Færslur: Sjávarháski

Taug komið frá varðskipi í hollenska flutningaskipið
Skipverjum norsks varðskips tókst í kvöld að koma taug í hollenska vöruflutningaskipið Eemslift Hendrika, sem rekið hefur vélarvana á Noregshafi í tvo daga.
07.04.2021 - 22:17
Tólf bjargað úr skipi á Noregshafi
Tólf manns var bjargað af hollensku flutningaskipi á Noregshafi í gærkvöld. Skipið sendi út neyðarkall eftir að það fékk á sig mikla slagsíðu í slæmu veðri en það var þá ríflega hundrað kílómetra undan vesturströnd Noregs. Þá var þrjátíu gráðu halli kominn á skipið.
06.04.2021 - 16:08
Viðtal
„Þegar ég kom heim fékk ég bara taugaáfall“
Grétar Þorgeirsson sjómaður var skipstjóri á bát sem lenti í miklum sjávarháska. Um hríð hélt hann að síðasta stund hans væri runnin upp og lengi eftir á glímdi hann við áfallastreitu og sektarkennd. Konan hans, sem hann kallar flugdrekann sinn, hjálpaði honum að komast yfir atburðina.
25.12.2020 - 11:00
Myndskeið
Forðuðu sér í björgunarbát eftir að gat kom á Auði V.
Fjórum mönnum var bjargað úr sjávarháska við Papey í gærkvöld eftir að yfirbyggður línubátur sigldi á sker og brotnaði að framan. Fjögurra manna áhöfn forðaði sér í björgunarbát þegar ljóst var að stórt gat var á bátnum og sjór flæddi inn.
05.10.2020 - 12:04