Færslur: Silvio Berlusconi

Kremlverjar bjóða nýja ítalska stjórn velkomna
Yfirvöld í Rússlandi eru viljug til þess að byggja upp gott samband við nýja ríkisstjórn á Ítalíu, þar sem hún leitar út fyrir meginstraum stjórnmálanna. Líklega verður hægrisinnaðasta stjórn frá stríðslokum mynduð á Ítalíu á næstunni.
26.09.2022 - 17:43
Útlit fyrir hægrisinnuðustu stjórn Ítalíu frá 1945
Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, kveðst reiðubúin að taka við forsætisráðherraembættinu, fyrst kvenna, og verða leiðtogi allra Ítala. Flokkur hennar hlaut allt að fjórðung atkvæða í þingkosningum í gær.
Útgönguspá í Ítalíu sýnir sannfærandi sigur Meloni
Kosningabandalag Bræðralags Ítalíu, undir stjórn Giorgiu Meloni, er spáð stórsigri í ítölsku þingkosningunum samkvæmt útgönguspám sem birtar voru rétt í þessu. Bandalaginu er spáð 41 - 45 prósent atkvæða. Bandalaginu á vinstri vængnum er spáð 25 - 29 prósentum.
Fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu í sjónmáli
Ítalskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag, sunnudag og allt bendir til þess að flokkur lengst til hægri á pólítíska litrófinu verði sigurvegari kosninganna. Leiðtogi flokksins vonast til að verða fyrsti kvenkynsforsætisráðherra Ítalíu.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ítalía og Íran, kosningar og mótmæli
Kosningar verða á Ítalíu á sunnudag og kannanir benda til sigurs hægri flokka. Fari svo verður Giorgia Meloni næsti forsætisráðherra. Hún er leiðtogi Fratelli d'Italia, flokks sem á ættir að rekja til fasistahreyfingarinnar á Ítalíu. Fratelli d'Italia, Bræður Ítalíu eða Bræðralag Ítalíu, er í bandalagi með tveimur öðrum hægriflokkum, Lega og Forza Italia. Leiðtogar þeirra eru Matteo Salvini og Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra.
Ítalía: Hægri flokkur Meloni á mikilli siglingu
Skoðanakannanir benda til þess að Giorgia Meloni geti orðið fyrsta konan í embætti forsætisráðherra Ítalíu fyrir hægri sinnaða ríkisstjórn. Tæpar tvær vikur eru til kosninga.
Berlusconi lýsir þungum vonbrigðum með framferði Pútíns
Milljarðamæringurinn Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framferði vinar síns Vladimírs Pútín forseta Rússlands.