Færslur: sjálfstæðisbarátta

Jafnstórar fylkingar Skota með og á móti þjóðaratkvæði
Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að skoskir kjósendur skiptast í tvær nánast jafn stórar fylkingar varðandi það hvort efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næsta ári.
Enn er kosið um sjálfstæði Nýju Kaledóníu
Kjósendur á Nýju Kaledóniu, eyjaklasa sem enn lýtur frönskum yfirráðum, greiða um það atkvæði í dag, hvort eyjarnar eigi að verða sjálfstætt ríki eða tilheyra Frakklandi áfram. Er þetta þriðja þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði eyjanna á fjórum árum. Er henni jafnframt ætlað að vera sú síðasta, að minnsta kosti um alllanga hríð, og skapa sátt og frið á eyjunum, þar sem hart hefur verið deilt um þetta mál áratugum saman.
12.12.2021 - 02:40
Sjö manna sendinefnd Evrópuþingsins komin til Taívan
Sjö manna sendinefnd á vegum Evrópuþingsins kom til Taívan í morgun. Heimsóknin er hluti þeirrar stefnu Evrópusambandsins að styrkja tengslin við eyríkið þrátt fyrir viðvaranir Kínastjórnar.
Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.
Viðræður hefjast milli Spánarstjórnar og Katalóna
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, fundar með Pere Aragones leiðtoga heimastjórnar Katalóníu á morgun, miðvikudag um samband héraðsins við ríkisstjórnina í Madrid. Ekki er talið að viðræðurnar skili árangri enda eru sjónarmið nánast óásættanleg.
Sturgeon segir Skotland senn snúa aftur í sambandið
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins segir að stutt sé í að Skotland snúi aftur í Evrópusambandið.
Spenna fyrir kosningar í Katalóníu á fimmtudag
Kosningabaráttu fyrir kosningar til héraðsþings Katalóníu lýkur í kvöld en kosningarnar eru á fimmtudaginn. Lítill munur er á samanlögðu fylgi flokka sem eru með og á móti sjálfstæði Katalóníu. Sjálfstæðissinnar mælast þó með ívið meira fylgi.
19.12.2017 - 17:21
Samþykktu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Héraðsþingið í Katalóníu samþykkti í kvöld að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði og aðskilnað frá Spáni. Stjórnvöld í Madrid segjast ætla að reyna hvað þau geta til að hindra atkvæðagreiðsluna, sem á að fara fram um næstu mánaðarmót.
06.09.2017 - 22:21