Færslur: Skattamál

Á of ungt skólabarn og fær ekki skattaafslátt
Yfirskattanefnd hefur synjað konu um skattaívilnun vegna kostnaðar við framhaldsskólagöngu dóttur hennar á þeirri forsendu að dóttirin sé of ung. Hún er á undan í skóla, var ekki nema 15 ára á fyrsta ári í framhaldsskóla, og því giltu reglurnar ekki um hana.
02.03.2018 - 08:55
Persónuafsláttur hækkar
Persónuafsláttur hækkar um tæpar 1000 krónur á mánuði á næsta ári í samræmi við hækkun neysluverðsvísitölunnar. Mikil hækkun launavísitölu veldur því að hafa má allt að 894 þúsund krónur í mánaðarlaun til þess að lenda í neðra þrepinu eða nærri 60 þúsund krónum meira en á þessu ári.
27.12.2017 - 11:27
17 ríki á svörtum skattaskjólslista ESB
Evrópusambandið gaf í dag út svartan lista yfir skattaskjól. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að 17 ríki séu á listanum, auk 47 annarra sem hafa lofað bót og betrun til þess að mæta kröfum ESB. Panama- og Paradísarskjölin ýttu sambandinu út í að hafa frekara eftirlit með notkun fyrirtækja og einstaklinga á skattaskjólum.
06.12.2017 - 02:18
Samherja-framkvæmdastjóri braut skattalög
Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins og eiginkona hans brutu skattalög og eiga að greiða sex milljónir króna í sekt samkvæmt úrskurði yfirskattanefndar í síðustu viku.
10.11.2017 - 10:05
ESB herðir reglur gegn skattsvikum
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins ákváðu í dag að herða reglur til að berjast gegn skattsvikum og -undanskotum. Þeir vonast til að leiðtogar ESB samþykki svartan lista yfir skattaskjól á fundi sínum í desember.
07.11.2017 - 22:28
Krókur skattsins á móti bragði aflandsvæðara
Panamalekinn opinberaði umsvif og þjónustu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í aflandsvæðingu fyrirtækja og einstaklinga og samspilið við banka og aðra. Lekinn staðfesti líka umfangsmikla aflandsvæðingu á Íslandi. Nokkrir stórir gagnalekar hafa veitt enn frekari innsýn í handbragð aflandsvæðaranna. Skattyfirvöld hafa á stundum virst hjálparvana en aukin innsýn í aflandsvæðinguna og öflugur hugbúnaður hefur stóraukið möguleika yfirvalda til að skyggnast bak við aflandshuluna.
03.11.2017 - 18:37
  •