Færslur: Skattamál

Óráð að fella niður ívilnanir á rafbíla
Framkvæmdastjóri Orkuseturs telur að þegar stjórnvöld hætta að veita virðisaukaskattsívilnanir á rafmagnsbíla muni orkuskiptum bílaflotans seinka. Hann telur rétt að miða við ártal eða minnka afsláttinn í þrepum, annars muni nýskráningunum bensín- og dísilbíla fjölga.
05.01.2022 - 12:57
Viðtal
Getur krafist slita á 1600 fyrirtækjum eða félögum
Sextán hundruð félög eða fyrirtæki eiga yfir höfði sér að skatturinn beiti nýju úrræði og krefjist slita og skiptingu á búi félagsins. Skattalögfræðingur segir að þetta þýði aukinn kostnað fyrir ríkissjóð þar sem ríkið þarf þá að greiða fyrir gjaldþrotaskiptin. Þetta geti hins vegar komið í veg fyrir kennitöluflakk og undanskot.
13.11.2021 - 19:25
Vilja að Allir vinna verði fest í sessi til framtíðar
Samiðn, samband iðnfélaga, hvetur stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Ályktað var um málið á miðstjórnarfundi sambandsins. Átakið er meðal þeirra ráðstafana sem stjórnvöld gripu til í mars fyrra þegar Covid-faraldurinn fór að breiðast út og harða tók í ári. Að óbreyttu lýkur átakinu um áramót.
Morgunvaktin
Telur lítið hafa breyst eftir Panama-skjölin
Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og sérfræðingur í skattarétti, telur lítið hafa breyst eftir að Panama-skjölin voru birt fyrir fimm árum síðan. Rætt var við Ásmund um aflandsfélög á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Á dögunum voru Pandóruskjölin afhjúpuð en í þeim eru upplýsingar eru um fjármálagjörninga og eignakaup frammámanna í stjórnmálum og víðar. Fjallað verður um Íslendinga í Pandóruskjölunum í Stundinni á morgun.
07.10.2021 - 10:20
Skattahækkun í Bretlandi veldur deilum
Hvenær er í lagi að brjóta kosningaloforð? Þessi spurning heyrist ákaft í Bretlandi eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Breta tilkynnti skattahækkun í vikunni. Skatturinn á að fjármagna umönnun eldri borgara og fatlaðra, sem er langvarandi breskur vandi, og einnig efla heilbrigðiskerfið eftir Covid.
08.09.2021 - 20:00
MDE telur ríkið hafa brotið gegn mannréttindasáttmála
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun í máli sem Bragi Guðmundur Kristjánsson höfðaði, að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæði í mannréttindasáttmála Evrópu um bann við tvöfaldri refsimeðferð og tvöfaldri refsingu vegna sama atviks.
Bandarískir auðmenn greiða vinnukonuskatta
Nokkrir af auðugustu mönnum Bandaríkjanna borga mun lægra hlutfall í tekjuskatt en flestir samlandar þeirra. Þetta sýna gögn frá bandaríska skattinum sem þarlendir rannsóknarblaðamenn hafa komist yfir. 
09.06.2021 - 12:10
Sjónvarpsfrétt
Breyttar skattareglur geta haft veruleg áhrif á Íslandi
Ákvörðun G7-ríkjanna um að leggja skatta á alþjóðleg fyrirtæki getur haft veruleg áhrif hér á landi ef vel tekst til, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. Hvert ríki þarf að breyta eigin löggjöf í samræmi við komandi alþjóðasamninga.
06.06.2021 - 20:30
Sundurliðaðir álagningarseðlar aðgengilegir
Einstaklingar geta nú nálgast álagningarseðla á vef Skattsins, en þeir eru nú aðgengilegir með breyttum hætti. Nú er sett fram myndrænt hvernig skattarnir skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga og í hvaða málaflokka þeir renna.
28.05.2021 - 08:48
Myndskeið
Segir breytingar veikja stöðu skattrannsókna
Ákvörðun um að færa embætti skattrannsóknarstjóra undir ríkisskattstjóra veikir stöðu skattrannsókna, segir Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri. Hann segir að hlutverk skattrannsóknarstjóra sé nú óljóst. 
Ráðuneytið segir varnaðarorð byggð á misskilningi
Skattrannsóknarstjóri varar við að rannsókn refsiverðra skattalagabrota verði flutt til héraðssaksóknara og óttast að það leiði meðal annars til endurtekinna rannsókna. Fjármálaráðuneytið andmælir þessu í umsögn, vill að breytingarnar nái fram að ganga og álítur að skattrannsóknarstjóri misskilji frumvarpið.
Spegillinn
Helmingur skilað skattframtölum
Skilafrestur á skattframtölum einstaklinga rennur út á miðnætti annað kvöld, föstudaginn 12. mars. Um það bil helmingur framteljenda höfðu skilað sínum framtölum í morgun, en álagið á starfsfólk skattsins um land allt hefur aukist jafnt og þétt síðustu daga og nær eflaust hámarki á lokadegi á morgun.
11.03.2021 - 17:00
Frestur til að skila skattframtali til 12. mars
Nú er komið að árlegum skilum skattframtala einstaklinga á Íslandi. Skilafrestur er að þessu sinni til 12. mars næstomandi en ekki er veittur viðbótarfrestur líkt og raunin hefur verið undanfarin ár. Þess í stað er öllum veittur lengri tími til skila en verið hefur.
04.03.2021 - 09:03
Fjölmargar skattbreytingar taka gildi um áramótin
Ýmsar skattbreytingar taka gildi um áramótin sem snerta bæði heimilin og fyrirtækin í landinu. Samtals eru áhrif þeirra metin til um 18 milljarða lækkunar á tekjum ríkissjóðs og því til viðbótar nema tímabundnir skattastyrkir innan virðisaukaskattkerfisins um 13 milljörðum.
31.12.2020 - 15:49
Rukkaður um hátt í fimm milljónir fyrir bíla í rekstri
Skatturinn hefur rukkað fyrrverandi eiganda ferðaþjónustufyrirtækis um hátt í fimm milljónir, vegna hlunninda af tveimur bílum sem notaðir voru í rekstrinum. Eigandinn segist hafa sýnt fram á að hann hafi ekki notað bílana í eigin þágu.
26.11.2020 - 12:13
Skattaembætti sameinuð – tvöföld refsing útilokuð
Embætti skattrannsóknastjóra færist undir Skattinn í nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar má rekja til dóma Mannréttindadómstólsins um óheimilar tvöfaldar refstingar við rannsókn og saksókn skattalagabrota. Fjármálaráðherra vonast til að hægt verði að tryggja betri samfellu og utanumhald um rannsókn og meðferð mála sem varða skattaundanskot og skattalagabrot með nýju frumvarpi.
Okkar á milli
„Það vita allir að þetta eru svartir peningar“
„Það á ekki að vera hægt að fólk labbi um með úttroðin umslög og skjalatöskur með peningum,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff. Hún hefur lengi látið til sín taka í viðskiptalífinu og stýrir einu elsta fjölskyldufyrirtæki landsins en áður hafði afi hennar og svo faðir gengt sama starfi. Allt hófst ævintýrið með einni saumavél fyrir tæpri öld síðan.
20.10.2020 - 10:42
Viðtal
Meðlimir Sigur Rósar ósáttir við skattalög á Íslandi
Núverandi og fyrrverandi meðlimir Sigurrósar sendu í dag frá sér tilkyningu þar sem þeir fara þess á leit við íslensk stjórnvöld að skattalög sem þeir segja ósanngjörn og grimmileg verði tekin til endurskoðunar. Þeir segja löggjöfin var til skammar fyrir Ísland og neita að hafa meðvitað skotið undan skatti.
19.10.2020 - 19:14
200 milljónir í skattsvika- og peningaþvættisvarnir
Héraðssaksóknari og skattayfirvöld fá 200 milljóna aukafjárveitingu úr ríkissjóði til að sinna peningaþvættisvörnum, skattrannsóknum og skattaeftirliti á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birt var í morgun. Ákvörðunin kemur í framhaldi af yfirlýsingu stjórnvalda frá 19. nóvember „um aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi“, eins og það var orðað. Sú yfirlýsing var send eftir umfjöllun Kveiks og fleiri fjölmiðla um Samherjamálið.
18.01.2020 - 11:12
Skattaundanskot til Lúxemborgar komi ekki á óvart
Skattrannsóknarstjóri telur að opinberar tölur sem liggja fyrir um skattaundanskot hér á landi séu gamlar. Samkvæmt nýlegri rannsókn fer stór hluti skattaundanskota héðan til Lúxemborgar - sem hún segir ekki koma á óvart.
23.11.2019 - 12:30
Milljarðar streyma í skattaskjól
Íslenska ríkið sér á eftir 15 prósentum af ætluðum skatttekjum sínum frá fyrirtækjum hér á landi í skattaskjól og rennur stærsti hlutinn til Lúxemborgar. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem er sú fyrsta sinnar tegundar.
22.11.2019 - 19:03
Vill láta lækka skatta vistvænna fyrirtækja
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, viðrar þá hugmynd á Twitter að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem eru með lítið eða ekkert sótspor. Með því sé hægt að hvetja fyrirtæki til þess að koma starfsemi sinni í umhverfisvænna horf. „Þetta var svona hvatvís hugmynd hjá mér sem er á byrjunarstigi í kollinum á mér.“
Skattaáform „veruleg vonbrigði“
Það veldur verulegum vonbrigðum að ríkistjórnin ætli ekki að létta skattbyrði lág- og millitekjufólks fyrr en um mitt tímabil kjarasamninga. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar Alþýðusambandsins. „Launafólk, öryrkjar og aldraðir sem hafa lágar tekjur hafa ekki tíma til að bíða svo lengi – þau þurfa léttari skattbyrði strax,“ segir í ályktuninni.
18.09.2019 - 15:35
Myndband
Segir hagkerfið vera í góðu jafnvægi
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fjármálaráðuneytinu fyrr í dag. Í nýja frumvarpinu verður tekjuskattur einstaklinga lækkaður hraðar, skattþrepin verða þrjú og lægsta skattþrepið rúmlega 31 prósent.
06.09.2019 - 21:13
Áfengi, tóbak og eldsneyti hækka um áramót
Nokkrar breytingar verða á skattkerfinu um áramót. Eldsneyti, áfengi og tóbak hækkar í verði og nýir umhverfisskattar taka gildi.
06.09.2019 - 13:57