Færslur: Sjónvarpsþáttaröð

Spacey verður að greiða bætur
Beiðni bandaríska leikarans Kevins Spacey um áfrýjun, í máli þar sem honum var gert að greiða fyrirtækinu sem framleiddi sjónvarpsþættina Spilaborg eða House of Cards bætur, var hafnað í gær.
Styttist óðum í frumsýningu glæpaþáttanna TROM
Stutt er í að þáttaröðin TROM verði aðgengileg áhorfendum en frumsýning er fyrirhuguð í febrúar. BBC hefur orðið sér úti um sýningarréttinn að þáttaröðinni sem gerist í Færeyjum. Það eru þau dönsku REinvent Studios sem framleiða þættina í samvinnu við Kyk Pictures í Færeyjum og Truenorth á Íslandi.
Kevin Spacey gert að greiða framleiðendum bætur
Bandaríska leikaranum Kevin Spacey er gert að greiða fyrirtækinu sem framleiddi sjónvarpsþættina Spilaborg eða House of Cards 31 milljón Bandaríkjadali í bætur.
Um Atlantsála hlaut Emmy-verðlaun í kvöld
Um Atlantsála eða Atlantic Crossing, norsk sjónvarpssería í átta hlutum sem fjallar um norsku krónprinsessuna Mörthu og áhrif hennar á heimsmálin á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar hlaut alþjóðlegu Emmy-verðlaunin í kvöld.
Myndskeið
Ófærð 3: Sambland af vestra og Íslendingasögum
Nýjasta Ófærðar-þáttaröðin verður sambland af vestra og Íslendingasögum, segir Baltasar Kormákur leikstjóri. Hann segir að tafir hafi orðið á tökum vegna faraldursins, en þær hafi þó gengið vel.
Þáttaröð um fyrstu fimmtíu ár Vigdísar í smíðum
Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Hann segir í samtali við fréttastofu að honum finnist verulega spennandi að fá þetta tækifæri til að gera fyrstu árunum í lífi Vigdísar skil.