Færslur: Sjúkraliðar

Sjónvarpsfrétt
Örþrifaráð og vanmat á stöðunni
Það er örþrifaráð stjórnvalda, illa ígrundað og vanmat á stöðunni að ætla að leysa mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins með því að bjóða starfsmönnum að vinna til 75 ára aldurs. Stjórnvöld séu aðeins að staðfesta þá alvarlegu stöðu sem sé innan hjúkrunar á Íslandi. Þetta segja forsvarsmenn hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.
Viðtal
Líf liggur við því að stjórnvöld grípi til aðgerða
Líf liggur við því að stjórnvöld grípi til aðgerða og létti álagi á bráðamóttöku Landspítala segja sjúkraliðar. Ekki sé unnt að tryggja öryggi sjúklinga þar sem þeir þurfa að liggja á göngunum og starfsfólk kemst ekki yfir verkefnin. 
Myndskeið
Hnoðað, sprautað og hæmlikkað í Hagaskóla
Þrjú prósent hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítalanum eru karlmenn. Þessu á að breyta með því að kynna drengjum þessi störf. Fimmtán ára drengir sýndu sprautunálum, hjartahnoði og æðaleggjum mikinn áhuga á kynningu í dag. Þá spreyttu þeir sig á dúkku sem var að kafna og hæmlikkuðu hana, þ.e.a.s. beittu Heimlich-aðferðinni.
Spegillinn
Réttlátt að heilbrigðisstarfsfólk fái álagsgreiðslur
Formenn félaga bæði hjúkrunarfræðinga og og sjúkraliða telja réttlátt að heilbrigðisfólki verði umbunað sérstaklega fyrir störf í návígi við kórunuveiruna, eins og gert var í fyrstu covidbylgjunni. Þá telja sjúkraflutningamenn að þeir eigi rétt á álagsgreiðslum.
26.10.2020 - 17:00
Sjúkraliðar á hjúkrunarheimilum ræða verkfallsaðgerðir
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir mikla óþreyju vera meðal sjúkraliða sem starfa hjá stofnunum sem falla undir Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Samningar þeirra hafa verið lausir frá því í mars í fyrra. Rætt hefur verið um að boða til aðgerða.
Spegillinn
Þarf að bregðast við með álagsgreiðslum
Stjórn Sjúkraliðafélags Ísland hefur hefur ritað öllum forstjórum heilbrigðisstofnana bréf þar sem farið er fram á að ákvæði í kjarasamningi um sérstakar greiðslur vegna álags verði virkjað. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur líka komið sams konar beiðni á framfæri og það fyrir allnokkru.
06.04.2020 - 18:47
Fylgjast með líðan heilbrigðisstarfsfólks
Alma Möller, landlæknir, hefur áhyggjur af álagi á heilbrigðisstarfsfólk þessar vikurnar á meðan COVID-19 faraldurinn geisar. Kallað hefur verið eftir upplýsingum um álagið, mönnun og aðbúnað, að því er segir í Læknablaðinu.
Helmingur sjúkraliða vinnur við fagið
Starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði leggur til að þeir sem hyggja á nám sem sjúkraliðar fái námsstyrki og tryggt verði að hjúkrunarheimili ráði sjúkraliða til starfa. Þetta er meðal þess sem talið er vænlegt til að fjölga í stétt sjúkraliða. 90 til 100 ljúka menntun sem sjúkraliðar á ári en aðeins um helmingur þeirra starfar sem sjúkraliði.
Leggja höfuðáherslu á styttingu vinnuvikunnar
Sjúkraliðar leggja höfuðáherslu á bætt laun og styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Kjarasamningur þeirra hefur verið laus síðan í mars og bindur Sjúkraliðafélag Íslands vonir við að nýr samningur verði tilbúinn fyrir sumarið.