Færslur: Skattkerfisbreytingar

BHM: Virði háskólamenntunar einna minnst á Íslandi
Fjárhagsvirði háskólamenntunar er einna minnst á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd. Þetta er mat aðalfundar Bandalags háskólamanna sem brýnir stjórnvöld til að huga að áhrifum skattkerfisbreytinga á mun ráðstöfunartekna eftir menntastigi.
Myndskeið
Vill að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var málshefjandi sérstakrar umræðu á Alþingi í dag um útgreiðslu ónýtts persónuafsláttar. Í hugmyndinni felst að þegar fólk nýtir ekki afsláttinn sinn, til dæmis námsfólk eða fólk með mjög lágar tekjur, geti það fengið hann greiddan frá ríkinu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er ekki ýkja hrifinn af hugmyndinni og segir að hér á landi þurfi að auka framleiðni og það að verði ekki gert með því að senda fólki tékka heim og hvetja það til að vinna ekki.
28.01.2020 - 14:50
ASÍ reiknar út skattalækkanirnar
Skattur þeirra, sem eru á lágmarkslaunum, lækkar um 2.900 krónur á mánuði á næsta ári en 8.300 á þarnæsta. Þau, sem hafa milljón á mánuði, lækka um 1.850 krónur á mánuði á næsta ári og 3.800 á þarnæsta.  Þetta kemur fram í tölum, sem hagdeild ASÍ hefur tekið saman, um skattbyrði almennings eftir núverandi tekjuskattkerfi og hinu þrískipta sem tekur gildi á næsta ári en verður að fullu komið til framkvæmda 2021.
18.09.2019 - 21:43
Vilja skattleggja athafnamenn
Lagt er til að bæði fjármagstekjuskattur og skattur á fyrirtæki verði hækkaður, í skýrslu sem unnin var fyrir Eflingu. Jafnframt verði lagður skattur á fjárfesta og tekinn upp stóreignaskattur til að mæta kostnaðir við breytingar á skattkerfinu.
07.02.2019 - 12:08
Benedikt: Vandi ferðaþjónustunnar óháður vaski
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir að vandi ferðaþjónustunnar tengist fyrst og fremst styrkingu krónunnar. Hækkun virðisaukaskatts á næsta ári sé ekki vandamál. Þá sé vandi ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni óháður hækkuninni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að með því að hækka skatta á greinina grafi stjórnvöld undan markmiðum um að dreifa ferðamönnum betur um landið. Þá hafi stjórnvöld gengið gegn ráðleggingum AGS. Benedikt gefur lítið fyrir þessar ásakanir.