Færslur: Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjö sækja um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri
Alls bárust sjö umsóknir til heilbrigðisráðuneytis um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn.
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Viðtal
„Það hefur reynt mikið á starfsfólkið“
Mikið álag er á sjúkrahúsinu á Akureyri en þar liggja nú sex sjúklingar vegna COVID-19. Bjarni Jónasson, forstjóri sjúkrahússins segir helgina hafa verið erfiða en auk þriggja nýrra innlagna vegna COVID, liggur nú tvennt á gjörgæslu vegna bílslyss sem varð í Öxnadal á föstudaginn.
09.11.2020 - 17:17
Eitt smit utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra
Það var mikið álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina og má búast við því að innlögnum vegna COVID-19 fjölgi áfram í vikunni. Aðeins eitt smit greindist utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra um helgina.
Margir á sjúkrahúsi – þrír lagðir inn á Akureyri
Áttatíu liggja nú með COVID-19 á sjúkrahúsi. Þar af eru sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir skilar fljótlega nýjum tillögum. Tveir létust úr COVID 19 á Landspítalanum í gær. 
Viðtal
Undirbúin því að fleiri þurfi að leggjast inn á SAk
Á Norðurlandi eystra eru nú 95 í einangrun með COVID-19 og tæplega 600 í sóttkví. Þrír eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri, en starfsemi þess var sett á hættustig um helgina.
02.11.2020 - 19:39
Myndskeið
Smitum fjölgar hratt á Norðurlandi eystra
Smitum á Norðurlandi eystra fjölgar hratt og tuttugu og fjögur ný smit hafa greinst þar tvo síðustu daga. Varðstjóri í aðgerðastjórn Almannavarna orðar það svo að menn séu nánast á hengifluginu. Heimsóknabann tekur gildi hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri á morgun.
Fjögur flutt á sjúkrahús eftir að bíll valt
Tvær stúlkur og tveir drengir, á aldr­in­um 16 og 17 ára, voru flutt á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri eft­ir að bíll valt í Eyjafirði um hálf eitt leytið í nótt. Kolbrún Jónsdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum á malarkafla á Hólavegi.
16.10.2020 - 07:34
Starfsfólk takmarki samgang við íbúa höfuðborgarsvæðis
Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið beðið um að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Viðbragðsstjórn sjúkrahússins sendi starfsfólki tölvupóst þess efnis í síðustu viku og ítrekaði það með tölvupósti í dag. 10 starfsmenn sjúkrahússins eru í sóttkví eftir að smit greindist á Vísindadeginum í síðustu viku.
28.09.2020 - 17:46
6,5 milljarðar í nýja legudeild á SAk
Gert er ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið í framkvæmdir við byggingu nýrrar legudeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri í fjármálaáætlun 2021-2025. Þetta kom fram í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri í gær.
71 milljón í myndgreiningarbúnað á SAk
Heilbrigðisráðherra hefur veitt Sjúkrahúsinu á Akureyri 71 milljón króna til endurnýjunar á myndgreiningarbúnaði sínum á þessu ári. Þá fær sjúkrahúsið heimild til að taka þátt í útboði með Landspítala til kaupa á nýju segulómtæki.
Myndskeið
Vona að betri jarðtenging hafi góð áhrif á sjúklinga
Nærri 100 metra djúp hola var boruð við Sjúkrahúsið á Akureyri fyrir skömmu til þess að leiða út svokallaða flökkustrauma í rafkerfi hússins. Vonast er til að það hafi góð áhrif á sjúklinga og starfsfólk.
Faraldurinn tveimur vikum á eftir fyrir norðan
Svo virðist sem Covid-19 faraldurinn á Norðurlandi sé allt að tveimur vikum seinna á ferðinni sé miðað við suðvesturhornið. Þetta kemur fram í pistli Bjarna Jónassonar, forstjóra sjúkrahússins á Akureyri.
03.04.2020 - 16:37
Söfnuðu 45 milljónum til kaupa á búnaði fyrir SAk
Hollvinsamtök Sjúkrahússins á Akureyri hófu fyrr í mánuðinum söfnunarátak til að kaupa öndunarvél og annan búnað fyrir gjörgæsludeild SAk. Nú hafa safnast 45 milljónir króna.
Sérstök Covid-deild tilbúin á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Forstöðuhjúkrunarfræðingur hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri segir starfsfólk vel undirbúið til að taka á móti fólki með kórónuveirusmit. Tvær öndunarvélar eru væntanlegar til sjúkrahússins í viðbót við þrjár sem þar eru fyrir.
Sjúkrahúsið á Akureyri gengur á varaafli
Sjúkrahúsið á Akureyri gengur nú á varaafli og hefur gert síðan óveðrið skall á fyrir um viku síðan. Bilun í búnaði varð til þess að ekki var hægt að tengjast aftur við landsnetið. Rafmagnslaust var á sjúkrahúsinu í 22 mínútur.
Óánægja meðal hjúkrunarfræðinga á Akureyri
Mikil óánægja ríkir meðal hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að stjórn sjúkrahússins ákvað að draga til baka áður boðaða launahækkun. Hjúkrunarfræðingur segir þungt hljóð í starfsfólki.
Kveikur
Öryrki eftir smávægilega aðgerð
Hraust kona á fimmtugsaldri gekk inn á sjúkrahús í janúar í fyrra til að undirgangast einfalda aðgerð við kvilla sem hafði hrjáð hana lengi. Þann dag umbyltist líf hennar og breyttist til frambúðar.
„Fáránlegt að þetta geti gerst“
Fyrir tæpum fimm árum síðan féll sonur Sigríðar Sveinsdóttur fyrir eigin hendi á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Í síðustu viku svipti ungur maður sig lífi á geðdeild Landspítalans, um hálfum sólarhring eftir að hann var fluttur þangað í sjálfsvígshættu. Það er fátítt að fólk svipti sig lífi inni á geðdeildum hér á landi en kemur þó fyrir. Landlæknisembættið veitir ekki upplýsingar um fjölda tilvika en þau eru að minnsta kosti fjögur á síðastliðnum tíu árum.