Færslur: Sjónvarpsþættir

Fjórða þáttaröð True Detective tekin upp á Íslandi
Fjórða þáttaröð lögregluþáttanna True Detective verður tekin upp á Íslandi samkvæmt umfjöllun á vefnum Slashfilm. Þar er greint frá því að mexíkóska kvikmyndagerðarkonan Issa López leikstýri, framleiði og skrifi handrit þáttaraðarinnar sem á að gerast í Alaska.
Ráðherra æfur yfir ímynd Úkraínumanna í sjónvarpsþætti
Menningarmálaráðherra Úkraínu hefur kvartað við stjórnendur streymisveitunnar Netflix vegna þess með hve niðurlægjandi hætti löndum hans eru gerð skil í nýrri þáttaröð.
Odenkirk að jafna sig á sjúkrahúsi
Heilsa bandaríska leikarans Bobs Odenkirk virðist fara batnandi en hann liggur á sjúkrahúsi eftir að hann hné niður í gær við upptökur á sjónvarpsþáttunum Better Call Saul.
Myndskeið
Ófærð 3: Sambland af vestra og Íslendingasögum
Nýjasta Ófærðar-þáttaröðin verður sambland af vestra og Íslendingasögum, segir Baltasar Kormákur leikstjóri. Hann segir að tafir hafi orðið á tökum vegna faraldursins, en þær hafi þó gengið vel.
Myndskeið
Metár í íslenskri kvikmyndagerð
Allt stefnir í metár í íslenskri kvikmyndagerð 2021 og að fleiri kvikmyndir og þáttaraðir verði frumsýndar á árinu en nokkru sinni fyrr. Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að kórónuveiran hafi sín áhrif.
Myndskeið
Eykur The Crown andúð á konungdæminu?
Prófessor í sagnfræði segir að þó svo að sjónvarpsþættir um bresku konungsfjölskylduna hafi vissulega áhrif á almenningsálitið sé erfitt að segja til um hvort þeir ýti undir andstöðu við konungdæmið og efli málstað lýðveldissinna. Áhugamanneskja um kóngafólkið segir marga ranglega trúa því að þættirnir The Crown segi satt og rétt frá atburðum. 
Átta rangfærslur í The Crown
Greinarhöfundur í breska blaðinu The Guardian fer hörðum orðum um þættina The Crown sem segja frá bresku konungsfjölskyldunni og sýndir eru á Netflix. Simon Jenkins greinarhöfundur segir að í þáttunum hafi raunveruleikanum verið rænt og hann nýttur í áróðursskyni. Þá sé á huglausan hátt listamannaleyfið misnotað. Uppspuninn og árásin á konungsfjölskylduna hafi aldrei verið meiri en í nýjustu þáttaröðinni.
20.11.2020 - 12:49
Edduverðlaunin afhent hálfu ári á eftir áætlun
Edduverðlaunin verða afhent í byrjun október. Upphaflega stóð til að afhenda þau í mars, en COVID setti þá strik í reikninginn. Þau verða því afhent rúmu hálfu ári á eftir áætlun.
Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.