Færslur: skattaskjól

Ekkert verður af málshöfðun gegn forseta Síle
Öldungadeild síleanska þingsins fellst ekki á að hefja mál gegn Sebastian Pinera forseta landsins vegna upplýsinga úr Pandóru skjalalekanum. Því verður ekkert af málhöfðun gegn honum þrátt fyrir samþykki neðri deildar þingsins.
Morgunvaktin
Telur lítið hafa breyst eftir Panama-skjölin
Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og sérfræðingur í skattarétti, telur lítið hafa breyst eftir að Panama-skjölin voru birt fyrir fimm árum síðan. Rætt var við Ásmund um aflandsfélög á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Á dögunum voru Pandóruskjölin afhjúpuð en í þeim eru upplýsingar eru um fjármálagjörninga og eignakaup frammámanna í stjórnmálum og víðar. Fjallað verður um Íslendinga í Pandóruskjölunum í Stundinni á morgun.
07.10.2021 - 10:20
Poppstjörnur og fótboltamenn eru í Pandora skjölunum
Nafn kólumbísku söngkonunnar Shakiru kemur fyrir í Pandora skjölunum, en það á einnig við um margar aðrar stjörnur. Pandora skjölin koma frá fjórtán aflandsþjónustufyrirtækjum og afhjúpa meðal annars fjármál og vafasöm milljarðaviðskipti fyrrverandi eða núverandi þjóðarleiðtoga og kaupsýslumanna.
05.10.2021 - 00:34
Alræmdur bílasali með milljarða tengsl við Jyske Bank
Genaro Peña, alræmdur bílasali frá Suður-Ameríkuríkinu Paragvæ á nokkra reikninga í danska bankanum Jyske Bank. Auður hans er gríðarlegur, svo mikill að sérfræðingar eru efins um að bílaviðskipti ein standi undir honum. Bankinn hefði átt að kanna uppruna fjármuna mannsins að þeirra mati.
04.10.2021 - 02:51
Hjálparsamtökin Oxfam fagna birtingu Pandora skjalanna
Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum, fagna birtingu Pandora skjalanna, tæplega tólf milljóna skjala, sem afhjúpa fjármál og vafasöm viðskipti um 35 fyrrverandi eða núverandi þjóðarleiðtoga.
Spegillinn
Covid-áhrif gegn skattaskjólum
Skattareglur, sem gera stórfyrirtækjum kleyft að færa hagnað í skattaskjól, hafa lengi verið þyrnir í augum baráttufólks fyrir réttlátari sköttum. Covid hefur ýtt undir skilning á samhjálp og á laugardaginn var gerðu fjármálaráðherrar G7-ríkjanna samkomulag sem miðar að því að að afnema skattaskjól. Róttæk fyrirætlun þó það eigi enn eftir að koma í ljós hvað mun nákvæmlega felast í þessum nýju reglum.
08.06.2021 - 16:54
Ratcliffe flytur í skattaparadís
Ríkasti maður Bretlandseyja og einn stærsti landeigandinn á Íslandi, Jim Ratcliffe, hyggst flytja til skattaparadísarinnar Mónakó til að komast hjá því að greiða skatta í heimalandi sínu. Þetta segir breska dagblaðið Daily Telegraph.
09.08.2018 - 21:58
Bretar vilja fækka skattaskjólum
Neðri deild breska þingsins hyggst samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Lögin kveða á um að bresk yfirráðasvæði á borð við Bresku Jómfrúreyjar og Caymaneyjar skuli framvegis halda og birta lista yfir raunverulega eigendur félaga og fyrirtækja, oftar en ekki hreinna skúffuyrirtækja, sem þar eru á skrá.
04.05.2018 - 06:16
Fagnar hugmyndum um fyrirtækjaskrá á Tortóla
„Þetta eru góðar fréttir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri um fyrirhugaðar aðgerðir breskra stjórnvalda um að gera stjórnvöldum á breskum yfirráðasvæðum skylt að birta opinbera skráningu um eignarhald fyrirtækja.
03.05.2018 - 16:26
Panamaskjölin stuðla að réttari skattskilum
Tvö ár eru síðan að ljóstrað var upp um geysilegar eignir fólks og fyrirtækja í skattaskjólum í gögnum frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama. Enginn vafi er á varnaðaráhrifum lekans til lengri tíma, segir skattrannsóknarstjóri. Undanskotin í skattaskjólsmálum sem rannsókn er lokið á hjá skattrannsóknarstjóra nema 15 milljörðum króna.
05.04.2018 - 18:47
Skattur skráir raunverulega aflandseigendur
Aflandsheimurinn gengur út á það að fela eignarhald, segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Nú er verið að setja saman skrá hjá embætti ríkisskattstjóra um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Hann segist telja að sprengjan, sem orðið hafi við lekann á Panamaskjölunum, verða til þess að bæta skattskil í heiminum.
06.03.2018 - 09:14

Mest lesið