Færslur: Sjólaskip

Sjólaskipamáli verður áfrýjað til Landsréttar
Þeirri ákvörðun dómara að vísa Sjólaskipamálinu frá Héraðsdómi Reykjavíkur verður áfrýjað til Landsréttar. Þetta staðfesti Finnur Vilhjálmsson saksóknari í samtali við fréttastofu.
Bræðratengsl ekki nóg í máli systkinanna í Sjólaskipum
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu systkinanna, sem oftast eru kennd við Sjólaskip, um að skattsvikamálum þeirra yrði vísað frá. Systkinin töldu að hægt væri með réttu að draga óhlutdrægni saksóknarans í málinu í efa á grundvelli tengsla hans við blaðamann. Saksóknarinn, Finnur Þór Vilhjálmsson, er bróðir blaðamannsins Inga Freys Vilhjálmssonar, sem hefur skrifað nokkrar greinar um málið og fannst systkinunum á sig hallað í þeim skrifum.