Færslur: Sigríður Andersen

Ekki þjóðfélag sem við viljum lifa í
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að innan hennar flokks séu uppi áhyggjur um hversu mikið frelsi borgaranna hefur verið skert í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Hún telur að nýjar reglur á landamærunum gangi of langt og í þeim felist of mikil inngrip í friðhelgi einkalífsins.
MDE er ekki hefðbundinn dómstóll
Hæstiréttur Íslands verður áfram æðsti dómstóll landsins burt séð frá niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fullyrðir að niðurstaðan í málinu kennt við Landsrétt hafi ekki bein réttaráhrif á Íslandi.
Sigríður Andersen fær ekki að svara fyrir sig
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur hafnað ósk Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um að koma á framfæri sjónarmiðum sínum í máli sem rekið er fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins vegna skipunar dómara í Landsrétt.