Færslur: Skák

Kiljan
Skákin var leið út úr erfiðum uppvaxtarskilyrðum
Helgi Ólafsson hefur ritað stóra og glæsilega bók um Friðrik Ólafsson, fyrsta íslenska stórmeistarann í skák. Friðrik átti stóran þátt í að koma Íslandi á kortið, segir Helgi.
14.12.2020 - 09:00
Sjónvarpsþættir kveikja áhuga á skák
Sjónvarpsþættirnir The Queen's Gambit hafa slegið í gegn en þeir eru fáanlegir í gegnum efnisveituna Netflix og eru þeir vinsælustu þar á Íslandi. Skákíþróttin er leiðarstef í þáttunum og áhrif þeirra eru slík að Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands hefur fengið símtöl frá áhugasömum sem vilja læra skák eftir að hafa horft á þá. Þættirnir gerast á tímum þar sem skák naut mikilla vinsælda. Gunnar segir margt hafa breyst, en skákin haldi sínu, sérstaklega á netinu.
19.11.2020 - 18:35
Guðmundur Íslandsmeistari í þriðja sinn
Guðmundur Kjartansson varð í gær Íslandsmeistari í skák í þriðja sinn. Helgi Áss Grétarsson og Bragi Þorfinnsson urðu jafnir í öðru til þriðja sæti.
31.08.2020 - 10:22
Gamlir meistarar í nýrri liðakeppni í skák
Rússnesku skákmeistararnir Garry Kasparov og Vladimir Kramnik og Indverjinn Viswanathan Anand ætla að taka þátt í nýrri liðakeppni í skák sem fram fer á Netinu í næsta mánuði.
22.04.2020 - 08:12
Pistill
Flóttadrengur reynist skáksnillingur
Margt fólk er með óvenjulega hæfileika, jafnvel snilligáfu af einhverju tagi, án þess að átta sig á því, vegna þess að skilyrðin til þess að hæfileikarnir fái að blómstra eru ekki fyrir hendi. En stöku sinnum gerist það, og það á við um Tani, 8 ára nígerískan strák, sem vakið hefur heimsathygli. Hann og fjölskylda hans eru flóttamenn, hælisleitendur í Bandaríkjunum, og í New York komu hæfileikar hans í ljós, þegar hann settist að taflborðinu.
02.04.2019 - 13:18
Skákað í skjóli Hörpu
Reykjavíkurskákmótið verður sett í Hörpu í dag en það á 50 ára afmæli í ár. Heiðursgestur er einn sterkasti skákmaður allra tíma, Garry Kasparov. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, landsliðkona í skák, sögðu frá mótinu í Morgunútvarpinu.
04.03.2014 - 09:57