Færslur: Skattalagabrot

Sex mánaða dómur og 60 milljóna sekt fyrir skattsvik
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélags, sem hann stýrði.
MDE telur ríkið hafa brotið gegn mannréttindasáttmála
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun í máli sem Bragi Guðmundur Kristjánsson höfðaði, að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæði í mannréttindasáttmála Evrópu um bann við tvöfaldri refsimeðferð og tvöfaldri refsingu vegna sama atviks.
Grunur um stórfelld skattalagabrot tengd Airbnb
Grunur er uppi um stórfelld skattalagabrot Íslendinga samkvæmt gögnum frá Airbnb sem skattrannsóknarstjóri hefur aflað. Brotin eru að mati sett skattrannsóknarstjóra það alvarleg að sektir eða fangelsisdómur gætu legið við þeim.
Viðtal
Segir sameiningu skattrannsóknaembætta af hinu góða
Fjármálaráðherra segist sannfærður um að sameining embætta skattrannsókna sé af hinu góða og einfaldi skattrannsóknir. Fjöldi jákvæðra umsagna hafi borist við frumvarpið. Hann vísar gagnrýni fyrrverandi ríkisskattstjóra á bug.
07.05.2021 - 12:55
Myndskeið
Segir breytingar veikja stöðu skattrannsókna
Ákvörðun um að færa embætti skattrannsóknarstjóra undir ríkisskattstjóra veikir stöðu skattrannsókna, segir Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri. Hann segir að hlutverk skattrannsóknarstjóra sé nú óljóst. 
Ráðuneytið segir varnaðarorð byggð á misskilningi
Skattrannsóknarstjóri varar við að rannsókn refsiverðra skattalagabrota verði flutt til héraðssaksóknara og óttast að það leiði meðal annars til endurtekinna rannsókna. Fjármálaráðuneytið andmælir þessu í umsögn, vill að breytingarnar nái fram að ganga og álítur að skattrannsóknarstjóri misskilji frumvarpið.