Færslur: Skattamál

Okkar á milli
„Það vita allir að þetta eru svartir peningar“
„Það á ekki að vera hægt að fólk labbi um með úttroðin umslög og skjalatöskur með peningum,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff. Hún hefur lengi látið til sín taka í viðskiptalífinu og stýrir einu elsta fjölskyldufyrirtæki landsins en áður hafði afi hennar og svo faðir gengt sama starfi. Allt hófst ævintýrið með einni saumavél fyrir tæpri öld síðan.
20.10.2020 - 10:42
Viðtal
Meðlimir Sigur Rósar ósáttir við skattalög á Íslandi
Núverandi og fyrrverandi meðlimir Sigurrósar sendu í dag frá sér tilkyningu þar sem þeir fara þess á leit við íslensk stjórnvöld að skattalög sem þeir segja ósanngjörn og grimmileg verði tekin til endurskoðunar. Þeir segja löggjöfin var til skammar fyrir Ísland og neita að hafa meðvitað skotið undan skatti.
19.10.2020 - 19:14
200 milljónir í skattsvika- og peningaþvættisvarnir
Héraðssaksóknari og skattayfirvöld fá 200 milljóna aukafjárveitingu úr ríkissjóði til að sinna peningaþvættisvörnum, skattrannsóknum og skattaeftirliti á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birt var í morgun. Ákvörðunin kemur í framhaldi af yfirlýsingu stjórnvalda frá 19. nóvember „um aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi“, eins og það var orðað. Sú yfirlýsing var send eftir umfjöllun Kveiks og fleiri fjölmiðla um Samherjamálið.
18.01.2020 - 11:12
Skattaundanskot til Lúxemborgar komi ekki á óvart
Skattrannsóknarstjóri telur að opinberar tölur sem liggja fyrir um skattaundanskot hér á landi séu gamlar. Samkvæmt nýlegri rannsókn fer stór hluti skattaundanskota héðan til Lúxemborgar - sem hún segir ekki koma á óvart.
23.11.2019 - 12:30
Milljarðar streyma í skattaskjól
Íslenska ríkið sér á eftir 15 prósentum af ætluðum skatttekjum sínum frá fyrirtækjum hér á landi í skattaskjól og rennur stærsti hlutinn til Lúxemborgar. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem er sú fyrsta sinnar tegundar.
22.11.2019 - 19:03
Vill láta lækka skatta vistvænna fyrirtækja
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, viðrar þá hugmynd á Twitter að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem eru með lítið eða ekkert sótspor. Með því sé hægt að hvetja fyrirtæki til þess að koma starfsemi sinni í umhverfisvænna horf. „Þetta var svona hvatvís hugmynd hjá mér sem er á byrjunarstigi í kollinum á mér.“
Skattaáform „veruleg vonbrigði“
Það veldur verulegum vonbrigðum að ríkistjórnin ætli ekki að létta skattbyrði lág- og millitekjufólks fyrr en um mitt tímabil kjarasamninga. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar Alþýðusambandsins. „Launafólk, öryrkjar og aldraðir sem hafa lágar tekjur hafa ekki tíma til að bíða svo lengi – þau þurfa léttari skattbyrði strax,“ segir í ályktuninni.
18.09.2019 - 15:35
Myndband
Segir hagkerfið vera í góðu jafnvægi
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fjármálaráðuneytinu fyrr í dag. Í nýja frumvarpinu verður tekjuskattur einstaklinga lækkaður hraðar, skattþrepin verða þrjú og lægsta skattþrepið rúmlega 31 prósent.
06.09.2019 - 21:13
Áfengi, tóbak og eldsneyti hækka um áramót
Nokkrar breytingar verða á skattkerfinu um áramót. Eldsneyti, áfengi og tóbak hækkar í verði og nýir umhverfisskattar taka gildi.
06.09.2019 - 13:57
Fagna nýjum lögum eftir 25 ára baráttu
Alþingi samþykkti í gær breytingar á skattalögum er varða tekjur af höfundaréttavörðu efni. Breytingin felst í því að greiðslur til rétthafa teljast nú til fjármagnstekna og á þær því ekki lagt útsvar.
03.09.2019 - 10:57
Geta fengið helming skattaundanskota til baka
Danska ríkisstjórnin telur sig geta endurheimt nærri helming þeirra skatttekna sem fjársýslumenn hafa komið undan. Karsten Lauritzen, fjármálaráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á fréttamannafundi í dag.
19.03.2019 - 18:23
Viðtal
Sakna skattsins úr vinnustaðaeftirliti
Mjög slæmt er að skattayfirvöld taki ekki lengur þátt í vinnustaðaeftirliti með verkalýðsfélögum, að mati Adams Kára Helgasonar, vinnustaðaeftirlitsmanns hjá Rafiðnaðarsambandinu. Fyrir nokkrum árum hafi verkalýðsfélögin, ásamt Vinnueftirliti, Vinnumálastofnun og skattinum farið reglulega í heimsóknir á vinnustaði. Það eftirlit hafi verið mun skilvirkara en það er í dag.
Þurfa að borga VSK af bandarískri silfurmynt
Bandarísk viðhafnarmynt úr silfri, sem fólk flutti hingað til lands til að verja sparnað sinn, ber 24% virðisaukaskatt, samkvæmt ákvörðun yfirskattanefndar. Fólkið freistaði þess að losna undan skattgreiðslunum vegna þess að myntin væri löggildur gjaldeyrir, en hafði ekki erindi sem erfiði.
24.09.2018 - 17:07
Sjö eftir á svarta listanum
Evrópusambandið fjarlægði í dag Bahamaeyjar og Sankti Kitts og Nevis af svörtum lista yfir skattaskjól. Nú eru sjö eftir á listanum sem í upphafi innihélt 17 ríki og umdæmi. Listinn var gerður opinber í desember 2017. Hann var settur upp í kjölfar hneykslismála tengdum skattaskjólum á borð við Panama-skjölin. 
25.05.2018 - 18:02
Skattur skráir raunverulega aflandseigendur
Aflandsheimurinn gengur út á það að fela eignarhald, segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Nú er verið að setja saman skrá hjá embætti ríkisskattstjóra um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Hann segist telja að sprengjan, sem orðið hafi við lekann á Panamaskjölunum, verða til þess að bæta skattskil í heiminum.
06.03.2018 - 09:14
Á of ungt skólabarn og fær ekki skattaafslátt
Yfirskattanefnd hefur synjað konu um skattaívilnun vegna kostnaðar við framhaldsskólagöngu dóttur hennar á þeirri forsendu að dóttirin sé of ung. Hún er á undan í skóla, var ekki nema 15 ára á fyrsta ári í framhaldsskóla, og því giltu reglurnar ekki um hana.
02.03.2018 - 08:55
Persónuafsláttur hækkar
Persónuafsláttur hækkar um tæpar 1000 krónur á mánuði á næsta ári í samræmi við hækkun neysluverðsvísitölunnar. Mikil hækkun launavísitölu veldur því að hafa má allt að 894 þúsund krónur í mánaðarlaun til þess að lenda í neðra þrepinu eða nærri 60 þúsund krónum meira en á þessu ári.
27.12.2017 - 11:27
17 ríki á svörtum skattaskjólslista ESB
Evrópusambandið gaf í dag út svartan lista yfir skattaskjól. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að 17 ríki séu á listanum, auk 47 annarra sem hafa lofað bót og betrun til þess að mæta kröfum ESB. Panama- og Paradísarskjölin ýttu sambandinu út í að hafa frekara eftirlit með notkun fyrirtækja og einstaklinga á skattaskjólum.
06.12.2017 - 02:18
Samherja-framkvæmdastjóri braut skattalög
Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins og eiginkona hans brutu skattalög og eiga að greiða sex milljónir króna í sekt samkvæmt úrskurði yfirskattanefndar í síðustu viku.
10.11.2017 - 10:05
ESB herðir reglur gegn skattsvikum
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins ákváðu í dag að herða reglur til að berjast gegn skattsvikum og -undanskotum. Þeir vonast til að leiðtogar ESB samþykki svartan lista yfir skattaskjól á fundi sínum í desember.
07.11.2017 - 22:28
Krókur skattsins á móti bragði aflandsvæðara
Panamalekinn opinberaði umsvif og þjónustu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í aflandsvæðingu fyrirtækja og einstaklinga og samspilið við banka og aðra. Lekinn staðfesti líka umfangsmikla aflandsvæðingu á Íslandi. Nokkrir stórir gagnalekar hafa veitt enn frekari innsýn í handbragð aflandsvæðaranna. Skattyfirvöld hafa á stundum virst hjálparvana en aukin innsýn í aflandsvæðinguna og öflugur hugbúnaður hefur stóraukið möguleika yfirvalda til að skyggnast bak við aflandshuluna.
03.11.2017 - 18:37