Færslur: Skatturinn

Icelandair fékk rúman þriðjung uppsagnarstuðnings
Skatturinn greiddi rétt tæpa 8 milljarða króna í stuðning til fyrirtækja vegna hluta launakostnaðar í uppsagnarfresti í maí, júní og júlí. Í dag var birtur listi yfir þau 272 fyrirtæki sem hafa fengið stuðning.
158 fyrirtæki fengið stuðning vegna uppsagna
158 fyrirtæki hafa fengið stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn nemur tæpum 4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í svari frá Skattinum við fyrirspurn fréttastofu.  
Hálfur milljarður til fyrirtækja vegna uppsagna
Skatturinn hefur greitt rúmlega hálfan milljarð króna í stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Opnað var fyrir umsóknir á föstudaginn fyrir viku og nú hefur Skattinum borist umsóknir frá 57 félögum. 
Slæm meðferð skattsins á einstæðri konu frá Eistlandi
Einstæð móðir frá Eistlandi, sem búið hefur með börnum sínum hérlendis síðan 2008, fékk þá málsmeðferð hjá ríkisskattstjóra að yfirskattanefnd taldi slíka annmarka vera á málsmeðferðinni að álagning var ómerkt og opinber gjöld konunnar felld niður í bili. Skattlagning ríkisskattstjóra miðaði við að konan væri í sambúð og hefði verið í Eistlandi nær helming ársins. 
07.06.2020 - 12:12