Færslur: Skaftafellsjökull

Allt fullt í Skaftafelli og fólki vísað frá
Starfsfólk tjaldsvæðisins í Skaftafelli hefur í morgun þurft að vísa fólki sem vill tjalda á svæðinu frá vegna fjöldatakmarkana. Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi í Vatnajökulsþjóðgarði sem rekur tjaldsvæðið, segir flesta hafa skilning á þessum aðstæðum, verið sé að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis.
Viðtal
Skaftafellsjökull hopar um 50-100 metra á ári
Skaftafellsjökull hopar um 50 til 100 metra á ári og hefur hopað um 850 metra síðan árið 1995. Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, hefur árlega tekið ljósmynd af jöklinum frá sama sjónarhorni. Myndirnar sýna vel hve mikið jökullinn hefur hopað og þynnst.
Skaftafellsjökull sést ekki lengur – myndir
Myndasyrpa sem Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði og fyrrverandi landvörður í Skaftafelli, hefur tekið undanfarin fimm ár sýnir á sláandi hátt hvernig Skaftafellsjökull hefur verið að þynnast undanfarin ár. Á mynd Guðmundar frá 2012 sést hann vel handan hæðarinnar fyrir austan þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, en á myndinni sem tekin var fyrir nokkrum dögum sést jökullinn ekki lengur. „Það fylgir því ákveðinn söknuður að skoða þessar myndir,“ segir Guðmundur.
08.03.2017 - 13:26