Færslur: sjúkraflug

Lánuðu sjúkraflugvél í annasamasta mánuði ársins
Aldrei hefur verið farið jafn oft í sjúkraflug og í síðasta mánuði. Önnur flugvél af tveimur var þó á Grænlandi um verslunarmannahelgina og því ekki í notkun.
04.08.2022 - 11:20
Slasaðist í vélsleðaslysi á Geldingafelli
Einn var fluttur á slysadeild eftir vélsleðaslys á Geldingafelli við Langjökul í dag.
04.06.2022 - 14:24
Sjúkraþyrla ekki orðin að veruleika eftir tvö ár
Tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins um rekstur sjúkraþyrlu hefur ekki verið fjármagnað, rúmum tveimur árum eftir að það var samþykkt af ríkisstjórninni. Þyrlan átti að styrkja viðbragð vegna slysa á suðurhluta landsins. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir verkefnið brýnt. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu.
11.05.2022 - 17:21
Einn hinna slösuðu fluttur á Landspítalann
Þrír lentu í snjóflóði í Svarfaðardal, nærri Dalvík, í kvöld. Laust fyrir miðnættið greindi Lögreglan á Norðurlandi vestra frá því að einn hinna slösuðu hefði verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann en hinir tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Tíu sjúkraflug í gær – aldrei fleiri á einum sólarhring
Sjúkraflugvélar Mýflugs flugu tíu sinnum með sjúklinga í gær og hafa ferðirnar aldrei verið fleiri á einum og sama sólarhringnum. Tvö til þrjú sjúkraflug eru farin á dag að meðaltali.
25.02.2022 - 14:28
Sjónvarpsfrétt
Mikið annríki í sjúkraflugi á síðasta ári
Átta hundruð og sjö sinnum var farið í sjúkraflug á síðasta ári og flogið með tæplega níu hundruð sjúklinga. Aðeins einu sinni áður hafa sjúkraflugin verið fleiri hér á landi.
09.01.2022 - 19:31
Fjölga þarf sjúkraflugvöllum um landið
Gera þarf úrbætur á nokkrum flugvöllum til þess að bæta öryggishlutverk þeirra og koma upp sjúkraflugvelli í Skaftafelli eða Fagurhólsmýri. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um öryggi lendingarstaða, sem birt er á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í dag.
Erfiðar aðstæður á Blönduósi fyrir sjúkraflug
Þar sem að Blönduósflugvöllur er ekki lagður bundnu slitlagi þjónar hann illa hlutverki sínu. Erfitt er fyrir sjúkraflugvélar að lenda á vellinum vegna slæmra aðstæðna.
16.12.2021 - 12:08
Rannsókn vegna hoppukastala í fullum gangi
Lögreglurannsókn vegna slyss sem varð í hoppukastala á Akureyri á fimmtudag er í fullum gangi.
05.07.2021 - 16:19
Harður árekstur á Siglufjarðarvegi
Harður árekstur tveggja bifreiða varð við Kýrholt á Siglufjarðarvegi í dag. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og voru þeir báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ljóst er að umferðartafir verða á Siglufjarðarvegi á meðan rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.
Þyrla gæslunnar flutti veikan göngumann á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti útivistarmann frá Vestfjörðum á Landspítalann á öðrum tímanum í dag. Maðurinn sem er á miðjum aldri var í hópi útivistarfólks í Ósafirði fyrir botni Patreksfjarðar og missti meðvitund, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði.