Færslur: Sjúkrahúsið á Akureyri

Stöðva kæfisvefnsgreiningar á SAk vegna fjárskorts
Ekki verða gerðar fleiri kæfisvefnsgreiningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri í ár nema nýir samningar náist við Sjúkratryggingar Íslands. Forstjóri sjúkrahússins segir stöðuna óásættanlega.
Sjónvarpsfrétt
Starfsmaður ársins færir fólki í vanlíðan bangsa
Þrátt fyrir að vera utan stéttarfélags og nær algjörlega launalaus má segja að Leó Anítuson sé einn mikilvægasti starfsmaður Sjúkrahússins á Akureyri. Hann sinnir hlutverki sem er honum í blóð borið.
04.11.2022 - 14:47
Yfir 150 börn tekið þátt í svefnrannsókn á Akureyri
Ein ítarlegasta svefnrannsókn sem gerð hefur verið á Vesturlöndum á svefnvandamálum ungra barna fer nú fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Rannsóknin gæti í fyrsta sinn varpað ljósi á algengi kæfisvefns meðal barna á aldrinum fjögurra til átta ára.
Bjartsýn á að SAk þurfi ekki að grípa til niðurskurðar
Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segist hafa þungar áhyggjur af fjárhag spítalans. Hún segist þó bjartsýn um að þau fái aukið fjármagn frá stjórnvöldum og ekki þurfi að skerða þjónustu.
Lýsa yfir þungum áhyggjum af framtíð SAk
Fagráð Sjúkrahússins á Akureyri hefur lýst yfir þungum áhyggjum af framtíð sjúkrahússins vegna slæmrar fjárhagsstöðu þess. Formaður fagráðsins segir grunnþjónustu og þekkingu sjúkrahússins í húfi.
SAk fær heimild til hönnunar á nýrri legudeild
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur fengið formlega heimild til hönnunar á nýrri legudeild. Áform um bygginguna voru fyrst rædd árið 2015, en markmiðið er að hún verði risin í lok árs 2027.
Ók útaf við bryggjuna í Grímsey og flogið til Akureyrar
Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til Grímseyjar í gærkvöld til að sækja mann sem slasaðist þegar hann ók bifreið sinni út af vegi við bryggjuna í Grímsey og endaði í grýttri fjöru þar fyrir neðan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var ökumaðurinn einn í bílnum þegar slysið varð, rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld.
Viðtal
„Ég veit ekki á hvaða orku við höfum gengið“
Sigurður Kristinsson, sem hefur legið á sjúkrahúsi á Spáni síðan um miðjan ágúst eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall, kom með sjúkraflugi til Akureyrar í dag.
Sjúkrahúsið á Akureyri geti tekið á móti fleiri nemum
Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir sjúkrahúsið geta tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnám. Stofnunin og Háskóli Íslands þurfi þá að ráðast í skipulagsbreytingar og samræma betur tímabil starfsnáms læknanema.
Óvissustigi á Sjúkrahúsinu á Akureyri aflétt
Ákveðið hefur verið að aflétta óvissustigi á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjúkrahúsinu.
Mannekla, álag og tækjabilun veldur óvissu á SAk
Mikið álag var á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Það hefur verið á óvissustigi í tæpar tvær vikur. Framkvæmdastjóri lækninga segir manneklu, fjölda ferðamanna og bilun á stóru tæki helstu ástæðu vandræðanna.
02.08.2022 - 13:10
Ekki gistirými á sjúkrahóteli á Akureyri
Ekki er hægt að fá gistingu á sjúkrahóteli á Akureyri þar sem öll herbergi eru nýtt af ferðamönnum. Þunguð kona frá Egilsstöðum, sem er ráðlagt að fæða á Akureyri og dvelja þar frá 38. viku meðgöngu, fær þau svör frá Sjúkratryggingum að hægt sé að fá herbergi á sjúkrahóteli í Reykjavík.
Mönnunarvandi á gjörgæsludeild og óvissustigi lýst yfir
Mikill mönnunarvandi er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri og er biðlað til hjúkrunarfræðinga utan spítalans að koma til vinnu. Óvissustigi var lýst yfir í gær.
Sjúkrahúsið á Akureyri sett á óvissustig
Ákvörðun var tekin í gær um að setja sjúkrahúsið á Akureyri á óvissustig. Álag hefur aukist undanfarnar vikur, segir í tilkynningu frá stjórn sjúkrahússins.
22.07.2022 - 09:11
Framkvæmdastjórn SAk segir öryggi sjúklinga ekki ógnað
Í síðustu viku sendu hjúkrunarfræðingar barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri frá sér ítarlega yfirlýsingu þar sem þeir telja legu fullorðinna sjúklinga á barnadeild ógna öryggi sjúklinga og starfsmanna. Framkvæmdastjórn Sjúkrahússins segir miður að vegið sé þannig að starfsheiðri starfsmanna sjúkrahússins.
Mannekla og mikið álag veldur vandræðum á SAk
Mannekla og mikið álag vegna covid og fjölda ferðamanna hefur valdið miklum vandræðum á Sjúkrahúsinu á Akureyri í sumar. Starfsmenn hafa verið kallaðir úr sumarleyfum til að bregðast við ástandinu sem ekki sér fyrir endann á.
Fullorðnir á barnadeild setji öryggi sjúklinga í hættu
Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri eru ósáttir að fullorðið, veikt fólk sé lagt inn á deildina vegna plássleysis. Framkvæmdastjóri sjúkrahússins segir skárra að leggja fullorðna á barnadeild en að hafa þá á göngunum.
Örþrifaráð að kalla fólk í vinnu úr sumarfríi
Mikið álag er á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fólk hefur verið kallað til vinnu úr sumarfríi. Forstjóri sjúkrahússins segir að það sé örþrifaráð. Hún býst við að sumarið verði áfram erfitt.
Takmarkanir aftur komnar á vegna covid
Viðbragðsstjórn Sjúkrahússins á Akureyri hefur tilkynnt að aftur verði teknar upp takmarkanir á heimsóknartíma, þar sem hver sjúklingur má fá einungis einn gest til sín að hámarki í eina klukkustund og skuli þeir bera grímu.
Norðlendingar lúsiðnir í bólinu í faraldrinum
Fæðingum fjölgaði um tæp 26 prósent milli ára á Sjúkrahúsinu á Akureyri og hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Forstjóri sjúkrahússins segir skýringuna mögulega vera að fólki hafi leiðst í faraldrinum.
Aukin fjárframlög nauðsynleg vegna hallareksturs á SAk
Sjúkrahúsið á Akureyri var rekið með tæplega 150 milljóna króna halla í fyrra. Forstjóri sjúkrahússins segir nauðsynlegt að fjárframlög verði aukin til að tryggja aðgengi að öruggri heilbrigðisþjónustu í samfélaginu.
Enginn inniliggjandi með Covid 19
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er enginn sjúklingur með virkt covid-smit. Framkvæmdastjóri lækninga segir að starfsemin sé komin í nokkuð eðlilegt horf. Það sé þó áhyggjuefni að starfsfólk sé í auknum mæli veikt sem rekja megi til álags síðustu tveggja ára. 
29.04.2022 - 11:52
Einn hinna slösuðu fluttur á Landspítalann
Þrír lentu í snjóflóði í Svarfaðardal, nærri Dalvík, í kvöld. Laust fyrir miðnættið greindi Lögreglan á Norðurlandi vestra frá því að einn hinna slösuðu hefði verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann en hinir tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sálgæsla á Sjúkrahúsinu á Akureyri áfram án presta
Ekki stendur til að ráða prest til að sinna sálgæslu við Sjúkrahúsið á Akureyri þrátt fyrir að sú staða hafa verið laus í nokkurn tíma. Sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri gagnrýndi skort á sálgæslu á sjúkrahúsinu í pistli í síðustu viku.
21.03.2022 - 16:26
Meira um að eldra fólk smitist
Þrettán covid-sjúklingar eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri sem með því mesta sem verið hefur þar. Framkvæmdastjóri lækninga segir að nú sé eldra fólk að smitast í meira mæli en áður og það útskýri fleiri innlagnir.

Mest lesið