Færslur: Sigurjón Kjartansson

„Við ákváðum snemma að verða listbræður“
Rokkararnir og listamennirnir Óttarr Proppé og Sigurjón Kjartansson voru unglingar í Kópavogi þegar þeir kynntust og smullu saman. Þeir deila meðal annars áhuga á óhugnaði og drunga og gerðu ungir saman heimagerðar hryllingsmyndir með miklu gerviblóði. Mesta áherslu lögðu þeir á tónlistina fyrir myndirnar og varð sú tónsmíð vísir að hljómsveitinni HAM.
13.10.2020 - 11:31
Myndskeið
„Sviksemi“ af fingrum fram
Sigurjón Kjartansson var gestur Jóns Ólafssonar í þættinum Af fingrum fram og tók með honum stutta útgáfu af laginu Sviksemi, af plötunni Svik, harmur og dauði.
01.02.2018 - 14:12
Bíóást: „Hafði mikil áhrif á mig sem ungling“
„Ég sá hana einmitt í bíó þegar hún kom út og ég held að ég hafi séð hana allavega einu sinni á ári í þau þrjátíu ár sem liðin eru,“ segir Sigurjón Kjartansson um kvikmynd John Hughes, Planes, Trains and Automobiles, sem sýnd verður á laugardag kl. 20.25 á RÚV.
09.12.2017 - 13:06