Færslur: Sjúkrahúsið á Akureyri

Segir SAK þurfa um 240 milljónir til viðbótar
Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að miðað við fjárlagafrumvarpið vanti um 240 milljónir króna til sjúkrahússins. Áætlað framlag dugi ekki til að mæta uppsöfnuðum rekstrarvanda síðustu ára.
192 smit í gær og 179 innanlands - fjölgar á spítala
Í gær greindust alls 192 með COVID-19 hérlendis. 179 þeirra greindust innanlands en 13 á landamærunum. Þá voru 88 bólusettir og 88 óbólusettir af þeim sem greindust innanlands, en þrír bólusettir að hluta. 3545 einstaklingar mættu í sýnatökur í gær og voru því um fimm prósent þeirra sem reyndust vera smitaðir. Þá fjölgar um fimm sem liggja inni á sjúkrahúsi vegna veirunnar.
19.11.2021 - 11:00
Viðtal
Styttist í að reglur verði hertar segir Þórólfur
Enn eitt kórónuveirusmitametið var slegið í gær en þá greindust 178 með smit og hafa ekki verið fleiri frá upphafi faraldurs á einum degi. Þórólfur Guðnason segir að það styttist í að þurfi að herða sóttvarnareglur ef þetta heldur áfram svona. 
Hættustig á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Lýst hefur verið yfir hættustigi á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem covid-smitaður sjúklingur liggur nú í öndunarvél á gjörgæslu. Enn sem komið er hefur það ekki mikil áhrif á starfsemina.
03.11.2021 - 16:16
Erfitt að manna vaktir á SAk vegna kórónuveirusmita
Rúmlega átta hundruð manns eru í sóttkví á Akureyri og tæplega sextíu í einangrun með covid. Kalla hefur þurft út auka mannskap til að manna vaktir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess hve margir starfsmenn eru í sóttkví eða einangrun.
Ætti að stytta bið eftir geðheilbrigðisþjónustu barna
Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri hefur fengið 13 milljóna króna fjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu til að efla tímabundið þjónustuna. Um er að ræða átaksverkefni ráðuneytisins við að stytta bið barna og unglinga eftir greiningu og meðferð.
Nýtt líknar- og lífslokahús á Akureyri
Sem liður í að styrkja líknarmeðferð á landsbyggðinni hefur Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands verið afhent sérstakt líknar- og lífslokahús. Húsinu hefur verið fundinn staður í miðri sumarhúsabyggð í jaðri Kjarnaskógar.
Legudeild í sóttkví eftir smit á SAk — öll sýni neikvæð
Tuttugu sjúklingar og sjö starfsmenn eru í sóttkví eftir að smit kom upp á legudeild Sjúkrahússins á Akureyri í gær. Smitið virðist ekki hafa dreifst sér því allur hópurinn var skimaður í gær þar sem allir reyndust neikvæðir.
26.08.2021 - 13:45
Enginn hefur þurft að dvelja í farsóttarhúsi á Akureyri
Farsóttarhús var opnað fyrir skemmstu á Akureyri en til þessa hefur enginn þurft að nýta sér það. Forstöðumaður Sjúkrahússins á Akureyri segir að fjórða bylgja faraldursins sé í mikilli rénun.
Sjónvarpsfrétt
Ferðir í sjúkraflugi hafa aldrei verið fleiri
Ferðir í sjúkraflugi hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hér á landi en í júlí. Forstöðulæknir segir skýringuna meðal annars vera sumarfrí sérfræðilækna á landsbyggðinni.
Einn lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með COVID-19
Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með COVID-19. Maðurinn var á þrettánda degi veikinda og var lagður inn á Covid legudeild til eftirlits, samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu.
Þrír starfsmenn á Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa smitast
Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri hafa sýkst af kórónuveirunni í yfirstandandi bylgju. Samkvæmt framkvæmdastjóra lækninga hafa smitin ekki haft mikil áhrif á starfsemina og starfsmennirnir ekki smitað út frá sér.
Hildigunnur skipuð forstjóri Sjúkrahúss Akureyrar
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur sem forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði sjúkrahússins frá árinu 2012.
Sjö sækja um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri
Alls bárust sjö umsóknir til heilbrigðisráðuneytis um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn.
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Viðtal
„Það hefur reynt mikið á starfsfólkið“
Mikið álag er á sjúkrahúsinu á Akureyri en þar liggja nú sex sjúklingar vegna COVID-19. Bjarni Jónasson, forstjóri sjúkrahússins segir helgina hafa verið erfiða en auk þriggja nýrra innlagna vegna COVID, liggur nú tvennt á gjörgæslu vegna bílslyss sem varð í Öxnadal á föstudaginn.
09.11.2020 - 17:17
Eitt smit utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra
Það var mikið álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina og má búast við því að innlögnum vegna COVID-19 fjölgi áfram í vikunni. Aðeins eitt smit greindist utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra um helgina.
Margir á sjúkrahúsi – þrír lagðir inn á Akureyri
Áttatíu liggja nú með COVID-19 á sjúkrahúsi. Þar af eru sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir skilar fljótlega nýjum tillögum. Tveir létust úr COVID 19 á Landspítalanum í gær. 
Viðtal
Undirbúin því að fleiri þurfi að leggjast inn á SAk
Á Norðurlandi eystra eru nú 95 í einangrun með COVID-19 og tæplega 600 í sóttkví. Þrír eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri, en starfsemi þess var sett á hættustig um helgina.
02.11.2020 - 19:39
Myndskeið
Smitum fjölgar hratt á Norðurlandi eystra
Smitum á Norðurlandi eystra fjölgar hratt og tuttugu og fjögur ný smit hafa greinst þar tvo síðustu daga. Varðstjóri í aðgerðastjórn Almannavarna orðar það svo að menn séu nánast á hengifluginu. Heimsóknabann tekur gildi hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri á morgun.
Fjögur flutt á sjúkrahús eftir að bíll valt
Tvær stúlkur og tveir drengir, á aldr­in­um 16 og 17 ára, voru flutt á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri eft­ir að bíll valt í Eyjafirði um hálf eitt leytið í nótt. Kolbrún Jónsdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum á malarkafla á Hólavegi.
16.10.2020 - 07:34
Starfsfólk takmarki samgang við íbúa höfuðborgarsvæðis
Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið beðið um að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Viðbragðsstjórn sjúkrahússins sendi starfsfólki tölvupóst þess efnis í síðustu viku og ítrekaði það með tölvupósti í dag. 10 starfsmenn sjúkrahússins eru í sóttkví eftir að smit greindist á Vísindadeginum í síðustu viku.
28.09.2020 - 17:46
6,5 milljarðar í nýja legudeild á SAk
Gert er ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið í framkvæmdir við byggingu nýrrar legudeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri í fjármálaáætlun 2021-2025. Þetta kom fram í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri í gær.
71 milljón í myndgreiningarbúnað á SAk
Heilbrigðisráðherra hefur veitt Sjúkrahúsinu á Akureyri 71 milljón króna til endurnýjunar á myndgreiningarbúnaði sínum á þessu ári. Þá fær sjúkrahúsið heimild til að taka þátt í útboði með Landspítala til kaupa á nýju segulómtæki.
Myndskeið
Vona að betri jarðtenging hafi góð áhrif á sjúklinga
Nærri 100 metra djúp hola var boruð við Sjúkrahúsið á Akureyri fyrir skömmu til þess að leiða út svokallaða flökkustrauma í rafkerfi hússins. Vonast er til að það hafi góð áhrif á sjúklinga og starfsfólk.