Færslur: Skattheimta

Sundurliðaðir álagningarseðlar aðgengilegir
Einstaklingar geta nú nálgast álagningarseðla á vef Skattsins, en þeir eru nú aðgengilegir með breyttum hætti. Nú er sett fram myndrænt hvernig skattarnir skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga og í hvaða málaflokka þeir renna.
28.05.2021 - 08:48
Myndskeið
Segir breytingar veikja stöðu skattrannsókna
Ákvörðun um að færa embætti skattrannsóknarstjóra undir ríkisskattstjóra veikir stöðu skattrannsókna, segir Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri. Hann segir að hlutverk skattrannsóknarstjóra sé nú óljóst. 
Frestur til að skila skattframtali til 12. mars
Nú er komið að árlegum skilum skattframtala einstaklinga á Íslandi. Skilafrestur er að þessu sinni til 12. mars næstomandi en ekki er veittur viðbótarfrestur líkt og raunin hefur verið undanfarin ár. Þess í stað er öllum veittur lengri tími til skila en verið hefur.
04.03.2021 - 09:03
Fjölmargar skattbreytingar taka gildi um áramótin
Ýmsar skattbreytingar taka gildi um áramótin sem snerta bæði heimilin og fyrirtækin í landinu. Samtals eru áhrif þeirra metin til um 18 milljarða lækkunar á tekjum ríkissjóðs og því til viðbótar nema tímabundnir skattastyrkir innan virðisaukaskattkerfisins um 13 milljörðum.
31.12.2020 - 15:49
Vill að skattlagning miðist við lóðir en ekki byggingar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, leggur til að áætlað lóðarverð verði andlag fasteignaskatts,í stað fasteignamats á þeim húsum sem á þeim standa. Þetta kom fram í dag, í sérstakri umræðu á Alþingi um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að forsendur til að taka upp slíkt kerfi séu ekki fyrir hendi í dag.
28.11.2019 - 18:26
Fréttaskýring
Kælimiðlar losa álíka mikið og alþjóðaflugið
Þú ert í matvöruverslun, þú skimar eftir ákveðnum vörum sem þig vantar, virðir fyrir þér úrvalið en hugsar kannski minna um innviðina. Þú hefur kannski aldrei velt því fyrir þér hvernig mjólkinni er haldið kaldri eða hvort frystikistan heitir Valentini 17, hvort kælinum er bara stungið í samband eða hvort það liggja pípur frá honum inn í vegginn. Þú hefur kannski aldrei tekið eftir skynjurunum sem eiga að láta vita, ef gösin sem notuð eru til að kæla vörurnar leka út.