Færslur: Sjúkrahúsið á Akureyri

Norðlendingar lúsiðnir í bólinu í faraldrinum
Fæðingum fjölgaði um tæp 26 prósent milli ára á Sjúkrahúsinu á Akureyri og hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Forstjóri sjúkrahússins segir skýringuna mögulega vera að fólki hafi leiðst í faraldrinum.
Aukin fjárframlög nauðsynleg vegna hallareksturs á SAk
Sjúkrahúsið á Akureyri var rekið með tæplega 150 milljóna króna halla í fyrra. Forstjóri sjúkrahússins segir nauðsynlegt að fjárframlög verði aukin til að tryggja aðgengi að öruggri heilbrigðisþjónustu í samfélaginu.
Enginn inniliggjandi með Covid 19
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er enginn sjúklingur með virkt covid-smit. Framkvæmdastjóri lækninga segir að starfsemin sé komin í nokkuð eðlilegt horf. Það sé þó áhyggjuefni að starfsfólk sé í auknum mæli veikt sem rekja megi til álags síðustu tveggja ára. 
29.04.2022 - 11:52
Einn hinna slösuðu fluttur á Landspítalann
Þrír lentu í snjóflóði í Svarfaðardal, nærri Dalvík, í kvöld. Laust fyrir miðnættið greindi Lögreglan á Norðurlandi vestra frá því að einn hinna slösuðu hefði verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann en hinir tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sálgæsla á Sjúkrahúsinu á Akureyri áfram án presta
Ekki stendur til að ráða prest til að sinna sálgæslu við Sjúkrahúsið á Akureyri þrátt fyrir að sú staða hafa verið laus í nokkurn tíma. Sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri gagnrýndi skort á sálgæslu á sjúkrahúsinu í pistli í síðustu viku.
21.03.2022 - 16:26
Meira um að eldra fólk smitist
Þrettán covid-sjúklingar eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri sem með því mesta sem verið hefur þar. Framkvæmdastjóri lækninga segir að nú sé eldra fólk að smitast í meira mæli en áður og það útskýri fleiri innlagnir.
Þung staða vegna smita á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Staðan á Sjúkrahúsinu á Akureyri er slæm, segir framkvæmdastjóri lyflækninga þar. Tólf eru nú inniliggjandi með covid og hafa aldrei verið fleiri.
Óbreyttar smitvarnir á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Engar breytingar verða á smitvörnum hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri á næstu dögum. Þar eru nú tólf inniliggjandi með covid, þar af einn á gjörgæsludeild.
Fyrsta andlát covid-sjúklings á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Fyrsta andlát covid-sjúklings á Sjúkrahúsinu á Akureyri varð um helgina. 9 sjúklingar eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsinu, þrír þeirra vegna covid en sex af öðrum orsökum. 
21.02.2022 - 14:14
Metfjöldi með veiruna – „Staðan tekin dag frá degi“
Sex liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri með COVID-19 og metfjöldi smita er í umdæmi þess. Framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu segir að veikindi séu ekki alvarleg en erfitt sé að manna spítalann. Fimmtíu af tæplega 700 starfsmönnum sjúkrahússins eru frá vegna COVID-19.
16.02.2022 - 13:31
Tveir inniliggjandi með Covid á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Þrátt fyrir met covid-smita á Norðurlandi eru einungis tveir inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri með sjúkdóminn. Covid-göngudeildin hefur verið opnuð eftir nokkurt hlé en ásóknin er ekki mikil.
10.02.2022 - 13:48
Sjúkrahúsið á Akureyri fær rúmar 300 milljónir
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Sjúkrahúsinu á Akureyri auknar fjárheimildir til brýnna framkvæmda, alls 307 milljónir króna. Forstjóri sjúkrahússins fagnar fjárveitingunni en segir enn vanta töluvert fé í reksturinn.
Tveir inniliggjandi á Akureyri með covid
Tveir sjúklingar hafa verið lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með COVID-19. Hvorugur er í gjörgæslu. Fram að því hafði enginn legið á sjúkrahúsinu með sjúkdóminn í rúmar tvær vikur.
24.01.2022 - 15:45
Enginn liggur inni á Akureyri vegna covid
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri liggur enginn covid-sjúklingur inni og hefur ekki gert í tvær vikur. Aðal áskorunin er að manna stöður sjúkrahússins vegna einangrunar og sóttkvíar starfsfólks. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa þó undanfarnar vikur fært sig yfir á Landspítalann til að létta undir þar.
Mjög þungt ástand á SAk og allar legudeildir fullar
Mjög þungt ástand er nú á Sjúkrahúsinu á Akureyri og allar legudeildir fullar. Nokkrir starfsmenn eru í sóttkví eða einangrun og foreldrar frá vinnu með börn heima í sóttkví. Forstjórinn segir að það yrði erfitt viðureignar ef smitum fjölgaði frekar á Norðurlandi.
Sjúkrahúsið á Akureyri gæti tekið við sýnum að sunnan
Þrátt fyrir metsmittölur síðustu daga hafa smit verið fá víða á landsbyggðinni. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru sýni úr einkennasýnatökum greind en þar hefur álagið ekki verið mikið síðustu vikur en búast má við að það geti breyst.
20.12.2021 - 12:08
„Byltingarkennd breyting á aðferðafræði við fjármögnun“
Sjúkrahúsið á Akureyri og Sjúkratryggingar Íslands hafa undirritað samning um að klínísk starfsemi Sjúkrahússins verði frá og með 1. janúar fjármögnuð í samræmi við umfang þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsið veitir.
Segir SAK þurfa um 240 milljónir til viðbótar
Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að miðað við fjárlagafrumvarpið vanti um 240 milljónir króna til sjúkrahússins. Áætlað framlag dugi ekki til að mæta uppsöfnuðum rekstrarvanda síðustu ára.
192 smit í gær og 179 innanlands - fjölgar á spítala
Í gær greindust alls 192 með COVID-19 hérlendis. 179 þeirra greindust innanlands en 13 á landamærunum. Þá voru 88 bólusettir og 88 óbólusettir af þeim sem greindust innanlands, en þrír bólusettir að hluta. 3545 einstaklingar mættu í sýnatökur í gær og voru því um fimm prósent þeirra sem reyndust vera smitaðir. Þá fjölgar um fimm sem liggja inni á sjúkrahúsi vegna veirunnar.
19.11.2021 - 11:00
Viðtal
Styttist í að reglur verði hertar segir Þórólfur
Enn eitt kórónuveirusmitametið var slegið í gær en þá greindust 178 með smit og hafa ekki verið fleiri frá upphafi faraldurs á einum degi. Þórólfur Guðnason segir að það styttist í að þurfi að herða sóttvarnareglur ef þetta heldur áfram svona. 
Hættustig á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Lýst hefur verið yfir hættustigi á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem covid-smitaður sjúklingur liggur nú í öndunarvél á gjörgæslu. Enn sem komið er hefur það ekki mikil áhrif á starfsemina.
03.11.2021 - 16:16
Erfitt að manna vaktir á SAk vegna kórónuveirusmita
Rúmlega átta hundruð manns eru í sóttkví á Akureyri og tæplega sextíu í einangrun með covid. Kalla hefur þurft út auka mannskap til að manna vaktir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess hve margir starfsmenn eru í sóttkví eða einangrun.
Ætti að stytta bið eftir geðheilbrigðisþjónustu barna
Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri hefur fengið 13 milljóna króna fjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu til að efla tímabundið þjónustuna. Um er að ræða átaksverkefni ráðuneytisins við að stytta bið barna og unglinga eftir greiningu og meðferð.
Nýtt líknar- og lífslokahús á Akureyri
Sem liður í að styrkja líknarmeðferð á landsbyggðinni hefur Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands verið afhent sérstakt líknar- og lífslokahús. Húsinu hefur verið fundinn staður í miðri sumarhúsabyggð í jaðri Kjarnaskógar.
Legudeild í sóttkví eftir smit á SAk — öll sýni neikvæð
Tuttugu sjúklingar og sjö starfsmenn eru í sóttkví eftir að smit kom upp á legudeild Sjúkrahússins á Akureyri í gær. Smitið virðist ekki hafa dreifst sér því allur hópurinn var skimaður í gær þar sem allir reyndust neikvæðir.
26.08.2021 - 13:45