Fimm farþegar af bandaríska skemmtiferðaskipinu Nieuw Amsterdam voru í útsýnisflugi í vélinni þegar hún hrapaði og fórust þeir allir, ásamt flugmanninum.
06.08.2021 - 02:43
Staðfest smit í skipinu
Farþegi um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur greinst með kórónuveiruna.
15.07.2021 - 09:34
Grunur um smit um borð í skipi við Seyðisfjörð
Grunur leikur á að farþegi um borð í skipi sem liggur við höfnina í Seyðisfirði sé smitaður af Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er búið að taka sýni úr farþeganum.
14.07.2021 - 16:58